Rúnar: Tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara Árni Jóhannsson á Samsungvellinum í Garðabæ skrifar 19. september 2018 20:22 Rúnar Páll Sigmundsson þjálfar Stjörnuna vísir/bára Þjálfari Stjörnunnar var að sjálfsögðu svekktur með úrslit leiksins á móti KA fyrr í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ. Úrslitin þýða að forskot Vals á Stjörnuna eru þrjú stig þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Hann var spurður að því hvort að það sem hann tæki úr leiknum væru tvö töpuð stig. „Það er ekkert annað til að taka héðan. Þetta var hörkuleikur, KA menn voru góðir í dag og við vorum klaufar að nýta ekki færin okkar betur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. Rúnar var spurður að því hvort úrslitaleikur bikarkeppninnar hafi eitthvað setið í hans mönnum og hló hann örlítið áður en hann svaraði enda mikil klisja þessi bikarþynnka. „Nei, heilt yfir var ágætis skipulag og kraftur í okkur. Þú sást það í lokin að það var fínn kraftur í okkur. Jú jú það voru einhverjir hjá okkur þreyttir hérna um miðbiki hálfleiksins en það er engin afsökun fyrir því að klára ekki þennan leik.“ Eins og sagði áðan þá er forskot Valsmann þrjú stig og vildi Rúnar Páll meina að baráttan væri orðin erfiðari en hún væri ekki búin. „Þetta er ekki búið, tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara.“ „Við fáum ágætis færi til að skora í leiknum, hann varði feykivel strákurinn hjá þeim í markinu, tala nú ekki um hérna þegar Sölvi skorar markið sem var dæmt af. Við vorum svo með færi hérna á síðasta korterinu sem við hefðum átt að nýta betur, við vorum stórhættulegir. Hilmar Árni fékk dauðafæri til dæmis þar sem erfiðara er að skjóta framhjá en að skora. Þegar maður nýtir ekki svona móment þá er það náttúrlega dýrt. Ef við hefðum nýtt þessi færi þá hefðum við unnið leikinn en svona er þetta, stutt á milli“, sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 1-1 | KA setti stórt skarð í titilvonir Stjörnunnar Stjörnumenn misstu af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Pepsideild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við KA á heimavelli sínum í kvöld. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Þjálfari Stjörnunnar var að sjálfsögðu svekktur með úrslit leiksins á móti KA fyrr í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ. Úrslitin þýða að forskot Vals á Stjörnuna eru þrjú stig þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Hann var spurður að því hvort að það sem hann tæki úr leiknum væru tvö töpuð stig. „Það er ekkert annað til að taka héðan. Þetta var hörkuleikur, KA menn voru góðir í dag og við vorum klaufar að nýta ekki færin okkar betur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. Rúnar var spurður að því hvort úrslitaleikur bikarkeppninnar hafi eitthvað setið í hans mönnum og hló hann örlítið áður en hann svaraði enda mikil klisja þessi bikarþynnka. „Nei, heilt yfir var ágætis skipulag og kraftur í okkur. Þú sást það í lokin að það var fínn kraftur í okkur. Jú jú það voru einhverjir hjá okkur þreyttir hérna um miðbiki hálfleiksins en það er engin afsökun fyrir því að klára ekki þennan leik.“ Eins og sagði áðan þá er forskot Valsmann þrjú stig og vildi Rúnar Páll meina að baráttan væri orðin erfiðari en hún væri ekki búin. „Þetta er ekki búið, tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara.“ „Við fáum ágætis færi til að skora í leiknum, hann varði feykivel strákurinn hjá þeim í markinu, tala nú ekki um hérna þegar Sölvi skorar markið sem var dæmt af. Við vorum svo með færi hérna á síðasta korterinu sem við hefðum átt að nýta betur, við vorum stórhættulegir. Hilmar Árni fékk dauðafæri til dæmis þar sem erfiðara er að skjóta framhjá en að skora. Þegar maður nýtir ekki svona móment þá er það náttúrlega dýrt. Ef við hefðum nýtt þessi færi þá hefðum við unnið leikinn en svona er þetta, stutt á milli“, sagði Rúnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 1-1 | KA setti stórt skarð í titilvonir Stjörnunnar Stjörnumenn misstu af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Pepsideild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við KA á heimavelli sínum í kvöld. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 1-1 | KA setti stórt skarð í titilvonir Stjörnunnar Stjörnumenn misstu af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Pepsideild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við KA á heimavelli sínum í kvöld. 19. september 2018 20:30