Giftingarhringur kominn aftur á fingur eigandans eftir sex ár í rotþró Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2018 09:00 Það er ýmislegt sem gerist í veröldinni og margt svo ótrúlegt að það er vart hægt að trúa viðkomandi sögu. Þessi er þó dagsönn og hófst með þessum skilaboðum á íbúasíðu Hrunamannahrepps í vikunni. „Það er ýmislegt sem finnst í rotþróm sem hreinsibílinn okkar er að tæma, t.d þessi giftingarhringur. Þetta er karlmannshringur og inni í honum stendur nafnið Guðlaug María og svo er dagsetning. Ef einhver kannast við hringinn þá er um að gera að hafa samband við okkur með því að hafa samband við skrifstofu Hrunamannahrepps eða að senda okkur skilaboð hér á fésbókinni,“ skrifar Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti sveitarfélagsins.Myndin sem var birt af hringnum á íbúasíðu Hrunamannahrepps fyrir helgina.Mynd/HrunamannahreppurEftir að hafa séð tilkynninguna á síðu Hrunamanna ákvað Guðbjörg Helga Sigurdórsdóttir á Selfossi að senda þessi sömu skilaboð á allar konur að nafni Guðlaug María í þeirri von að einhver þeirra kannaðist við málið. Jú, viti menn, í Keflavík er kona með þessu nafni og þá fór boltinn að rúlla.Leitað og leitað að hringnum „Þannig er mál með vexti að að fyrir 6 árum fórum við Halldór Sigurðsson, maðurinn minn í sumarbústað með foreldrum mínum rétt fyrir utan Þjórsárdal. Halldór skrapp í veiði með syni okkar, Arnari Geir sem þá var 10 ára, og settu þeir í fiska í Frostastaðavatni. Þegar heim í bústað var komið hófst aðgerð á aflanum og fljótlega eftir að henni lauk uppgötvar Halldór að giftingarhringurinn hans var horfinn af fingri hans. Varð þá uppi fótur og fit og mikil leit hófst og var m.a. farið í gegnum allt fiskslorið, rusl og meira að segja var vatnslásinn í vaskinum losaður og skoðaður en allt kom fyrir ekki, hringurinn fannst hvergi,“ segir Guðlaug María Lewis í Keflavík þegar hún var beðin um að segja frá aðdraganda málsins. „Við það bættist að við vorum ekki hundrað prósent viss um að hringurinn hefði týnst þarna þar sem Halldór hafði skroppið á sjóstöng með mági sínum nokkrum dögum fyrr og við héldum að jafnvel hefði hringurinn getað dottið af þar, þar sem það var kalt og Halldór var í aðgerð á fiski.“ Til að gera langa sögu stutta þá hafði Guðlaug María samband við Halldóru oddvita Hrunamannahrepps sem bauðst til að koma með hringinn til Keflavíkur í gærkvöldi því hún var að fara í flug frá Leifsstöð.Guðlaug María og Halldór, ásamt Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps sem kom hringnum til þeirra í gærkvöldi á leið sinni í Leifsstöð.Mynd/Linda Sjöfn SigurðardóttirHringurinn í sápubaði „Við erum ótrúlega þakklát fyrir eftirtektarsemi mannanna á dælubílnum, fólkinu á hreppsskrifstofunni á Flúðum og Halldóru oddvita, sem sendi skilaboðin út í kosmosið. Þess má geta að einungis 3 klukkusundunir liðu frá því Facbook-færslan fór í loftið og þar til eigendurnir fundust. Okkur er sagt að hringurinn sé búinn að liggja í sápubaði frá því að hann fannst, þannig að við höfum engar áhyggjur,“ segir Guðlaug María alsæl með að vera búin að endurheimta hringinn eftir að hafa verið án hans í sex ár. Hrunamannahreppur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Það er ýmislegt sem gerist í veröldinni og margt svo ótrúlegt að það er vart hægt að trúa viðkomandi sögu. Þessi er þó dagsönn og hófst með þessum skilaboðum á íbúasíðu Hrunamannahrepps í vikunni. „Það er ýmislegt sem finnst í rotþróm sem hreinsibílinn okkar er að tæma, t.d þessi giftingarhringur. Þetta er karlmannshringur og inni í honum stendur nafnið Guðlaug María og svo er dagsetning. Ef einhver kannast við hringinn þá er um að gera að hafa samband við okkur með því að hafa samband við skrifstofu Hrunamannahrepps eða að senda okkur skilaboð hér á fésbókinni,“ skrifar Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti sveitarfélagsins.Myndin sem var birt af hringnum á íbúasíðu Hrunamannahrepps fyrir helgina.Mynd/HrunamannahreppurEftir að hafa séð tilkynninguna á síðu Hrunamanna ákvað Guðbjörg Helga Sigurdórsdóttir á Selfossi að senda þessi sömu skilaboð á allar konur að nafni Guðlaug María í þeirri von að einhver þeirra kannaðist við málið. Jú, viti menn, í Keflavík er kona með þessu nafni og þá fór boltinn að rúlla.Leitað og leitað að hringnum „Þannig er mál með vexti að að fyrir 6 árum fórum við Halldór Sigurðsson, maðurinn minn í sumarbústað með foreldrum mínum rétt fyrir utan Þjórsárdal. Halldór skrapp í veiði með syni okkar, Arnari Geir sem þá var 10 ára, og settu þeir í fiska í Frostastaðavatni. Þegar heim í bústað var komið hófst aðgerð á aflanum og fljótlega eftir að henni lauk uppgötvar Halldór að giftingarhringurinn hans var horfinn af fingri hans. Varð þá uppi fótur og fit og mikil leit hófst og var m.a. farið í gegnum allt fiskslorið, rusl og meira að segja var vatnslásinn í vaskinum losaður og skoðaður en allt kom fyrir ekki, hringurinn fannst hvergi,“ segir Guðlaug María Lewis í Keflavík þegar hún var beðin um að segja frá aðdraganda málsins. „Við það bættist að við vorum ekki hundrað prósent viss um að hringurinn hefði týnst þarna þar sem Halldór hafði skroppið á sjóstöng með mági sínum nokkrum dögum fyrr og við héldum að jafnvel hefði hringurinn getað dottið af þar, þar sem það var kalt og Halldór var í aðgerð á fiski.“ Til að gera langa sögu stutta þá hafði Guðlaug María samband við Halldóru oddvita Hrunamannahrepps sem bauðst til að koma með hringinn til Keflavíkur í gærkvöldi því hún var að fara í flug frá Leifsstöð.Guðlaug María og Halldór, ásamt Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps sem kom hringnum til þeirra í gærkvöldi á leið sinni í Leifsstöð.Mynd/Linda Sjöfn SigurðardóttirHringurinn í sápubaði „Við erum ótrúlega þakklát fyrir eftirtektarsemi mannanna á dælubílnum, fólkinu á hreppsskrifstofunni á Flúðum og Halldóru oddvita, sem sendi skilaboðin út í kosmosið. Þess má geta að einungis 3 klukkusundunir liðu frá því Facbook-færslan fór í loftið og þar til eigendurnir fundust. Okkur er sagt að hringurinn sé búinn að liggja í sápubaði frá því að hann fannst, þannig að við höfum engar áhyggjur,“ segir Guðlaug María alsæl með að vera búin að endurheimta hringinn eftir að hafa verið án hans í sex ár.
Hrunamannahreppur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira