Stofna á leigufélag sem einblínir á landsbyggðina Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2018 18:30 Íbúðalánasjóður ætlar að styrkja og byggja upp leigumarkaðinn á landsbyggðinni með stofnun nýs leigufélags. Nýta á þær 300 eignir sem sjóðurinn á úti á landi. Í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar, þá félags- og jafnréttismálaráðherra, voru tvær reglugerðir undirritaðar sem miðuðu að því að taka á erfiðri stöðu leigjenda á húsnæðismarkaði. Ráðherran fól Íbúðalánasjóði að stofna leigufélag sem muni leigja út þær íbúðir, sem nú eru í höndum sjóðsins, á góðu verði. Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íbúðalánasjóði segir verkefni komið vel á veg og félagið muni einblína á landsbyggðina. „Við erum búin að skoða ferlið og undirbúa stofnunina. Erum ennþá að fara yfir útfærsluatriði sem þarf að klára. En við erum komin vel á veg í vinnunni,” segir Soffía.Ásmundur fer á fund Finna Horft er til annarra Norðurlanda til viðmiðunar en Ásmundur Einarsson, núverandi félagsmálaráðherra, tók við verkefninu og fer seinna í mánuðinum á fund með finnskum húsnæðismálayfirvöldum. Þar hyggst hann kynna sér sérstaklega ríkisleigufélag sem Finnar settu á laggirnar fyrir tekju- og eignalágt fólk. „Eins og við vitum líka þá eru húsnæðismál gríðarlega mikið hagsmunamál í dag. Húsnæðisskortur er í landinu og húsnæðiskostur er dýr. Við teljum í rauninni með því að taka þær eignir sem sjóðurinn á í dag og koma þeim í leigu á landsbyggðinni þá getum við stuðlað að styrkingu og uppbyggingu leigumarkaðar þar,” segir Soffía.Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land Markmið félagsins verður að mæta þeim sem eru tekju- og eignaminni og vantar húsnæði. „Þetta mun breyta því fyrir landsbyggðina að það koma inn húsnæði sem ekki hafa verið í leigu áður. Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land ef það vill flytja þangað, skipta kannski um vinnu og prófa eitthvað nýtt,” segir hún. Húsnæðismál Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira
Íbúðalánasjóður ætlar að styrkja og byggja upp leigumarkaðinn á landsbyggðinni með stofnun nýs leigufélags. Nýta á þær 300 eignir sem sjóðurinn á úti á landi. Í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar, þá félags- og jafnréttismálaráðherra, voru tvær reglugerðir undirritaðar sem miðuðu að því að taka á erfiðri stöðu leigjenda á húsnæðismarkaði. Ráðherran fól Íbúðalánasjóði að stofna leigufélag sem muni leigja út þær íbúðir, sem nú eru í höndum sjóðsins, á góðu verði. Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íbúðalánasjóði segir verkefni komið vel á veg og félagið muni einblína á landsbyggðina. „Við erum búin að skoða ferlið og undirbúa stofnunina. Erum ennþá að fara yfir útfærsluatriði sem þarf að klára. En við erum komin vel á veg í vinnunni,” segir Soffía.Ásmundur fer á fund Finna Horft er til annarra Norðurlanda til viðmiðunar en Ásmundur Einarsson, núverandi félagsmálaráðherra, tók við verkefninu og fer seinna í mánuðinum á fund með finnskum húsnæðismálayfirvöldum. Þar hyggst hann kynna sér sérstaklega ríkisleigufélag sem Finnar settu á laggirnar fyrir tekju- og eignalágt fólk. „Eins og við vitum líka þá eru húsnæðismál gríðarlega mikið hagsmunamál í dag. Húsnæðisskortur er í landinu og húsnæðiskostur er dýr. Við teljum í rauninni með því að taka þær eignir sem sjóðurinn á í dag og koma þeim í leigu á landsbyggðinni þá getum við stuðlað að styrkingu og uppbyggingu leigumarkaðar þar,” segir Soffía.Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land Markmið félagsins verður að mæta þeim sem eru tekju- og eignaminni og vantar húsnæði. „Þetta mun breyta því fyrir landsbyggðina að það koma inn húsnæði sem ekki hafa verið í leigu áður. Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land ef það vill flytja þangað, skipta kannski um vinnu og prófa eitthvað nýtt,” segir hún.
Húsnæðismál Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira