Raggi Sig : „Talaði við nýju þjálfarana og fannst spennandi hlutir vera að koma“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2018 20:15 S2 Sport Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu. Hann hefur tekið þá ákvörðun til baka og er mættur á landsliðsæfingu í Austurríki. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Schruns í Austurríki í dag. Liðið á fram undan tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Guðmundur Benediktsson er einnig mættur til Austurríkis og spjallaði hann við Ragnar á æfingunni í dag. Fyrsta spurningin var einföld, afhverju varstu hættur í landsliðinu? „Ég hafði mínar persónulegu ástæður fyrir því, sem ég vil helst ekkert fara nánar út í,“ sagði Ragnar. „En það eru margir búnir að hvetja mig til þess að halda áfram. Margir frá KSÍ hafa hringt í mig og spurt mig út í þetta.“ „Svo talaði ég við nýju þjálfarana og mér finnst eins og það séu spennandi hlutir að fara að koma.“ „Það eru komnir nýir þjálfarar og nýtt blóð, mér fannst það bara frekar spennandi.“Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason eru saman í miðverðinum í Rostov. Verða þeir miðvarðarpar Íslands í næstu leikjum?Vísir/GettyErik Hamrén er nýi maðurinn í brúnni hjá íslenska landsliðinu. Hvernig lýst Ragga á hann? „Ég hitti hann bara í dag í fyrsta skipti en hann virðist vera fyndinn gæi og hann veit hvað hann er að tala um.“ Ragnar er á mála hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Rostov, sem er orðið að lítilli íslenskri nýlendu. Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við Rostov á föstudag og varð fjórði Íslendingurinn hjá liðinu. „Við erum að fá Viðar núna og ég hlakka til þess að sjá hann og Björn [Bergmann Sigurðarson] spila saman, ég held þeir geti gert góða hluti.“ „Við þurfum ekki fleiri Íslendinga en það kæmi mér ekki á óvart að hann næði í fleiri, hann elskar Íslendinga eigandi liðsins,“ sagði Ragnar Sigurðsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Miðvörðurinn segist hættur með landsliðinu. 27. júní 2018 21:09 Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu. Hann hefur tekið þá ákvörðun til baka og er mættur á landsliðsæfingu í Austurríki. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Schruns í Austurríki í dag. Liðið á fram undan tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Guðmundur Benediktsson er einnig mættur til Austurríkis og spjallaði hann við Ragnar á æfingunni í dag. Fyrsta spurningin var einföld, afhverju varstu hættur í landsliðinu? „Ég hafði mínar persónulegu ástæður fyrir því, sem ég vil helst ekkert fara nánar út í,“ sagði Ragnar. „En það eru margir búnir að hvetja mig til þess að halda áfram. Margir frá KSÍ hafa hringt í mig og spurt mig út í þetta.“ „Svo talaði ég við nýju þjálfarana og mér finnst eins og það séu spennandi hlutir að fara að koma.“ „Það eru komnir nýir þjálfarar og nýtt blóð, mér fannst það bara frekar spennandi.“Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason eru saman í miðverðinum í Rostov. Verða þeir miðvarðarpar Íslands í næstu leikjum?Vísir/GettyErik Hamrén er nýi maðurinn í brúnni hjá íslenska landsliðinu. Hvernig lýst Ragga á hann? „Ég hitti hann bara í dag í fyrsta skipti en hann virðist vera fyndinn gæi og hann veit hvað hann er að tala um.“ Ragnar er á mála hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Rostov, sem er orðið að lítilli íslenskri nýlendu. Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við Rostov á föstudag og varð fjórði Íslendingurinn hjá liðinu. „Við erum að fá Viðar núna og ég hlakka til þess að sjá hann og Björn [Bergmann Sigurðarson] spila saman, ég held þeir geti gert góða hluti.“ „Við þurfum ekki fleiri Íslendinga en það kæmi mér ekki á óvart að hann næði í fleiri, hann elskar Íslendinga eigandi liðsins,“ sagði Ragnar Sigurðsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Miðvörðurinn segist hættur með landsliðinu. 27. júní 2018 21:09 Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54
Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Miðvörðurinn segist hættur með landsliðinu. 27. júní 2018 21:09
Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29