Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 10:00 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. Vísir/S2 Sport Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. Valsmenn töpuðu þarna tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni en náðu að jafna metin í lokin. Þeir vildu hins vegar frá víti þegar Bjarni Ólafur Eiríksson datt í teignum og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals sakaði dómara leiksins, Einar Inga Jóhannsson, um hlutdrægni í viðtali eftir leikinn. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Þetta voru ansi athyglisverð ummæli hjá þjálfara Íslandsmeistaranna Óla Jóh. Hann sakar dómara leiksins um óheiðarleika,“ sagði Hörður Magnússon og spurði Reynir Leósson um hvað honum fannst um þessi ummæli. „Það er margt sagt í hita leiksins eftir leik en ég held að menn verði að passa sig. Ég held að dómarinn hafi ekki verið inn á vellinum til að dæma gegn Val. Mér fannst heilt yfir hann komast nokkuð vel frá þessum leik,“ sagði Reynir Leósson. „Mér fannst illa að honum vegið með því að koma með þetta. Ég þekki ekki hvort hann sé Stjörnumaður eða ekki. Ef svo er þá er ekki gott hjá KSÍ að hafa sett hann á þennan mikilvæga leik. Ég held að það hafi ekkert endurspeglast í frammistöðu hans í þessum leik,“ sagði Reynir. „Toddi, þetta er lítið land. Var Einar settur í óþægilega stöðu,“ spurði Hörður síðan Þorvald Örlygsson. „Ef hann er Stjörnumaður þá er þetta óþarfi ef það er hægt að koma í veg fyrir það. Við búum í litlu landi og dómararnir eru tengdir félagi. Í dag fannst mér ekki vega á það að hann dæmdi eitthvað meira fyrir hönd KA eða Vals eða þá til að hjálpa Stjörnunni eitthvað. Mér fannst hann komast mjög vel frá þessum leik. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Þorvaldur. Þeir félagar skoðuðu einnig vítaspyrnudóminn sem kallaði fram þessi viðbrögð hjá þjálfara toppliðsins. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. Valsmenn töpuðu þarna tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni en náðu að jafna metin í lokin. Þeir vildu hins vegar frá víti þegar Bjarni Ólafur Eiríksson datt í teignum og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals sakaði dómara leiksins, Einar Inga Jóhannsson, um hlutdrægni í viðtali eftir leikinn. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Þetta voru ansi athyglisverð ummæli hjá þjálfara Íslandsmeistaranna Óla Jóh. Hann sakar dómara leiksins um óheiðarleika,“ sagði Hörður Magnússon og spurði Reynir Leósson um hvað honum fannst um þessi ummæli. „Það er margt sagt í hita leiksins eftir leik en ég held að menn verði að passa sig. Ég held að dómarinn hafi ekki verið inn á vellinum til að dæma gegn Val. Mér fannst heilt yfir hann komast nokkuð vel frá þessum leik,“ sagði Reynir Leósson. „Mér fannst illa að honum vegið með því að koma með þetta. Ég þekki ekki hvort hann sé Stjörnumaður eða ekki. Ef svo er þá er ekki gott hjá KSÍ að hafa sett hann á þennan mikilvæga leik. Ég held að það hafi ekkert endurspeglast í frammistöðu hans í þessum leik,“ sagði Reynir. „Toddi, þetta er lítið land. Var Einar settur í óþægilega stöðu,“ spurði Hörður síðan Þorvald Örlygsson. „Ef hann er Stjörnumaður þá er þetta óþarfi ef það er hægt að koma í veg fyrir það. Við búum í litlu landi og dómararnir eru tengdir félagi. Í dag fannst mér ekki vega á það að hann dæmdi eitthvað meira fyrir hönd KA eða Vals eða þá til að hjálpa Stjörnunni eitthvað. Mér fannst hann komast mjög vel frá þessum leik. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Þorvaldur. Þeir félagar skoðuðu einnig vítaspyrnudóminn sem kallaði fram þessi viðbrögð hjá þjálfara toppliðsins. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti