Guðlaugur Victor: Hef lagt hart að mér að komast aftur í þennan hóp Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2018 19:15 S2 Sport Guðlaugur Victor Pálsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hann spilaði síðast fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Síle í Kína. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Guðmund Benediktsson í Austurríki þar sem landsliðið er við æfingar. Ísland mætir Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Guðlaugur Victor ætti að þekkja nokkuð vel til nokkurra leikmanna liðsins þar sem hann hefur spilað í Sviss síðasta árið. „Það er mjög gaman að andstæðingurinn skuli vera Sviss. Það er búinn að vera mikill banter inn í klefa með það sem kannski gerir þetta aðeins skemmtilegra líka.“Guðlaugur Victor í vináttulandsleik með íslenska landsliðinuvísir/getty„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með að vera kominn aftur. Ég er búinn að leggja mjög hart að mér að koma aftur inn í þennan hóp. Núna hef ég fengið tækifærið.“ „Ný deild og nýr þjálfari, það er bara mjög spennandi verkefni. Hlutirnir sem Erik hefur verið að koma með eru nú ekkert öðruvísi en það sem við erum vanir. Þetta er mjög svipað allt saman.“ „En þetta er nýr einstaklingur og nýr persónuleiki og hann virkar bara mjög fínn.“ Guðlaugur Victor segir að landsliðsumhverfið hafi í raun ekkert breyst síðan hann var í A-landsliðs hóp fyrir keppnisleik síðast, sem var fyrir um þremur árum. „Mér líður ekkert eins og það séu þrjú ár síðan ég var hérna síðast.“ Sviss er í áttunda sæti á heimslista FIFA og er mjög sterkur andstæðingur. Hvað þarf Ísland að gera til þess að ná í góð úrslit á laugardaginn? „Halda í okkar styrkleika. Við höfum séð þeirra veikleika og það hentar okkur vel það sem þeir mættu vera betri í. Ef við spilum okkar leik þá eru möguleikarnir býsna góðir eins og alltaf,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hann spilaði síðast fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Síle í Kína. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Guðmund Benediktsson í Austurríki þar sem landsliðið er við æfingar. Ísland mætir Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Guðlaugur Victor ætti að þekkja nokkuð vel til nokkurra leikmanna liðsins þar sem hann hefur spilað í Sviss síðasta árið. „Það er mjög gaman að andstæðingurinn skuli vera Sviss. Það er búinn að vera mikill banter inn í klefa með það sem kannski gerir þetta aðeins skemmtilegra líka.“Guðlaugur Victor í vináttulandsleik með íslenska landsliðinuvísir/getty„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með að vera kominn aftur. Ég er búinn að leggja mjög hart að mér að koma aftur inn í þennan hóp. Núna hef ég fengið tækifærið.“ „Ný deild og nýr þjálfari, það er bara mjög spennandi verkefni. Hlutirnir sem Erik hefur verið að koma með eru nú ekkert öðruvísi en það sem við erum vanir. Þetta er mjög svipað allt saman.“ „En þetta er nýr einstaklingur og nýr persónuleiki og hann virkar bara mjög fínn.“ Guðlaugur Victor segir að landsliðsumhverfið hafi í raun ekkert breyst síðan hann var í A-landsliðs hóp fyrir keppnisleik síðast, sem var fyrir um þremur árum. „Mér líður ekkert eins og það séu þrjú ár síðan ég var hérna síðast.“ Sviss er í áttunda sæti á heimslista FIFA og er mjög sterkur andstæðingur. Hvað þarf Ísland að gera til þess að ná í góð úrslit á laugardaginn? „Halda í okkar styrkleika. Við höfum séð þeirra veikleika og það hentar okkur vel það sem þeir mættu vera betri í. Ef við spilum okkar leik þá eru möguleikarnir býsna góðir eins og alltaf,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira