Óði vísindamaðurinn vann líka mót númer tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 08:00 Bryson DeChambeau fagnar sigri, Vísir/Twitter/@PGATOUR Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau vann annað mótið í röð í úrslitakeppni FedEx bikarsins í golfi þegar hann tryggði sér í nótt sigur á Dell Technologies Championship mótinu í Norton í Massachusetts fylki. Bryson DeChambeau vann líka The Northern Trust mótið fyrir viku síðan en þar fengu 125 efstu á PGA-stigalista ársins að spila. Að þessu sinni voru hins vegar aðeins hundrað efstu gjaldgengir. DeChambeau tryggði sér sigurinn í nótt með því að spila lokahringinn á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. DeChambeau er aðeins annar maðurinn í sögunni sem nær að vinna tvö fyrstu mótin í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Hinn er Vijay Singh sem náði því fyrir tíu árum. Bryson DeChambeau er 24 ára eðlisfræðingur og hefur í framhaldinu fengið gælunafnið „Óði vísindamaðurinn“ eða „Mad Scientist“ á ensku..@B_DeChambeau is the second player in the 12-year history of the #FedExCup Playoffs to win the first two events. https://t.co/utulwPrwlt — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018Bryson DeChambeau lék allar 72 holurnar á 16 höggum undir pari og endaði tveimur höggum á undan Englendingnum Justin Rose (-14). Ástralinn Cameron Smith (-13) var síðan í þriðja sæti. Tiger Woods lék síðasta hringinn á 71 höggi eða á parinu. Hann endaði í 24. sæti. Phil Mickelson náði hins vegar níu fuglum og lék lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Bryson DeChambeau er með þessari frábæru byrjun kominn upp í 1. sæti á listanum en hann byrjaði úrslitakeppnina í níunda sæti.4th career win. 3rd win of the season. 2nd straight win. 1st in the #FedExCup.#LiveUnderParpic.twitter.com/XiPlxA3wMf — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 201870 efstu á PGA-stigalistanum tryggðu sér þátttökurétt á BMW Championship sem fer fram um næstu helgi. Sex kylfingar sem voru ekki í hópi 70 efstu fyrir Dell Technologies mótið náðu að komast inn á topp sjötíu. Það voru þeir Pan Cheng-tsung (frá 72. upp í 33. sæti), Tyrrell Hatton (frá 71. upp í 54. sæti), Abraham Ancer (frá 92. upp í 56. sæti), Brice Garnett (frá 81. upp í 63. sæti), Peter Uihlein (frá 83. upp í 64. sæti) og Keith Mitchell (frá 78. upp í 66. sæti). Sex misstu aftur á móti af lestinni en það voru þeir Ryan Moore (frá 60. niður í 71. sæti), Kim Meen-whee (frá 61. niður í 72. sæti), Stewart Cink (frá 65. niður í 73. sæti), Nick Watney (frá 67. niður í 74. sæti), Jimmy Walker (frá 68. niður í 75. sæti) og Kevin Streelman (frá 70. niður í 77. sæti)..@B_DeChambeau just keeps winning. Check out all the highlights from his final round @DellTechChamp that led to his second consecutive win. pic.twitter.com/DjRir5OXox — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018 Golf Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau vann annað mótið í röð í úrslitakeppni FedEx bikarsins í golfi þegar hann tryggði sér í nótt sigur á Dell Technologies Championship mótinu í Norton í Massachusetts fylki. Bryson DeChambeau vann líka The Northern Trust mótið fyrir viku síðan en þar fengu 125 efstu á PGA-stigalista ársins að spila. Að þessu sinni voru hins vegar aðeins hundrað efstu gjaldgengir. DeChambeau tryggði sér sigurinn í nótt með því að spila lokahringinn á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. DeChambeau er aðeins annar maðurinn í sögunni sem nær að vinna tvö fyrstu mótin í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Hinn er Vijay Singh sem náði því fyrir tíu árum. Bryson DeChambeau er 24 ára eðlisfræðingur og hefur í framhaldinu fengið gælunafnið „Óði vísindamaðurinn“ eða „Mad Scientist“ á ensku..@B_DeChambeau is the second player in the 12-year history of the #FedExCup Playoffs to win the first two events. https://t.co/utulwPrwlt — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018Bryson DeChambeau lék allar 72 holurnar á 16 höggum undir pari og endaði tveimur höggum á undan Englendingnum Justin Rose (-14). Ástralinn Cameron Smith (-13) var síðan í þriðja sæti. Tiger Woods lék síðasta hringinn á 71 höggi eða á parinu. Hann endaði í 24. sæti. Phil Mickelson náði hins vegar níu fuglum og lék lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Bryson DeChambeau er með þessari frábæru byrjun kominn upp í 1. sæti á listanum en hann byrjaði úrslitakeppnina í níunda sæti.4th career win. 3rd win of the season. 2nd straight win. 1st in the #FedExCup.#LiveUnderParpic.twitter.com/XiPlxA3wMf — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 201870 efstu á PGA-stigalistanum tryggðu sér þátttökurétt á BMW Championship sem fer fram um næstu helgi. Sex kylfingar sem voru ekki í hópi 70 efstu fyrir Dell Technologies mótið náðu að komast inn á topp sjötíu. Það voru þeir Pan Cheng-tsung (frá 72. upp í 33. sæti), Tyrrell Hatton (frá 71. upp í 54. sæti), Abraham Ancer (frá 92. upp í 56. sæti), Brice Garnett (frá 81. upp í 63. sæti), Peter Uihlein (frá 83. upp í 64. sæti) og Keith Mitchell (frá 78. upp í 66. sæti). Sex misstu aftur á móti af lestinni en það voru þeir Ryan Moore (frá 60. niður í 71. sæti), Kim Meen-whee (frá 61. niður í 72. sæti), Stewart Cink (frá 65. niður í 73. sæti), Nick Watney (frá 67. niður í 74. sæti), Jimmy Walker (frá 68. niður í 75. sæti) og Kevin Streelman (frá 70. niður í 77. sæti)..@B_DeChambeau just keeps winning. Check out all the highlights from his final round @DellTechChamp that led to his second consecutive win. pic.twitter.com/DjRir5OXox — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018
Golf Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira