Örlítið hægari taktur en í borginni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. september 2018 10:00 Guðmundur er frá Bolungarvík og Gylfi frá Ísafirði en þeir kynntust á Akureyri þegar þeir voru þar í hópi utanbæjarmanna í Háskólanum á Akureyri. réttablaðið/Sigtryggur Ari Þeir sitja að spjalli í stórri skrifstofu í húsnæði Sjúkrahúss Ísafjarðar, Guðmundur Gunnarsson viðskiptafræðingur og Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur. Hurðin er opin í hálfa gátt og Gylfi býður okkur Sigtrygg Ara velkomin í „tennishöllina“ sína! Báðir eru þeir kumpánar nýráðnir í stórar stöður á svæðinu, Guðmundur tekur við sem bæjarstjóri Ísafjarðar í dag, 1. september, og Gylfi hóf störf sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HVEST) fyrir mánuði. Guðmundur er Bolvíkingur og Gylfi frá Ísafirði en þeir kynntust á Akureyri. „Við vorum samtíða í Háskólanum á Akureyri, báðir í hópi aðkomufólks,“ rifjar Guðmundur upp. „Já, og höfum verið dálítið samstiga síðan, ég tók við af honum sem afleysingamaður á fréttastofu RÚV á Ísafirði og báðir höfum við unnið fyrir skiptinemasamtökin AFS, ég í stjórn og hann framkvæmdastjóri,“ segir Gylfi. „Auk þess eru konan mín og Gylfi systkinabörn svo við hittumst líka í fjölskylduboðum,“ bætir Guðmundur við, „og nú erum við báðir komnir hingað.“ Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til segir í fornu kvæði. Var það taugin ramma sem togaði ykkur vestur? „Ég hef alltaf talið mig Ísfirðing hvar sem ég hef verið og það var alltaf einn af kostunum að flytja alfarið vestur,“ segir Gylfi. „Ég sótti um stöðu framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu fyrr á þessu ári og þá fórum við Tinna kona mín í gegnum umræðuna. Hún er frá Flateyri og fjölskylda hennar býr hér. Ég fékk ekki þá stöðu en þegar þessi hjá HVEST var auglýst, sem hentaði mínum lærdómi algerlega, þá sótti ég um.“ Guðmundur segir þá báða eiga margt kunningjafólk syðra með rætur fyrir vestan sem hittist gjarnan á æskuslóðunum um páska eða í sumarfríum. „Þá kemur alltaf upp spurningin: Hvenær á svo að flytja heim? enda blossar þá upp tilfinningin: oh, það er svo þægilegt að búa hér.“ Þeir félagar segja þó ekki aðalatriðið að telja hausa úr gamla skólaárganginum sem enn séu fyrir vestan eða komnir þangað aftur, samfélagið sé fjölbreyttara en svo. „Þegar maður kemur hingað reglulega, eins og við Gummi höfum gert, þá kynnist maður líka nýja fólkinu og það er bara heilmikill fjöldi,“ segir Gylfi. „Já,“ segir Guðmundur. „Ég hitti væntanlegt samstarfsfólk á bæjarskrifstofunum í gær, helmingurinn af þeim sem sátu við borðið á sviðsstjórafundi hafði engar tengingar vestur þegar þeir réðu sig, en sá tækifæri í störfum sem hentuðu og líka í fjölskylduvænu umhverfi. Þetta er kannski útivistarfólk sem vill vera nær náttúrunni en í borginni og sér líka kosti þess að ala börnin upp á stað þar sem ekki fara tveir klukkutímar á dag í að skutla og sækja.“Nýir burðarásar í atvinnulífinu Gylfi telur bæði samfélag og atvinnulíf fyrir vestan mun fjölbreyttara nú en fyrir nokkrum árum, þó ekki vilji hann segja að það hafi verið leiðinlegt og einsleitt áður. „Það eru komnir nýir burðarásar í atvinnulífið. Hér eru fyrirtæki sem byggja á nýsköpun og auðvitað líka ferðaþjónusta þó hún sé ekki í eins miklum mæli og af eins miklum þunga og á öðrum svæðum, sem getur líka verið gott og þýtt sóknarfæri. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur fiskeldið dregið margt fólk vestur, enda hafa fyrirtækin borið gæfu til að vera með höfuðstöðvar sínar á staðnum. Sama má segja um Keresis hér á Ísafirði, það er með mörg störf fyrir vel menntað fólk. Í Þróunarsetrinu eru margar stofnanir ríkis og bæja með fólk í sérfræðistörfum og Háskólasetrið er fullt af nemendum og kennurum víða að, að ógleymdum náttúrustofunum sem eru með ýmsa sérfræðinga í vinnu.“ Guðmundur kveðst vita mörg dæmi þess að útlendingum þyki gott að vera fyrir vestan og finnist auðvelt að fóta sig þar. „Nú er ég að koma úr starfi hjá skiptinemasamtökunum sem snýst meðal annars um að ungt fólk komi til Íslands til ársdvalar og reyni að samlagast samfélaginu og læra tungumálið. Þar sá ég skarpar línur í því að þau ungmenni sem voru svo heppin að fá fjölskyldur úti á landi náðu miklu betur að kynnast fólkinu þar, gekk betur að læra málið og upplifa sig sem hluta af samfélaginu en þeim sem voru í borginni. Það helgast líka af því að krakkar sem koma til Reykjavíkur halda dálítið hópinn þar. Ég held þetta sé gott dæmi um að nándin er meiri í minni plássum og þar er hægara að mynda tengsl.“„Við fáum ofboðslega hlýjar móttökur – en karlakórinn Esja er fúll,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið/Sigtryggur AriStarfsmannamál í formlegu ferli Þeir Guðmundur og Gylfi virðast alveg með kosti þess að búa á landsbyggðinni á hreinu og fátt nefna þeir neikvætt við heimahagana, enn sem komið er. Enda telja þeir íbúum fyrir vestan þykja nóg komið af neikvæðum fréttum af svæðinu. „Fólki hér finnst fjölmiðlar engan áhuga hafa á Vestfjörðum nema þar séu frystihús að loka eða einhver að kvarta undan jarðgangaleysi. Við höfum báðir unnið sem fréttamenn og vitum að þetta er ekki svona einfalt, heldur spurning um hvaðan röddin berst úr samfélaginu, hvernig hún berst og til hverra,“ segir Guðmundur. Gylfi tekur undir það. „Ef stofnunin mín er gúgluð þá eru fyrstu þrjátíu niðurstöðurnar fréttir af starfsmannaskiptum, yfirleitt í illu. Þetta eru vissulega fréttir en bara alls ekki einu fréttirnar. En auðvitað hefur það hrein og bein áhrif á starfsemina ef stöðurnar sem við auglýsum fá ekki umsóknir af því að fólk heldur að hér sé allt í kalda koli.“ Heilbrigðisumdæmið sem Gylfi stjórnar nær yfir fimm sveitarfélög, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavík á norðursvæðinu og Vesturbyggð og Tálknafjörð á suðursvæðinu. „Við erum með tvö sjúkrahús, annað á Ísafirði og hitt á Patreksfirði og við erum með heilsugæslusel, þrjú hjúkrunarheimili og heimahjúkrun,“ lýsir Gylfi og kveðst vera svolítið á flandri. „Ég var á Patreksfirði í gær, þar eru 20% af starfsfólkinu okkar enda sinnir það líka Tálknafirði og Bíldudal. Ísafjarðarlæknar sinna Þingeyri og Flateyri og fólk þaðan leitar hingað.“ En er búið að leysa þessi erfiðu starfsmannamál í stofnuninni sem hann minntist á? „Nei, það er ekki alveg búið að bíta úr nálinni með þau en starfsandinn er mjög góður.“ „Ég spurði hann að þessu líka áður en þið komuð, hann er ekki bara að segja þetta við ykkur,“ skýtur Guðmundur inn í. „Leifar af málinu eru í formlegu ferli,“ heldur Gylfi áfram. „Það eru starfslokasamningar sem er verið að klára og þetta mál hefur engin áhrif á daglegan rekstur. Við erum með skemmtilegustu kaffistofurnar á svæðinu og frábært fagfólk,“ tekur hann fram en viðurkennir að stofnunin sé undirmönnuð. „Við eigum lausar stöður á Patreksfirði fyrir hjúkrunarfræðinga og þar er enginn starfandi sjúkraþjálfari núna sem er mjög alvarlegt. Okkur vantar sjúkraliða líka, við erum með lausa stöðu sálfræðings hér á Ísafirði og vorum að auglýsa stöður mannauðsstjóra og fjármálastjóra fyrir stofnunina, svo það eru mörg spennandi störf laus.“ Viðtalið er að snúast upp í atvinnuauglýsingu og Guðmundur bætir um betur með því að fullyrða að makar ættu líka að geta fundið störf við hæfi því víða fyrir vestan sé þörf á góðri fagþekkingu, reynslu og menntun. Gylfi bendir á að stjórnvöld séu meðmælt því að flytja störf út á land en jákvæðast sé að fólkið sjálft hafi frumkvæðið. „Konan mín, til dæmis, hún tók með sér helminginn af starfinu sínu hingað vestur. Hún er textasmiður á auglýsingastofu.“ Guðmundur segir í tísku að tala um að vinnan sé meira en veggirnir í kringum hana og þá fái fólk rómantískar hugmyndir um París og New York. „En af hverju ekki að vinna allt árið eða hluta þess í bæjarfélagi þar sem er örlítið hægari taktur en í borginni og meiri nánd við fjölskylduna og náttúruna? Það væri líka alveg gott að störf sem hægt er að vinna hvar sem er væru auglýst þannig, án staðsetningar. Bara eins og oft er tekið fram að fólk af báðum kynjum sé hvatt til að sækja um.“ Nú langar mig að vita hvað konan hans Guðmundar heitir og hvað hún gerir. „Hún heitir Kristjana Milla Snorradóttir og vinnur hjá ferðaskrifstofu sem heitir Nordic Visitor. Milla er Ísfirðingur og hefur sterkar taugar hingað eins og við Gylfi.” En er ekkert mál að fá húsnæði hér á Ísafirði? „Jú, það er reyndar talsvert mál. Það kom okkur eiginlega á óvart,“ svarar Guðmundur. „Gylfi og Tinna eru búin að finna leiguíbúð, ég er bara að skoða enn þá en það er ekkert ofboðslega mikið framboð. Fyrir mig sem bæjarstjóra eru það frábær teikn að ekki sé mikið af tómum húsum, heldur eftirspurn meiri en framboð.“ Er það samt ekki eitthvað sem bærinn þarf að bregðast við? „Jú, það er verið að byggja fjölbýlishús niðri í bæ. Það sem vantar núna er að endurtaka leikinn frá Norðurtanganum sem var breytt úr fiskvinnsluhúsi í íbúðir, þær hentuðu fólki úr stórum einbýlishúsum sem var að minnka við sig. Svo er verið að byggja lítil raðhús inni í Tunguhverfi og á teikniborðinu er uppbygging blandaðrar byggðar við hafnarsvæðið að Suðurtanga, sem er dásamlega fallegur staður. Þannig að það er verið að bregðast við stöðunni,“ upplýsir Guðmundur. „Bolungarvík, Hnífsdalur, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Súðavík eru í seilingarfjarlægð frá Ísafirði. Það má líka hugsa þangað,“ bendir Gylfi á.Hlaupa og hjóla Guðmundur er fyrri til svars þegar þeir félagar eru inntir eftir áhugamálum og nefnir strax útivist. „Við Milla kona mín erum bæði í utanvegahlaupum og tilheyrum félagsskap sem heitir Náttúruhlaup. Komum hingað og tókum þátt í Vesturgötunni um það leyti sem var verið að auglýsa bæjarstjórastöðuna og ætli ég hafi ekki verið að æfa fyrir hlaupið þegar ákveðið var að láta slag standa og sækja um. Það var á miðri Óshlíðinni ef ég man rétt, sem er táknrænt. Svo söng ég – og við Gylfi báðir, talandi um þræði sem liggja saman – í Karlakórnum Esju. Menn þar eru dálítið fúlir út í okkur fyrir að stinga af. Eiginlega þeir einu sem ég hef hitt sem hafa eitthvað út á flutningana að setja. Mamma og pabbi eru mjög ánægð og okkar fólk hér fyrir vestan, við fáum ofboðslega hlýjar móttökur – en karlakórinn Esja er fúll.“„Skíðaganga er stærsta áhugamálið en svo er ég með tvö ung börn og hef ekki mikinn tíma fyrir annað,“ segir Gylfi.„Hér er hins vegar fjölbreytt kórastarf. Það er kirkjukórinn, Sunnukórinn og karlakórinn svo þú hefur úr mörgu að velja,“ segir Gylfi. „Já, en Esjumenn sjá ekkert þann kost,“ segir Guðmundur og við rifjum upp að Esja var í þáttunum Kórar Íslands og komst meira að segja í úrslit. Gylfi segir skíðagöngu í uppáhaldi hjá sér. „Ertu ekki Íslandsmeistari í skíðaskotfimi?“ spyr Guðmundur sposkur. „Jú, það er nú orðið dálítið síðan, sko.“ Hlær. „Ég var einhvern tíma Íslandsmeistari í skíðaskotfimi 25 ára og yngri. Það er keppt í því einu sinni á ári. En mér hefur alltaf þótt gaman að koma hingað í heimsókn til tengdó og fara á skíði. Skíðaganga er stærsta einstaka áhugamálið mitt, en svo er ég með tvö ung börn og hef ekki mikinn tíma fyrir annað.“ Þeir virðast samtaka í barneignum sem öðru, félagarnir, því Guðmundur segir þau Millu líka vera með tvö börn. Eins og fram kom í upphafi er hinn nýi bæjarstjóri Ísfirðinga Bolvíkingur og hann segir það skemmtilega tilviljun að bæjarstjórinn í Bolungarvík sé Ísfirðingur. „Þetta finnst fólki hér dálítið áhugavert því eitt sinn var rígur á milli þessara kaupstaða en er orðinn miklu minni en hann var. Ég man alveg þá tíma þegar hann var raunverulegur. Þegar slegist var eftir böll. Ekki vegna þess að það kastaðist í kekki heldur bara vegna upprunans. Maður þurfti bara að vera fljótur upp í rútuna hjá Lúlla ef maður ætlaði ekki að verða fyrir barðinu á einhverjum Ísfirðingi. En í dag er rígurinn undir miklu jákvæðari formerkjum. Það mætti líkja honum við samband systkina, þegar þau eru að vaxa úr grasi þola þau ekki hvort annað en á fullorðinsárum kemur kærleikurinn fram en samt pínu metingur. Ég held að breytingin standi líka í sambandi við íþróttafélögin. Það var svo mikill rígur í fótboltanum og sundfélögunum, alltaf verið að takast á, á vellinum eða í lauginni. Það er búið. Núna er þetta allt eitt íþróttasvæði og krakkarnir eru allir í sama félagi. Þeir eru bókstaflega í sama liði. Það hefur heilmikið að segja. Þá er samkenndin fyrir hendi.“ Þetta hefur auðvitað í för með sér að liðin þurfa að fara út fyrir svæðið til að keppa en Guðmundur telur það lítið mál, enda samgöngur orðnar mun auðveldari en þær voru. „Ég held líka að fólki sem hér býr finnist ekkert mál að ferðast,“ segir Gylfi. „Mér hefur aldrei fundist neitt mál að keyra vestur, þó það taki fimm, sex klukkutíma. En þekki fólk fyrir sunnan sem skilur ekki hvernig við getum réttlætt það að keyra alla þessa vegalengd fyrir stuttan tíma. Þetta snýr öðru vísi við okkur sem erum vön því.“ Guðmundur er sama sinnis. „Þetta var tveggja daga ferðalag fyrir fjölskylduna þegar ég var krakki. Þá var alltaf gist í Hrútafirðinum eða í Djúpinu, sem er ákveðin rómantík í minningunni, þó bíllinn væri fullur af ryki. Fyrir okkur sem eigum rætur hér þá er núna bara skreppitúr í bæinn.“ „Maður getur líka keypt sér ansi mörg flugför fyrir muninn á húsnæðiskostnaði,“ bendir Gylfi á. „Já, það er einfalt reikningsdæmi. Margt sem hægt er að gera fyrir hann,“ tekur Guðmundur heils hugar undir. „Fyrir utan annan kostnað, til dæmis í eldsneytiskostnað. Ísafjarðarbær er fullkominn til að hjóla allra sinna ferða og það er búið að gera frábæra hluti í stígagerð.“ „Já,“ segir Gylfi stoltur. „Við erum ekkert að búa þetta til. Samkvæmt lýðheilsuvísindum landlæknis er ekkert umdæmi á landinu með hærra hlutfall af virkum fararmáta í vinnu og skóla en heilsuumdæmið mitt. Sem sagt hvergi fleiri sem hjóla eða ganga.“ „Og þetta byggir á langri hefð,“ segir Guðmundur. „Villi Valli var alltaf á hjólinu sínu og afi minn, sem margir þekkja hér á Ísafirði, var aldrei kallaður annað en Gummi á hjólinu. Hann vann í Norðurtanganum og fór allra sinna ferða á hjóli, ævina út. Ég man eftir mér hér á Ísafirði sitjandi á púða á hjólinu hjá afa, því sama allan tímann.“ „Þetta er einn af stóru kostunum við að vera hér,“ samsinnir Gylfi „Þið eruð búnir að selja mér þetta,“ heyrist í útivistarmanninum Sigtryggi Ara ljósmyndara sem nú vill fara að mynda þá félaga. „Við þurfum líka portrett af ykkur, hvorum fyrir sig fyrir myndasafnið“ segir hann. „Já, auðvitað, út af skandölunum sem við eigum eftir að flækja okkur í. Strax farið að hugsa fyrir þeim,“ segir Guðmundur hlæjandi og þeir Gylfi eru ekki lengi að láta sér detta nokkrar góðar fyrirsagnir í hug. En þá er komið að lokaspurningunni: Ætla þeir að vera í Útsvarinu á RÚV í vetur? „Ekki ég,“ svarar Guðmundur að bragði. „Ég hef ekki heila í það.“ „Við hjónin vorum í liðinu síðast og besti vinur minn, hann Greipur,“ segir Gylfi. „Við komumst meira að segja í úrslit og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri bað okkur strax að vera aftur. En svo tapaði hann kosningunum í vor og nú er búið að skipta um bæjarstjóra þannig að þátttaka okkar er í lausu lofti.“ Guðmundur bæjarstjóri tekur sig á. „Heyrðu, ætli við verðum ekki bara núna, ég og konan mín, og einhver vinur okkar!“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Þeir sitja að spjalli í stórri skrifstofu í húsnæði Sjúkrahúss Ísafjarðar, Guðmundur Gunnarsson viðskiptafræðingur og Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur. Hurðin er opin í hálfa gátt og Gylfi býður okkur Sigtrygg Ara velkomin í „tennishöllina“ sína! Báðir eru þeir kumpánar nýráðnir í stórar stöður á svæðinu, Guðmundur tekur við sem bæjarstjóri Ísafjarðar í dag, 1. september, og Gylfi hóf störf sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HVEST) fyrir mánuði. Guðmundur er Bolvíkingur og Gylfi frá Ísafirði en þeir kynntust á Akureyri. „Við vorum samtíða í Háskólanum á Akureyri, báðir í hópi aðkomufólks,“ rifjar Guðmundur upp. „Já, og höfum verið dálítið samstiga síðan, ég tók við af honum sem afleysingamaður á fréttastofu RÚV á Ísafirði og báðir höfum við unnið fyrir skiptinemasamtökin AFS, ég í stjórn og hann framkvæmdastjóri,“ segir Gylfi. „Auk þess eru konan mín og Gylfi systkinabörn svo við hittumst líka í fjölskylduboðum,“ bætir Guðmundur við, „og nú erum við báðir komnir hingað.“ Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til segir í fornu kvæði. Var það taugin ramma sem togaði ykkur vestur? „Ég hef alltaf talið mig Ísfirðing hvar sem ég hef verið og það var alltaf einn af kostunum að flytja alfarið vestur,“ segir Gylfi. „Ég sótti um stöðu framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu fyrr á þessu ári og þá fórum við Tinna kona mín í gegnum umræðuna. Hún er frá Flateyri og fjölskylda hennar býr hér. Ég fékk ekki þá stöðu en þegar þessi hjá HVEST var auglýst, sem hentaði mínum lærdómi algerlega, þá sótti ég um.“ Guðmundur segir þá báða eiga margt kunningjafólk syðra með rætur fyrir vestan sem hittist gjarnan á æskuslóðunum um páska eða í sumarfríum. „Þá kemur alltaf upp spurningin: Hvenær á svo að flytja heim? enda blossar þá upp tilfinningin: oh, það er svo þægilegt að búa hér.“ Þeir félagar segja þó ekki aðalatriðið að telja hausa úr gamla skólaárganginum sem enn séu fyrir vestan eða komnir þangað aftur, samfélagið sé fjölbreyttara en svo. „Þegar maður kemur hingað reglulega, eins og við Gummi höfum gert, þá kynnist maður líka nýja fólkinu og það er bara heilmikill fjöldi,“ segir Gylfi. „Já,“ segir Guðmundur. „Ég hitti væntanlegt samstarfsfólk á bæjarskrifstofunum í gær, helmingurinn af þeim sem sátu við borðið á sviðsstjórafundi hafði engar tengingar vestur þegar þeir réðu sig, en sá tækifæri í störfum sem hentuðu og líka í fjölskylduvænu umhverfi. Þetta er kannski útivistarfólk sem vill vera nær náttúrunni en í borginni og sér líka kosti þess að ala börnin upp á stað þar sem ekki fara tveir klukkutímar á dag í að skutla og sækja.“Nýir burðarásar í atvinnulífinu Gylfi telur bæði samfélag og atvinnulíf fyrir vestan mun fjölbreyttara nú en fyrir nokkrum árum, þó ekki vilji hann segja að það hafi verið leiðinlegt og einsleitt áður. „Það eru komnir nýir burðarásar í atvinnulífið. Hér eru fyrirtæki sem byggja á nýsköpun og auðvitað líka ferðaþjónusta þó hún sé ekki í eins miklum mæli og af eins miklum þunga og á öðrum svæðum, sem getur líka verið gott og þýtt sóknarfæri. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur fiskeldið dregið margt fólk vestur, enda hafa fyrirtækin borið gæfu til að vera með höfuðstöðvar sínar á staðnum. Sama má segja um Keresis hér á Ísafirði, það er með mörg störf fyrir vel menntað fólk. Í Þróunarsetrinu eru margar stofnanir ríkis og bæja með fólk í sérfræðistörfum og Háskólasetrið er fullt af nemendum og kennurum víða að, að ógleymdum náttúrustofunum sem eru með ýmsa sérfræðinga í vinnu.“ Guðmundur kveðst vita mörg dæmi þess að útlendingum þyki gott að vera fyrir vestan og finnist auðvelt að fóta sig þar. „Nú er ég að koma úr starfi hjá skiptinemasamtökunum sem snýst meðal annars um að ungt fólk komi til Íslands til ársdvalar og reyni að samlagast samfélaginu og læra tungumálið. Þar sá ég skarpar línur í því að þau ungmenni sem voru svo heppin að fá fjölskyldur úti á landi náðu miklu betur að kynnast fólkinu þar, gekk betur að læra málið og upplifa sig sem hluta af samfélaginu en þeim sem voru í borginni. Það helgast líka af því að krakkar sem koma til Reykjavíkur halda dálítið hópinn þar. Ég held þetta sé gott dæmi um að nándin er meiri í minni plássum og þar er hægara að mynda tengsl.“„Við fáum ofboðslega hlýjar móttökur – en karlakórinn Esja er fúll,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið/Sigtryggur AriStarfsmannamál í formlegu ferli Þeir Guðmundur og Gylfi virðast alveg með kosti þess að búa á landsbyggðinni á hreinu og fátt nefna þeir neikvætt við heimahagana, enn sem komið er. Enda telja þeir íbúum fyrir vestan þykja nóg komið af neikvæðum fréttum af svæðinu. „Fólki hér finnst fjölmiðlar engan áhuga hafa á Vestfjörðum nema þar séu frystihús að loka eða einhver að kvarta undan jarðgangaleysi. Við höfum báðir unnið sem fréttamenn og vitum að þetta er ekki svona einfalt, heldur spurning um hvaðan röddin berst úr samfélaginu, hvernig hún berst og til hverra,“ segir Guðmundur. Gylfi tekur undir það. „Ef stofnunin mín er gúgluð þá eru fyrstu þrjátíu niðurstöðurnar fréttir af starfsmannaskiptum, yfirleitt í illu. Þetta eru vissulega fréttir en bara alls ekki einu fréttirnar. En auðvitað hefur það hrein og bein áhrif á starfsemina ef stöðurnar sem við auglýsum fá ekki umsóknir af því að fólk heldur að hér sé allt í kalda koli.“ Heilbrigðisumdæmið sem Gylfi stjórnar nær yfir fimm sveitarfélög, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavík á norðursvæðinu og Vesturbyggð og Tálknafjörð á suðursvæðinu. „Við erum með tvö sjúkrahús, annað á Ísafirði og hitt á Patreksfirði og við erum með heilsugæslusel, þrjú hjúkrunarheimili og heimahjúkrun,“ lýsir Gylfi og kveðst vera svolítið á flandri. „Ég var á Patreksfirði í gær, þar eru 20% af starfsfólkinu okkar enda sinnir það líka Tálknafirði og Bíldudal. Ísafjarðarlæknar sinna Þingeyri og Flateyri og fólk þaðan leitar hingað.“ En er búið að leysa þessi erfiðu starfsmannamál í stofnuninni sem hann minntist á? „Nei, það er ekki alveg búið að bíta úr nálinni með þau en starfsandinn er mjög góður.“ „Ég spurði hann að þessu líka áður en þið komuð, hann er ekki bara að segja þetta við ykkur,“ skýtur Guðmundur inn í. „Leifar af málinu eru í formlegu ferli,“ heldur Gylfi áfram. „Það eru starfslokasamningar sem er verið að klára og þetta mál hefur engin áhrif á daglegan rekstur. Við erum með skemmtilegustu kaffistofurnar á svæðinu og frábært fagfólk,“ tekur hann fram en viðurkennir að stofnunin sé undirmönnuð. „Við eigum lausar stöður á Patreksfirði fyrir hjúkrunarfræðinga og þar er enginn starfandi sjúkraþjálfari núna sem er mjög alvarlegt. Okkur vantar sjúkraliða líka, við erum með lausa stöðu sálfræðings hér á Ísafirði og vorum að auglýsa stöður mannauðsstjóra og fjármálastjóra fyrir stofnunina, svo það eru mörg spennandi störf laus.“ Viðtalið er að snúast upp í atvinnuauglýsingu og Guðmundur bætir um betur með því að fullyrða að makar ættu líka að geta fundið störf við hæfi því víða fyrir vestan sé þörf á góðri fagþekkingu, reynslu og menntun. Gylfi bendir á að stjórnvöld séu meðmælt því að flytja störf út á land en jákvæðast sé að fólkið sjálft hafi frumkvæðið. „Konan mín, til dæmis, hún tók með sér helminginn af starfinu sínu hingað vestur. Hún er textasmiður á auglýsingastofu.“ Guðmundur segir í tísku að tala um að vinnan sé meira en veggirnir í kringum hana og þá fái fólk rómantískar hugmyndir um París og New York. „En af hverju ekki að vinna allt árið eða hluta þess í bæjarfélagi þar sem er örlítið hægari taktur en í borginni og meiri nánd við fjölskylduna og náttúruna? Það væri líka alveg gott að störf sem hægt er að vinna hvar sem er væru auglýst þannig, án staðsetningar. Bara eins og oft er tekið fram að fólk af báðum kynjum sé hvatt til að sækja um.“ Nú langar mig að vita hvað konan hans Guðmundar heitir og hvað hún gerir. „Hún heitir Kristjana Milla Snorradóttir og vinnur hjá ferðaskrifstofu sem heitir Nordic Visitor. Milla er Ísfirðingur og hefur sterkar taugar hingað eins og við Gylfi.” En er ekkert mál að fá húsnæði hér á Ísafirði? „Jú, það er reyndar talsvert mál. Það kom okkur eiginlega á óvart,“ svarar Guðmundur. „Gylfi og Tinna eru búin að finna leiguíbúð, ég er bara að skoða enn þá en það er ekkert ofboðslega mikið framboð. Fyrir mig sem bæjarstjóra eru það frábær teikn að ekki sé mikið af tómum húsum, heldur eftirspurn meiri en framboð.“ Er það samt ekki eitthvað sem bærinn þarf að bregðast við? „Jú, það er verið að byggja fjölbýlishús niðri í bæ. Það sem vantar núna er að endurtaka leikinn frá Norðurtanganum sem var breytt úr fiskvinnsluhúsi í íbúðir, þær hentuðu fólki úr stórum einbýlishúsum sem var að minnka við sig. Svo er verið að byggja lítil raðhús inni í Tunguhverfi og á teikniborðinu er uppbygging blandaðrar byggðar við hafnarsvæðið að Suðurtanga, sem er dásamlega fallegur staður. Þannig að það er verið að bregðast við stöðunni,“ upplýsir Guðmundur. „Bolungarvík, Hnífsdalur, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Súðavík eru í seilingarfjarlægð frá Ísafirði. Það má líka hugsa þangað,“ bendir Gylfi á.Hlaupa og hjóla Guðmundur er fyrri til svars þegar þeir félagar eru inntir eftir áhugamálum og nefnir strax útivist. „Við Milla kona mín erum bæði í utanvegahlaupum og tilheyrum félagsskap sem heitir Náttúruhlaup. Komum hingað og tókum þátt í Vesturgötunni um það leyti sem var verið að auglýsa bæjarstjórastöðuna og ætli ég hafi ekki verið að æfa fyrir hlaupið þegar ákveðið var að láta slag standa og sækja um. Það var á miðri Óshlíðinni ef ég man rétt, sem er táknrænt. Svo söng ég – og við Gylfi báðir, talandi um þræði sem liggja saman – í Karlakórnum Esju. Menn þar eru dálítið fúlir út í okkur fyrir að stinga af. Eiginlega þeir einu sem ég hef hitt sem hafa eitthvað út á flutningana að setja. Mamma og pabbi eru mjög ánægð og okkar fólk hér fyrir vestan, við fáum ofboðslega hlýjar móttökur – en karlakórinn Esja er fúll.“„Skíðaganga er stærsta áhugamálið en svo er ég með tvö ung börn og hef ekki mikinn tíma fyrir annað,“ segir Gylfi.„Hér er hins vegar fjölbreytt kórastarf. Það er kirkjukórinn, Sunnukórinn og karlakórinn svo þú hefur úr mörgu að velja,“ segir Gylfi. „Já, en Esjumenn sjá ekkert þann kost,“ segir Guðmundur og við rifjum upp að Esja var í þáttunum Kórar Íslands og komst meira að segja í úrslit. Gylfi segir skíðagöngu í uppáhaldi hjá sér. „Ertu ekki Íslandsmeistari í skíðaskotfimi?“ spyr Guðmundur sposkur. „Jú, það er nú orðið dálítið síðan, sko.“ Hlær. „Ég var einhvern tíma Íslandsmeistari í skíðaskotfimi 25 ára og yngri. Það er keppt í því einu sinni á ári. En mér hefur alltaf þótt gaman að koma hingað í heimsókn til tengdó og fara á skíði. Skíðaganga er stærsta einstaka áhugamálið mitt, en svo er ég með tvö ung börn og hef ekki mikinn tíma fyrir annað.