Webb Simpson leiðir með einu höggi eftir frábæran endasprett Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 2. september 2018 09:30 Simpson fagnar erninum sínum á 18. holu Getty Webb Simpson leiðir á Dell Technologies meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Simpson lék á átta undir pari vallarins og leiðir hann mótið með einu höggi. Simpson byrjaði ágætlega í nótt, og fékk fugl strax á annari holu. Síðan hrökk hann aldeilis í gang á þeirri fimmtu og fékk hann þá þrjá fugla í röð. Eftir fyrri níu holurnar var hann á fjórum höggum undir pari, og samtals á sjö höggum undir pari. Simpson byrjaði seinni níu holurnar vel og fékk fugl á 10. og 13. holu. Þegar Simpson gekk upp að flötinni á 18. holu var hann í 3. sæti en stórkostlegt 20 metra pútt hans fyrir erni fleytti honum upp í toppsætið. Englendingarnir Tyrell Hatton og Justin Rose eru einu höggi á eftir Simpson. Mörg stór nöfn komust í gegnum niðurskurðinn. Jordan Spieth og Tiger Woods komust nokkuð þægilega í gegnum niðurskurðinn. Phil Mickelson komst einnig í gegnum niðurskurðinn en hann var aðeins einu höggi frá því að detta úr leik. Tveir hringir eru eftir af mótinu en hver fer að verða síðastur til þess að tryggja sér í lið Bandaríkjanna og Evrópumanna fyrir Ryder bikarinn sem hefst í lok þessa mánaðar. Það er því mikið í húfi. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Webb Simpson leiðir á Dell Technologies meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Simpson lék á átta undir pari vallarins og leiðir hann mótið með einu höggi. Simpson byrjaði ágætlega í nótt, og fékk fugl strax á annari holu. Síðan hrökk hann aldeilis í gang á þeirri fimmtu og fékk hann þá þrjá fugla í röð. Eftir fyrri níu holurnar var hann á fjórum höggum undir pari, og samtals á sjö höggum undir pari. Simpson byrjaði seinni níu holurnar vel og fékk fugl á 10. og 13. holu. Þegar Simpson gekk upp að flötinni á 18. holu var hann í 3. sæti en stórkostlegt 20 metra pútt hans fyrir erni fleytti honum upp í toppsætið. Englendingarnir Tyrell Hatton og Justin Rose eru einu höggi á eftir Simpson. Mörg stór nöfn komust í gegnum niðurskurðinn. Jordan Spieth og Tiger Woods komust nokkuð þægilega í gegnum niðurskurðinn. Phil Mickelson komst einnig í gegnum niðurskurðinn en hann var aðeins einu höggi frá því að detta úr leik. Tveir hringir eru eftir af mótinu en hver fer að verða síðastur til þess að tryggja sér í lið Bandaríkjanna og Evrópumanna fyrir Ryder bikarinn sem hefst í lok þessa mánaðar. Það er því mikið í húfi.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira