Ætlar að nýta tækifærið eftir að fá sannfærandi símtal Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 8. september 2018 12:15 Elmar fagnar í landsleik gegn Tyrkjum. vísir/andri marinó Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, er kominn aftur í landsliðshópinn eftir að vera skilinn eftir þegar að strákarnir okkar fóru á HM 2018 í Rússlandi í sumar. Elmar spilaði frábærlega á EM 2016 í Frakklandi og í fyrstu leikjunum eftir Evrópumótið en var svo settur á ís hjá Heimi Hallgrímssyni og missti af tækifærinu að komast með á HM. Hann var ekki valinn í fyrsta hóp Erik Hamrén en var svo kallaður inn á lokametrunum vegna meiðsla. Elmar kveðst spenntur fyrir þessu tækifæri þó honum finnist leiðinlegt að svona marga góða menn vanti.Tækifæri sem hann ætlar að nýta „Það er svolítið leiðinlegt hvernig ég fékk tækifærið en maður þarf alltaf að vera tilbúinn þegar svona tækifæri gefst. Það hefði væntanlega ekki komið ef þessi óheppilegu meiðsli hefðu ekki komið upp. Nú eru undir mér komið að nýta þetta,“ segir Theodór Elmar. „Þetta er óheppilegt fyrir þá sem að lenda í meiðslunum en að sama skapi kannski dyr sem að opnast fyrir mig. Ég þarf að vera tilbúinn og ég er búinn að sanna mig vel á æfingum. Nú er að sjá hvort það sé nóg.“ „Ég er mjög gíraður og mjög mótiveraður. Það er frábær heiður að fá að spila fyrir landið sitt. Ef að maður fær kallið þarf maður að gera það besta úr því,“ segir Elmar.Símtal frá Frey Erik Hamrén stýrir liðinu í fyrsta sinn á morgun en Elmar segist hafa notið æfingavikunnar. Hann fékk símtal frá aðstoðarþjálfaranum Frey Alexanderssyni sem fékk hann til að mæta til leiks. „Það sem gerði það að verkum að ég vildi koma var gott símtal við Frey. Hann hvatti mig enn frekar í þetta. Fyrstu dagarnir með Erik hafa verið mjög jákvæðir. Hann virkar mjög ástríðufullur sem gerir þetta skemmtilegt. Það er skemmtilegt að koma inn í eitthvað nýtt,“ segir Elmar. „Þeir fara samt varlega í það að gera of stórar breytingar strax. Þetta eru keppnisleikir og því ekki sniðugt að gera alltof miklar breytingar þegar að svona lítill tími gefst. Annars er allt jákvætt hingað til,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. Viðtalið má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ekki besti undirbúningurinn fyrir nýjan þjálfara en sterk liðsheild hjálpar til Strákarnir okkar fengu ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn undir stjórn nýs þjálfara. 8. september 2018 11:00 Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00 Eins og hnefaleikakappi klár í slaginn með sigurvindilinn kláran Erik Hamrén hefur notið fyrstu vikunnar með strákunum okkar og hlakkar til leiksins í dag. 8. september 2018 08:00 Rótgróin stemning heldur reynslumiklu landsliði á jörðinni Strákarnir okkar hafa upplifað margt og mikið og því kemur fátt á óvart þrátt fyrir nýjan þjálfara. 8. september 2018 10:00 Leikurinn gegn Sviss í beinni á Stöð 2 Sport og Bylgjunni Ísland mætir Sviss í St. Gallen í dag í fyrsta leik liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og á Bylgjunnmi 8. september 2018 09:15 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, er kominn aftur í landsliðshópinn eftir að vera skilinn eftir þegar að strákarnir okkar fóru á HM 2018 í Rússlandi í sumar. Elmar spilaði frábærlega á EM 2016 í Frakklandi og í fyrstu leikjunum eftir Evrópumótið en var svo settur á ís hjá Heimi Hallgrímssyni og missti af tækifærinu að komast með á HM. Hann var ekki valinn í fyrsta hóp Erik Hamrén en var svo kallaður inn á lokametrunum vegna meiðsla. Elmar kveðst spenntur fyrir þessu tækifæri þó honum finnist leiðinlegt að svona marga góða menn vanti.Tækifæri sem hann ætlar að nýta „Það er svolítið leiðinlegt hvernig ég fékk tækifærið en maður þarf alltaf að vera tilbúinn þegar svona tækifæri gefst. Það hefði væntanlega ekki komið ef þessi óheppilegu meiðsli hefðu ekki komið upp. Nú eru undir mér komið að nýta þetta,“ segir Theodór Elmar. „Þetta er óheppilegt fyrir þá sem að lenda í meiðslunum en að sama skapi kannski dyr sem að opnast fyrir mig. Ég þarf að vera tilbúinn og ég er búinn að sanna mig vel á æfingum. Nú er að sjá hvort það sé nóg.“ „Ég er mjög gíraður og mjög mótiveraður. Það er frábær heiður að fá að spila fyrir landið sitt. Ef að maður fær kallið þarf maður að gera það besta úr því,“ segir Elmar.Símtal frá Frey Erik Hamrén stýrir liðinu í fyrsta sinn á morgun en Elmar segist hafa notið æfingavikunnar. Hann fékk símtal frá aðstoðarþjálfaranum Frey Alexanderssyni sem fékk hann til að mæta til leiks. „Það sem gerði það að verkum að ég vildi koma var gott símtal við Frey. Hann hvatti mig enn frekar í þetta. Fyrstu dagarnir með Erik hafa verið mjög jákvæðir. Hann virkar mjög ástríðufullur sem gerir þetta skemmtilegt. Það er skemmtilegt að koma inn í eitthvað nýtt,“ segir Elmar. „Þeir fara samt varlega í það að gera of stórar breytingar strax. Þetta eru keppnisleikir og því ekki sniðugt að gera alltof miklar breytingar þegar að svona lítill tími gefst. Annars er allt jákvætt hingað til,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ekki besti undirbúningurinn fyrir nýjan þjálfara en sterk liðsheild hjálpar til Strákarnir okkar fengu ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn undir stjórn nýs þjálfara. 8. september 2018 11:00 Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00 Eins og hnefaleikakappi klár í slaginn með sigurvindilinn kláran Erik Hamrén hefur notið fyrstu vikunnar með strákunum okkar og hlakkar til leiksins í dag. 8. september 2018 08:00 Rótgróin stemning heldur reynslumiklu landsliði á jörðinni Strákarnir okkar hafa upplifað margt og mikið og því kemur fátt á óvart þrátt fyrir nýjan þjálfara. 8. september 2018 10:00 Leikurinn gegn Sviss í beinni á Stöð 2 Sport og Bylgjunni Ísland mætir Sviss í St. Gallen í dag í fyrsta leik liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og á Bylgjunnmi 8. september 2018 09:15 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Ekki besti undirbúningurinn fyrir nýjan þjálfara en sterk liðsheild hjálpar til Strákarnir okkar fengu ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn undir stjórn nýs þjálfara. 8. september 2018 11:00
Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00
Eins og hnefaleikakappi klár í slaginn með sigurvindilinn kláran Erik Hamrén hefur notið fyrstu vikunnar með strákunum okkar og hlakkar til leiksins í dag. 8. september 2018 08:00
Rótgróin stemning heldur reynslumiklu landsliði á jörðinni Strákarnir okkar hafa upplifað margt og mikið og því kemur fátt á óvart þrátt fyrir nýjan þjálfara. 8. september 2018 10:00
Leikurinn gegn Sviss í beinni á Stöð 2 Sport og Bylgjunni Ísland mætir Sviss í St. Gallen í dag í fyrsta leik liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og á Bylgjunnmi 8. september 2018 09:15