“ Þeir virðast samtaka í barneignum sem öðru, félagarnir, því Guðmundur segir þau Millu líka vera með tvö börn. Eins og fram kom í upphafi er hinn nýi bæjarstjóri Ísfirðinga Bolvíkingur og hann segir það skemmtilega tilviljun að bæjarstjórinn í Bolungarvík sé Ísfirðingur. „Þetta finnst fólki hér dálítið áhugavert því eitt sinn var rígur á milli þessara kaupstaða en er orðinn miklu minni en hann var. Ég man alveg þá tíma þegar hann var raunverulegur. Þegar slegist var eftir böll. Ekki vegna þess að það kastaðist í kekki heldur bara vegna upprunans. Maður þurfti bara að vera fljótur upp í rútuna hjá Lúlla ef maður ætlaði ekki að verða fyrir barðinu á einhverjum Ísfirðingi. En í dag er rígurinn undir miklu jákvæðari formerkjum. Það mætti líkja honum við samband systkina, þegar þau eru að vaxa úr grasi þola þau ekki hvort annað en á fullorðinsárum kemur kærleikurinn fram en samt pínu metingur. Ég held að breytingin standi líka í sambandi við íþróttafélögin. Það var svo mikill rígur í fótboltanum og sundfélögunum, alltaf verið að takast á, á vellinum eða í lauginni. Það er búið. Núna er þetta allt eitt íþróttasvæði og krakkarnir eru allir í sama félagi. Þeir eru bókstaflega í sama liði. Það hefur heilmikið að segja. Þá er samkenndin fyrir hendi.“ Þetta hefur auðvitað í för með sér að liðin þurfa að fara út fyrir svæðið til að keppa en Guðmundur telur það lítið mál, enda samgöngur orðnar mun auðveldari en þær voru. „Ég held líka að fólki sem hér býr finnist ekkert mál að ferðast,“ segir Gylfi. „Mér hefur aldrei fundist neitt mál að keyra vestur, þó það taki fimm, sex klukkutíma. En þekki fólk fyrir sunnan sem skilur ekki hvernig við getum réttlætt það að keyra alla þessa vegalengd fyrir stuttan tíma. Þetta snýr öðru vísi við okkur sem erum vön því.“ Guðmundur er sama sinnis. „Þetta var tveggja daga ferðalag fyrir fjölskylduna þegar ég var krakki. Þá var alltaf gist í Hrútafirðinum eða í Djúpinu, sem er ákveðin rómantík í minningunni, þó bíllinn væri fullur af ryki. Fyrir okkur sem eigum rætur hér þá er núna bara skreppitúr í bæinn.“ „Maður getur líka keypt sér ansi mörg flugför fyrir muninn á húsnæðiskostnaði,“ bendir Gylfi á. „Já, það er einfalt reikningsdæmi. Margt sem hægt er að gera fyrir hann,“ tekur Guðmundur heils hugar undir. „Fyrir utan annan kostnað, til dæmis í eldsneytiskostnað. Ísafjarðarbær er fullkominn til að hjóla allra sinna ferða og það er búið að gera frábæra hluti í stígagerð.“ „Já,“ segir Gylfi stoltur. „Við erum ekkert að búa þetta til. Samkvæmt lýðheilsuvísindum landlæknis er ekkert umdæmi á landinu með hærra hlutfall af virkum fararmáta í vinnu og skóla en heilsuumdæmið mitt. Sem sagt hvergi fleiri sem hjóla eða ganga.“ „Og þetta byggir á langri hefð,“ segir Guðmundur. „Villi Valli var alltaf á hjólinu sínu og afi minn, sem margir þekkja hér á Ísafirði, var aldrei kallaður annað en Gummi á hjólinu. Hann vann í Norðurtanganum og fór allra sinna ferða á hjóli, ævina út. Ég man eftir mér hér á Ísafirði sitjandi á púða á hjólinu hjá afa, því sama allan tímann.“ „Þetta er einn af stóru kostunum við að vera hér,“ samsinnir Gylfi „Þið eruð búnir að selja mér þetta,“ heyrist í útivistarmanninum Sigtryggi Ara ljósmyndara sem nú vill fara að mynda þá félaga. „Við þurfum líka portrett af ykkur, hvorum fyrir sig fyrir myndasafnið“ segir hann. „Já, auðvitað, út af skandölunum sem við eigum eftir að flækja okkur í. Strax farið að hugsa fyrir þeim,“ segir Guðmundur hlæjandi og þeir Gylfi eru ekki lengi að láta sér detta nokkrar góðar fyrirsagnir í hug. En þá er komið að lokaspurningunni: Ætla þeir að vera í Útsvarinu á RÚV í vetur? „Ekki ég,“ svarar Guðmundur að bragði. „Ég hef ekki heila í það.“ „Við hjónin vorum í liðinu síðast og besti vinur minn, hann Greipur,“ segir Gylfi. „Við komumst meira að segja í úrslit og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri bað okkur strax að vera aftur. En svo tapaði hann kosningunum í vor og nú er búið að skipta um bæjarstjóra þannig að þátttaka okkar er í lausu lofti.“ Guðmundur bæjarstjóri tekur sig á. „Heyrðu, ætli við verðum ekki bara núna, ég og konan mín, og einhver vinur okkar!“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira