Fótbolti

Glódís Perla: Gríðarlega svekkjandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Glódís í leik með íslenska liðinu.
Glódís í leik með íslenska liðinu. vísir/getty
Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður Íslands, var svekkt í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Tékklandi á heimavelli.

Úrslitin gerðu það að verkum að Ísland fer ekki í umspil um laust sæti á HM en sigur hefði fleytt liðinu þangað.

„Gríðarlega svekkjandi. Við náðum ekki markmiðum okkar hér í dag og það er svekkjandi,” sagði varnarmaðurinn sem var maður leiksins að mati Vísis.

„Mér fannst við samt gefa allt í þetta í þessa tvo leiki sem við áttum hér heima. Þetta fór bara svona og þannig er það.”

Glódís skoraði mark Íslands í leiknum en hún sagði að það hafi lítið hjálpað til í svekkelsinu eftir leik.

„Nei, við vildum nátturlega bara klára þetta og koma okkur í þetta umspil og fara erfiðu leiðina á HM. Þetta gekk ekki í dag,” en hvað vantaði?

„Mér fannst vanta upp á spilkaflana. Við þurftum að vera rólegri með boltann og svo klára þau færi þegar við fáum,” sagði Glódís og bætti við að endingu:

„Mark svona snemma á okkur gerði okkur þetta erfitt.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×