Eins og hnefaleikakappi klár í slaginn með sigurvindilinn kláran Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 8. september 2018 08:00 Erik Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn í dag. vísir/arnar halldórsson Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, stýrir strákunum okkar í fyrsta sinn í dag þegar að íslenska liðið mætir því svissneska í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þetta er fyrsti leikur liðanna í nýju Þjóðadeildinni en auk Íslands og Sviss er Belgía einnig í riðlinum. Okkar menn ferðast heim eftir leikinn í dag og mæta Belgum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Hamrén fékk aðeins 16 daga til að velja sinn fyrsta landsliðshóp og hefur nú stýrt æfingum í eina viku fyrir þennan fyrsta leik sem er mótsleikur í nýrri keppni. „Mér líður rosalega vel. Ég hlakka til leiksins og ég finn fyrir spennu í líkanum. Fyrsti leikurinn er alltaf svona spennandi og sérstaklega þar sem að þetta er mótsleikur,“ segir Hamrén í viðtali við Guðmund Benediktsson en greinir hann spennu í hópnum? „Ég þekki leikmennina ekki svo vel að ég geti sagt til um það. Æfingarnar hafa verið góðar og auðvitað vilja leikmennirnir sýna sig fyrir mér. Ég veit ekki hvort að þeir eru stressaðir en ég held ekki því að þetta eru reynslumiklir strákar. Kannski eru sumir af þessum nýju örlítið stressaðir.“Hamrén er bjartsýnn á góð úrslit í dag en hann segist þurfa að vera jákvæður fyrir þessu nýja og spennandi verkefni. „Ég er alltaf jákvæður eins og hnefaleikakappi á leið inn í hringinn. Ég held alltaf að við getum unnið. Hnefaleikakappar þurfa að vera jákvæðir en við verðum að vera raunsæir. Þetta verður erfitt en við verðum að trúa því að við eigum séns. Ef maður trúir ekki verður allt miklu erfiðara,“ segir hann. Hamrén hefur ekki fengið mikinn tíma til að undirbúa liðið en svona er lífið sem landsliðsþjálfari. „Þjálfari segir alltaf að hann þurfi á fleiri dögum og vikum á að halda til að undirbúa sig. En svona er staðan núna og þessir fáu æfingadagar er það eina sem ég er óánægður með. Svona er fótboltinn og svo eru mikil meiðsli í hópnum. Það var fyrst í gær sem að við gátum æft með tvö ellefu manna liða. Í heildina hef ég samt verið ánægður,“ segir Hamrén sem er klár í að fagna ef sigur vinnst í kvöld. „Ef við fáum þrjú stig fæ ég mér vindil,“ segir Erik Hamrén. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00 Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Sjá meira
Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, stýrir strákunum okkar í fyrsta sinn í dag þegar að íslenska liðið mætir því svissneska í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þetta er fyrsti leikur liðanna í nýju Þjóðadeildinni en auk Íslands og Sviss er Belgía einnig í riðlinum. Okkar menn ferðast heim eftir leikinn í dag og mæta Belgum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Hamrén fékk aðeins 16 daga til að velja sinn fyrsta landsliðshóp og hefur nú stýrt æfingum í eina viku fyrir þennan fyrsta leik sem er mótsleikur í nýrri keppni. „Mér líður rosalega vel. Ég hlakka til leiksins og ég finn fyrir spennu í líkanum. Fyrsti leikurinn er alltaf svona spennandi og sérstaklega þar sem að þetta er mótsleikur,“ segir Hamrén í viðtali við Guðmund Benediktsson en greinir hann spennu í hópnum? „Ég þekki leikmennina ekki svo vel að ég geti sagt til um það. Æfingarnar hafa verið góðar og auðvitað vilja leikmennirnir sýna sig fyrir mér. Ég veit ekki hvort að þeir eru stressaðir en ég held ekki því að þetta eru reynslumiklir strákar. Kannski eru sumir af þessum nýju örlítið stressaðir.“Hamrén er bjartsýnn á góð úrslit í dag en hann segist þurfa að vera jákvæður fyrir þessu nýja og spennandi verkefni. „Ég er alltaf jákvæður eins og hnefaleikakappi á leið inn í hringinn. Ég held alltaf að við getum unnið. Hnefaleikakappar þurfa að vera jákvæðir en við verðum að vera raunsæir. Þetta verður erfitt en við verðum að trúa því að við eigum séns. Ef maður trúir ekki verður allt miklu erfiðara,“ segir hann. Hamrén hefur ekki fengið mikinn tíma til að undirbúa liðið en svona er lífið sem landsliðsþjálfari. „Þjálfari segir alltaf að hann þurfi á fleiri dögum og vikum á að halda til að undirbúa sig. En svona er staðan núna og þessir fáu æfingadagar er það eina sem ég er óánægður með. Svona er fótboltinn og svo eru mikil meiðsli í hópnum. Það var fyrst í gær sem að við gátum æft með tvö ellefu manna liða. Í heildina hef ég samt verið ánægður,“ segir Hamrén sem er klár í að fagna ef sigur vinnst í kvöld. „Ef við fáum þrjú stig fæ ég mér vindil,“ segir Erik Hamrén. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00 Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Sjá meira
Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00