Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði flott golf á Lacoste Ladies Open de France mótinu en það er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Hún spilaði á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, líkt og í gær.
Hringurinn byrjaði ekkert alltof vel hjá Ólafíu í dag en hún fékk skolla á fyrstu holu. Hún bætti hins vegar fyrir það strax á næstu holu með fugli.
Næst fugl hjá Ólafíu kom á 9. holu en á undan því hafði hún fengið sex pör í röð. Ólafía er að gera afar gott mót á 9. holu vallarins en hún hefur fengið fugl á henni alla þrjá dagana.
Golfið hjá Ólafíu var stöðugt í allan dag og fékk hún sjö pör á seinni níu holunum og tvo fugla, á 14. og 17. braut.
Ólafía er samtals á 6 höggum undir pari og er hún í sjöunda sæti, fjórum stigum á eftir Dananum Nanna Koerstz Madsen sem situr á toppnum.
Lokahringurinn fer fram á morgun og með góðum hring getur Ólafía farið enn ofar á töflunni.
Ólafía í toppbaráttu í Frakklandi
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti




„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn

„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn