Jón Dagur: Kemst ekki í A-landsliðið spilandi varaliðsbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2018 17:00 Jón Dagur Þorsteinsson spilar í Danmörku í vetur. vísir/vilhelm Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður U21 árs landsliðs karla í fótbolta, verður í eldlínunni með strákunum okkar þegar að þeir mæta Eistlandi hér heima á fimmtudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jón er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham en var lánaður til Vendyssel í dönsku B-deildinni í síðustu viku þar sem að hann fær nú að spila reglulega alvöru fótbolta. Hann hefur verið fastamaður í varaliði Fulham og verið einn besti leikmaður þess liðs. „Maður var orðinn svolítið þreyttur á þessum varaliðsbolta. Það er gott að komast í umhverfi þar sem maður sér fram á að spila með aðallinu og geta komið ferlinum af stað. Ég er mjög sáttur og jákvæður á framhaldið,“ segir Jón Dagur sem taldi sig þurfa að fara núna.Hat-trick hero @jondagur when @FulhamFC U23 won @Wolves U23 4-1. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/7prBMA9EUO — Total Football (@totalfl) October 24, 2017 „Það var margt sem að spilaði inn í. Fulham byrjaði illa. Þá var erfitt að fá tækifæri og svo þegar að líða fór á tímabilið vann liðið hvern einasta leik. Gengi liðsins hjálpaði mér ekkert en auðvitað vill maður fá tækifæri,“ segir hann. „Um leið og að liðið fór upp í úrvalsdeildina vissi ég strax að ég þyrfti að fara á lán til að spila einhvern bolta. Fulham fékk fullt af peningum fyrir að komast upp og pressan er mikil þannig að það er erfitt að fá sénsinn fyrst í úrvalsdeildinni. Ég þurfti því að fara annað til að fá séns,“ segir Jón Dagur. Jón Dagur hefur leikið með unglingalandsliðum Íslands nær allan sinn feril og nú eru nýir tímar hjá A-landsliðinu. Stökkið upp í það fyrir öfluga vængmenn er kannski ekkert svo stórt ef hann nýtir sín tækifæri í Danmörku. „Maður kemst ekkert í A-landsliðið ef maður er að spila einhvern varaliðsbolta. Ég leit á þetta þannig að ég þyrfti að koma mér í aðalliðsbolta til að vera inn í myndinni. Maður þarf samt að spila fyrst og sjá hvað gerist,“ segir Jón Dagur Þorsteinsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Albert Guðmundsson sér ekki eftir einni sekúndu hjá PSV Eindhoven. 5. september 2018 14:30 „Þvílíkt egóbúst“ að stórlið vilji kaupa mann Arnór Sigurðsson, leikmaður U21 landsliðs Íslands, skrifaði á dögunum undir samning við rússneska stórveldið CSKA Moskvu. 4. september 2018 20:30 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður U21 árs landsliðs karla í fótbolta, verður í eldlínunni með strákunum okkar þegar að þeir mæta Eistlandi hér heima á fimmtudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jón er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham en var lánaður til Vendyssel í dönsku B-deildinni í síðustu viku þar sem að hann fær nú að spila reglulega alvöru fótbolta. Hann hefur verið fastamaður í varaliði Fulham og verið einn besti leikmaður þess liðs. „Maður var orðinn svolítið þreyttur á þessum varaliðsbolta. Það er gott að komast í umhverfi þar sem maður sér fram á að spila með aðallinu og geta komið ferlinum af stað. Ég er mjög sáttur og jákvæður á framhaldið,“ segir Jón Dagur sem taldi sig þurfa að fara núna.Hat-trick hero @jondagur when @FulhamFC U23 won @Wolves U23 4-1. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/7prBMA9EUO — Total Football (@totalfl) October 24, 2017 „Það var margt sem að spilaði inn í. Fulham byrjaði illa. Þá var erfitt að fá tækifæri og svo þegar að líða fór á tímabilið vann liðið hvern einasta leik. Gengi liðsins hjálpaði mér ekkert en auðvitað vill maður fá tækifæri,“ segir hann. „Um leið og að liðið fór upp í úrvalsdeildina vissi ég strax að ég þyrfti að fara á lán til að spila einhvern bolta. Fulham fékk fullt af peningum fyrir að komast upp og pressan er mikil þannig að það er erfitt að fá sénsinn fyrst í úrvalsdeildinni. Ég þurfti því að fara annað til að fá séns,“ segir Jón Dagur. Jón Dagur hefur leikið með unglingalandsliðum Íslands nær allan sinn feril og nú eru nýir tímar hjá A-landsliðinu. Stökkið upp í það fyrir öfluga vængmenn er kannski ekkert svo stórt ef hann nýtir sín tækifæri í Danmörku. „Maður kemst ekkert í A-landsliðið ef maður er að spila einhvern varaliðsbolta. Ég leit á þetta þannig að ég þyrfti að koma mér í aðalliðsbolta til að vera inn í myndinni. Maður þarf samt að spila fyrst og sjá hvað gerist,“ segir Jón Dagur Þorsteinsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Albert Guðmundsson sér ekki eftir einni sekúndu hjá PSV Eindhoven. 5. september 2018 14:30 „Þvílíkt egóbúst“ að stórlið vilji kaupa mann Arnór Sigurðsson, leikmaður U21 landsliðs Íslands, skrifaði á dögunum undir samning við rússneska stórveldið CSKA Moskvu. 4. september 2018 20:30 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Albert Guðmundsson sér ekki eftir einni sekúndu hjá PSV Eindhoven. 5. september 2018 14:30
„Þvílíkt egóbúst“ að stórlið vilji kaupa mann Arnór Sigurðsson, leikmaður U21 landsliðs Íslands, skrifaði á dögunum undir samning við rússneska stórveldið CSKA Moskvu. 4. september 2018 20:30