Upplifir enga ógn þrátt fyrir stólakast og óvinveitta heimsókn Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 7. september 2018 14:30 Hólmar Örn Eyjólfsson í leik á móti Mexíkó í byrjun árs. vísir/getty Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, nýtur lífsins í Sofiu í Búlgaríu þar sem að hann spilar með sínu félagsliði, Levski Sofia. Liðið er í bullandi gír í baráttunni um Búlgaríumeistaratitilinn og Hólmar lykilmaður eftir komuna frá Rosenborg þar sem að hann var einn besti varnarmaður norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég hef það mjög fínt. Við erum á toppnum núna og hlutirnir eru að falla með okkur. Það er bara spurning um að halda þessu áfram en eins og í öðrum deildum er umspil í lokin þar sem að allt getur gerst. Þetta lítur vel út. Við erum búnir að styrkja liðið vel og vonumst til að verða meistarar,“ segir Hólmar.vísir/gettySkilur pirringinn Hann var á mála hjá West Ham en bjó svo í Noregi lengi áður en að hann flutti til Búlgaríu þar sem lífið er öðruvísi en hann segist fljótur að aðlgast. „Það tók ekki langan tíma. Lífið er ljúft þarna. Konunni og stelpunni líður vel. Umhverfið er flott og borgin er góð og öllum líður vel,“ segir hann. Þrátt fyrir gott gengi Levski Sofia þessa dagana fór liðið illa að ráði sínu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem að Sofiu-menn duttu út í tveggja leikja einvígi á móti Vaduz frá smáríkinu Lichtenstein. Stuðningsmenn Levski Sofia höfðu nákvæmlega engan húmor fyrir þeim úrslitum og trylltust í leikslok. Þeir rifu upp sæti í stúkunni og grýttu inn á völlinn ásamt öðrum lausamunum sem að þeir fundu. „Maður skilur þennan pirring upp að vissu marki. Okkur var kastað inn í klefa fljótlega og svo kom fjölskyldan yfir. Við þurftum að bíða á bílastæðinu í einhverja tvo tíma eftir að komast heim. Þetta er bara búið núna og þeir orðnir sáttir við okkur núna enda erum við á toppnum á deildinni,“ segir Hólmar en bullinu lauk ekki þarna. „Þeir mættu á æfingasvæðið daginn eftir en hvað mig varðar hefur þetta verið mest jákvætt. Ég hef ekki upplifað neina ógn sem stafar af þeim. Okkur líður bara mjög vel þarna,“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Allir leikmenn fá samtal við Hamrén sem vill hlusta á fólkið í kringum sig Erik Hamrén reynir að ræða við alla leikmenn liðsins einn á einn. 7. september 2018 10:42 Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02 25 ára ellismellur í Moskvu sem fagnar komu „Arons“ Hörður Björgvin Magnússon er ánægður með lífið hjá stórliðinu CSKA Moskvu. 7. september 2018 13:00 Emil spilar ekki á morgun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi landsliðsins í Sviss í morgun að Emil Hallfreðsson muni ekki spila með liðinu á morgun. 7. september 2018 10:30 Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, nýtur lífsins í Sofiu í Búlgaríu þar sem að hann spilar með sínu félagsliði, Levski Sofia. Liðið er í bullandi gír í baráttunni um Búlgaríumeistaratitilinn og Hólmar lykilmaður eftir komuna frá Rosenborg þar sem að hann var einn besti varnarmaður norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég hef það mjög fínt. Við erum á toppnum núna og hlutirnir eru að falla með okkur. Það er bara spurning um að halda þessu áfram en eins og í öðrum deildum er umspil í lokin þar sem að allt getur gerst. Þetta lítur vel út. Við erum búnir að styrkja liðið vel og vonumst til að verða meistarar,“ segir Hólmar.vísir/gettySkilur pirringinn Hann var á mála hjá West Ham en bjó svo í Noregi lengi áður en að hann flutti til Búlgaríu þar sem lífið er öðruvísi en hann segist fljótur að aðlgast. „Það tók ekki langan tíma. Lífið er ljúft þarna. Konunni og stelpunni líður vel. Umhverfið er flott og borgin er góð og öllum líður vel,“ segir hann. Þrátt fyrir gott gengi Levski Sofia þessa dagana fór liðið illa að ráði sínu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem að Sofiu-menn duttu út í tveggja leikja einvígi á móti Vaduz frá smáríkinu Lichtenstein. Stuðningsmenn Levski Sofia höfðu nákvæmlega engan húmor fyrir þeim úrslitum og trylltust í leikslok. Þeir rifu upp sæti í stúkunni og grýttu inn á völlinn ásamt öðrum lausamunum sem að þeir fundu. „Maður skilur þennan pirring upp að vissu marki. Okkur var kastað inn í klefa fljótlega og svo kom fjölskyldan yfir. Við þurftum að bíða á bílastæðinu í einhverja tvo tíma eftir að komast heim. Þetta er bara búið núna og þeir orðnir sáttir við okkur núna enda erum við á toppnum á deildinni,“ segir Hólmar en bullinu lauk ekki þarna. „Þeir mættu á æfingasvæðið daginn eftir en hvað mig varðar hefur þetta verið mest jákvætt. Ég hef ekki upplifað neina ógn sem stafar af þeim. Okkur líður bara mjög vel þarna,“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Allir leikmenn fá samtal við Hamrén sem vill hlusta á fólkið í kringum sig Erik Hamrén reynir að ræða við alla leikmenn liðsins einn á einn. 7. september 2018 10:42 Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02 25 ára ellismellur í Moskvu sem fagnar komu „Arons“ Hörður Björgvin Magnússon er ánægður með lífið hjá stórliðinu CSKA Moskvu. 7. september 2018 13:00 Emil spilar ekki á morgun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi landsliðsins í Sviss í morgun að Emil Hallfreðsson muni ekki spila með liðinu á morgun. 7. september 2018 10:30 Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Allir leikmenn fá samtal við Hamrén sem vill hlusta á fólkið í kringum sig Erik Hamrén reynir að ræða við alla leikmenn liðsins einn á einn. 7. september 2018 10:42
Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02
25 ára ellismellur í Moskvu sem fagnar komu „Arons“ Hörður Björgvin Magnússon er ánægður með lífið hjá stórliðinu CSKA Moskvu. 7. september 2018 13:00
Emil spilar ekki á morgun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi landsliðsins í Sviss í morgun að Emil Hallfreðsson muni ekki spila með liðinu á morgun. 7. september 2018 10:30
Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45