Ísland ætlar að halda áfram aðhaldi í mannréttindaráðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2018 19:54 Ísland tekur sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir viku. Utanríkisráðherra segir að sérstaklega verði gagnrýnt að í ráðinu sitji þjóðir þar sem staða mannréttinda sé bág eins og í Saudi Arabíu, Venezúela og Filippseyjum. Þá verði áfram verði lögð áhersla á jafnréttismál og málefni barna og hinsegins fólks. Fyrsti fundur fastanefndar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í Genf þann tíunda september og stendur í þrjár vikur en Ísland var kjörið í ráðið í júlí. Fjörutíu og sjö ríki eiga sæti í ráðinu, þar af tilheyra sjö hópi Vestur-Evrópu. Utanríkisráðherra kynnti áherslur Íslands í utanríkismálanefnd í dag og segir að þær verði á sömu nótum og verið hefur en sérstaklega verði lögð áhersla á umbætur í sjálfu ráðinu. „Við höfum gagnrýnt það að þau lönd sem eru í ráðinu eru langt frá því að vera til fyrirmyndar þegar kemur að mannréttindamálum. Þá er ég að vísa sérstaklega til Sádí-Arabíu, Venesúela og Filippseyja,“ segur Guðþaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Gagnrýnin talin hafa jákvæð áhrif Hann segir að þessari gagnrýni hafi ekki verið tekið sérlega vel af viðkomandi löndum en aðrir hafi tekið henni fagnandi. „Alþjóðleg mannréttindasamtök, til dæmis Human Rights Watch, telja að frumkvæði okkar gagnvart málefnum Filippseyja eða stjórnvöldum Filippseyja hafi haft mjög jákvæð áhrif. Þeir hafi þá haldið aftur af sér út af þeirri gagnrýni sem við erum með og því frumkvæði sem við höfum haft í mannréttindaráðinu,“ segir Guðlaugur Þór. Hann bendir á að utanríkisráðherra Filipeyja hafi boðið sér að koma og skoða aðstæður mannréttinda í landinu eftir gagnrýni sína á ástandið þar. „Ég taldi nú vænlegra að alþjóðleg samtök myndu gera það og þar sem þeir hafa ekki breytt um stefnu í grundvallaratriðum þá héldum við áfram gagnrýni okkar. Hann notaði nú tækifærið og vandaði mér ekki kveðjurnar á fundi í New York eins og margir sáu á alnetinu,“ segir ráðherrann. Fastanefnd Íslands á sæti í ráðinu í eitt og hálft ár eða út kjörtímabilið. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Ísland tekur sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir viku. Utanríkisráðherra segir að sérstaklega verði gagnrýnt að í ráðinu sitji þjóðir þar sem staða mannréttinda sé bág eins og í Saudi Arabíu, Venezúela og Filippseyjum. Þá verði áfram verði lögð áhersla á jafnréttismál og málefni barna og hinsegins fólks. Fyrsti fundur fastanefndar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í Genf þann tíunda september og stendur í þrjár vikur en Ísland var kjörið í ráðið í júlí. Fjörutíu og sjö ríki eiga sæti í ráðinu, þar af tilheyra sjö hópi Vestur-Evrópu. Utanríkisráðherra kynnti áherslur Íslands í utanríkismálanefnd í dag og segir að þær verði á sömu nótum og verið hefur en sérstaklega verði lögð áhersla á umbætur í sjálfu ráðinu. „Við höfum gagnrýnt það að þau lönd sem eru í ráðinu eru langt frá því að vera til fyrirmyndar þegar kemur að mannréttindamálum. Þá er ég að vísa sérstaklega til Sádí-Arabíu, Venesúela og Filippseyja,“ segur Guðþaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Gagnrýnin talin hafa jákvæð áhrif Hann segir að þessari gagnrýni hafi ekki verið tekið sérlega vel af viðkomandi löndum en aðrir hafi tekið henni fagnandi. „Alþjóðleg mannréttindasamtök, til dæmis Human Rights Watch, telja að frumkvæði okkar gagnvart málefnum Filippseyja eða stjórnvöldum Filippseyja hafi haft mjög jákvæð áhrif. Þeir hafi þá haldið aftur af sér út af þeirri gagnrýni sem við erum með og því frumkvæði sem við höfum haft í mannréttindaráðinu,“ segir Guðlaugur Þór. Hann bendir á að utanríkisráðherra Filipeyja hafi boðið sér að koma og skoða aðstæður mannréttinda í landinu eftir gagnrýni sína á ástandið þar. „Ég taldi nú vænlegra að alþjóðleg samtök myndu gera það og þar sem þeir hafa ekki breytt um stefnu í grundvallaratriðum þá héldum við áfram gagnrýni okkar. Hann notaði nú tækifærið og vandaði mér ekki kveðjurnar á fundi í New York eins og margir sáu á alnetinu,“ segir ráðherrann. Fastanefnd Íslands á sæti í ráðinu í eitt og hálft ár eða út kjörtímabilið.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira