Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2018 14:30 Albert Guðmundsson ætlar að standa sig með AZ og U21 og komast aftur í A-landsliðið. vísir/vilhelm Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, færði sig um set á dögunum þegar að hann yfirgaf PSV Eindhoven og gekk í raðir AZ Alkmaar þar sem að hann vonast til að fá meiri spiltíma. Tækifærin voru fá hjá stórliði PSV en hann er strax farinn að fá fleiri mínútur sem varamaður hjá AZ en ætlar sér stærri hluti. „Ég tók þetta skref til AZ til að fá spiltíma og til að vera mikilvægari fyrir liðið. Ég er ekki enn þá kominn á þann stall og vinna mér inn þá stöðu sem mér finnst ég eiga skilið,“ segir Albert. „Ég bjóst ekkert við því að fara beint inn í byrjunarliðið. Þeir voru búnir að spila tvo leiki áður en ég kom og unnu þá báða. Það er er ákveðin klisja að breyta ekki sigurliði.“Albert var á HM en er nú kominn aftur í U21.vísir/vilhelm„Ég þarf bara að sýna á æfingum og á þeim mínútum sem ég fæ að sprikla í leikjum að ég eigi heima þarna í þessu byrjunarliði,“ segir Albert. Albert var nokkuð óvænt valinn í A-landsliðshópinn sem fór á HM 2018 í Rússlandi en þar sem að Erik Hamrén sá ekki fyrir að nota hann mikið í næstu leikjum A-liðsins fékk Eyjólfur Sverrisson frekar að nota hann með U21 árs liðinu sem mætir Eistlandi á morgun. „Ef að ég mætti ráða væri ég frekar í A-landsliðinu en þetta er bara ekki mitt val. Það eina sem að ég get gert til að hafa áhrif á næsta val Erics er að standa mig vel hérna og standa mig vel með AZ. Ég ætla að standa mig vel að sýna honum að hann hefði getað valið mig frekar,“ segir Albert. Framherjinn efnilegi gekk í raðir PSV frá KR árið 2015 en spilaði mest með varaliðinu. Hann telur sig ekki hafa dvalið of lengi í Eindhoven. „Mér fannst ég ekki vera of lengi. Alls ekki. Ég lærði fáránlega mikið á tímanum með PSV. Ég var með fáránlega góða leikmenn í kringum mig og frábært starfsfólk sem hafði allt spilað í bestu deildum Evrópu,“ segir Albert. „Ég bætti mig mikið sem fótboltamaður og persóna og sé ekki eftir einni sekúndu hjá PSV. Að vera hluti af liði sem varð hollenskur meistari var fáránlega góð reynsla og ég get tekið þetta með mér til AZ og nýtt þetta á næstu árum,“ segir Albert Guðmundsson. Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, færði sig um set á dögunum þegar að hann yfirgaf PSV Eindhoven og gekk í raðir AZ Alkmaar þar sem að hann vonast til að fá meiri spiltíma. Tækifærin voru fá hjá stórliði PSV en hann er strax farinn að fá fleiri mínútur sem varamaður hjá AZ en ætlar sér stærri hluti. „Ég tók þetta skref til AZ til að fá spiltíma og til að vera mikilvægari fyrir liðið. Ég er ekki enn þá kominn á þann stall og vinna mér inn þá stöðu sem mér finnst ég eiga skilið,“ segir Albert. „Ég bjóst ekkert við því að fara beint inn í byrjunarliðið. Þeir voru búnir að spila tvo leiki áður en ég kom og unnu þá báða. Það er er ákveðin klisja að breyta ekki sigurliði.“Albert var á HM en er nú kominn aftur í U21.vísir/vilhelm„Ég þarf bara að sýna á æfingum og á þeim mínútum sem ég fæ að sprikla í leikjum að ég eigi heima þarna í þessu byrjunarliði,“ segir Albert. Albert var nokkuð óvænt valinn í A-landsliðshópinn sem fór á HM 2018 í Rússlandi en þar sem að Erik Hamrén sá ekki fyrir að nota hann mikið í næstu leikjum A-liðsins fékk Eyjólfur Sverrisson frekar að nota hann með U21 árs liðinu sem mætir Eistlandi á morgun. „Ef að ég mætti ráða væri ég frekar í A-landsliðinu en þetta er bara ekki mitt val. Það eina sem að ég get gert til að hafa áhrif á næsta val Erics er að standa mig vel hérna og standa mig vel með AZ. Ég ætla að standa mig vel að sýna honum að hann hefði getað valið mig frekar,“ segir Albert. Framherjinn efnilegi gekk í raðir PSV frá KR árið 2015 en spilaði mest með varaliðinu. Hann telur sig ekki hafa dvalið of lengi í Eindhoven. „Mér fannst ég ekki vera of lengi. Alls ekki. Ég lærði fáránlega mikið á tímanum með PSV. Ég var með fáránlega góða leikmenn í kringum mig og frábært starfsfólk sem hafði allt spilað í bestu deildum Evrópu,“ segir Albert. „Ég bætti mig mikið sem fótboltamaður og persóna og sé ekki eftir einni sekúndu hjá PSV. Að vera hluti af liði sem varð hollenskur meistari var fáránlega góð reynsla og ég get tekið þetta með mér til AZ og nýtt þetta á næstu árum,“ segir Albert Guðmundsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira