Spennandi hugsun að geta tryggt sætið Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 08:15 Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spennt fyrir leikinn. Vísir Rétt fyrir klukkan 15.00 í dag mun Sara Björk Gunnarsdóttir leiða lið sitt inn á fullan Laugardalsvöll þar sem andstæðingarnir verða Þjóðverjar. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en þegar tveir leikir eru eftir er Ísland á toppi riðilsins með eins stigs forskot á þýska liðið. Liðið sem hafnar í efsta sæti fer beint í lokakeppnina og annað sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili. Af þeim sökum er mikið í húfi. „Það er mikil spenna hjá leikmönnum liðsins fyrir leiknum og mér finnst einbeitingin og líkamlegt og andlegt ástand vera í fullkomnu standi. Það hefur verið ró yfir mannskapnum í undirbúningnum og leikmenn hlakkar til leiksins frekar en að vera stressaðir fyrir honum. Við gerum okkur klárlega grein fyrir því að þetta verður erfður leikur, en við förum í hann til þess að ná í stigin þrjú og tryggja sætið í lokakeppni HM,“ sagði Sara Björk á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. „Ég er búin að ná mér að fullu af þeim meiðslum sem ég varð fyrir síðastliðið vor og ég er fullkomlega klár í slaginn. Ég hef æft einkar vel í sumar og undirbúningstímabil í Þýskalandi eru þannig að leikmenn komast í gott hlaupaform. Þar af leiðandi er ég reiðubúin í að leika heilan leik á þessu getustigi á fullu tempói. Aðrir leikmenn liðsins eru einnig í góðu formi og við munum leggja allt sem við eigum í leikinn,“ sagði hún um stöðuna á sér og samherjum sínum. „Það verður gaman að etja kappi við samherja mína hjá Wolfsburg, en þessi leikur hefur ekki verið mikið ræddur í aðdraganda leiksins. Það var ekki mikil stemming hjá þeim fyrir því að ræða fyrri leikinn og að þessu sinni er þegjandi samkomulag um að láta bara verkin tala inni á vellinum. Það kitlar mjög að fara með sigur af hólmi, tryggja farseðilinn til Frakklands og skilja þær eftir. Vonandi gengur það eftir og ég held áfram að hafa montréttinn,“ sagði miðvallarleikmaðurinn öflugi um andstæðinga dagsins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45 Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Rétt fyrir klukkan 15.00 í dag mun Sara Björk Gunnarsdóttir leiða lið sitt inn á fullan Laugardalsvöll þar sem andstæðingarnir verða Þjóðverjar. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en þegar tveir leikir eru eftir er Ísland á toppi riðilsins með eins stigs forskot á þýska liðið. Liðið sem hafnar í efsta sæti fer beint í lokakeppnina og annað sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili. Af þeim sökum er mikið í húfi. „Það er mikil spenna hjá leikmönnum liðsins fyrir leiknum og mér finnst einbeitingin og líkamlegt og andlegt ástand vera í fullkomnu standi. Það hefur verið ró yfir mannskapnum í undirbúningnum og leikmenn hlakkar til leiksins frekar en að vera stressaðir fyrir honum. Við gerum okkur klárlega grein fyrir því að þetta verður erfður leikur, en við förum í hann til þess að ná í stigin þrjú og tryggja sætið í lokakeppni HM,“ sagði Sara Björk á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. „Ég er búin að ná mér að fullu af þeim meiðslum sem ég varð fyrir síðastliðið vor og ég er fullkomlega klár í slaginn. Ég hef æft einkar vel í sumar og undirbúningstímabil í Þýskalandi eru þannig að leikmenn komast í gott hlaupaform. Þar af leiðandi er ég reiðubúin í að leika heilan leik á þessu getustigi á fullu tempói. Aðrir leikmenn liðsins eru einnig í góðu formi og við munum leggja allt sem við eigum í leikinn,“ sagði hún um stöðuna á sér og samherjum sínum. „Það verður gaman að etja kappi við samherja mína hjá Wolfsburg, en þessi leikur hefur ekki verið mikið ræddur í aðdraganda leiksins. Það var ekki mikil stemming hjá þeim fyrir því að ræða fyrri leikinn og að þessu sinni er þegjandi samkomulag um að láta bara verkin tala inni á vellinum. Það kitlar mjög að fara með sigur af hólmi, tryggja farseðilinn til Frakklands og skilja þær eftir. Vonandi gengur það eftir og ég held áfram að hafa montréttinn,“ sagði miðvallarleikmaðurinn öflugi um andstæðinga dagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45 Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45
Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45
Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15