Gylfi: Það vantaði hálft byrjunarliðið Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 8. september 2018 18:53 Gylfi að leik loknum Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Íslandi í stórtapinu gegn Sviss í dag. Hann var að vonum daufur eftir leik. Hann vildi þó ekki meina að þetta hafi verið það erfiðasta sem hann hafi gengið í gegnum á ferlinum. „Auðvitað er þetta ekkert skemmtilegt en ég segi ekki að þetta sé það erfiðasta. Ég hef farið í gegnum ýmsa hluti á mínum ferli en þetta var gríðarlega svekkjandi og hrikaleg frammistaða,“ sagði Gylfi. Ísland voru afar bitlausir í leiknum og viðurkennir Gylfi að það hafi verið vonleysi í leik liðsins í seinni hálfleik. „Þegar staðan er orðin 4-0 eða 5-0, þá vitum við að við erum ekkert að fara jafna þennan leik. Ég veit ekki hvað maður á að segja. Það er erfitt að leikgreina svona leik strax.“ Það vantaði marga leikmenn í lið Íslands í dag. Aron Einar, Jóhann Berg, Alfreð og Emil voru allir frá í dag vegna meiðsla og þá hefur Hörður Björgvin verið tæpur að undanförnu. Þeir voru í byrjunarliði Íslands á HM í sumar og segir Gylfi að íslenska liðið megi ekki við slíkum skakkaföllum. „Það vantaði hálft byrjunarliðið. Við verðum bara að horfast í augu við það að við megum ekkert við því að það vanti 5-6 leikmenn sem byrja. En þrátt fyrir það var frammistaðan mjög léleg, mjög dauf. Lítið að gerast fram á við. Við spiluðum boltanum mjög illa, héldum honum illa. Kannski bara óþarfa mistök á bolta. Svo auðvitað varnarleikurinn hjá öllu liðinu mjög slappur.“ Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Íslandi í stórtapinu gegn Sviss í dag. Hann var að vonum daufur eftir leik. Hann vildi þó ekki meina að þetta hafi verið það erfiðasta sem hann hafi gengið í gegnum á ferlinum. „Auðvitað er þetta ekkert skemmtilegt en ég segi ekki að þetta sé það erfiðasta. Ég hef farið í gegnum ýmsa hluti á mínum ferli en þetta var gríðarlega svekkjandi og hrikaleg frammistaða,“ sagði Gylfi. Ísland voru afar bitlausir í leiknum og viðurkennir Gylfi að það hafi verið vonleysi í leik liðsins í seinni hálfleik. „Þegar staðan er orðin 4-0 eða 5-0, þá vitum við að við erum ekkert að fara jafna þennan leik. Ég veit ekki hvað maður á að segja. Það er erfitt að leikgreina svona leik strax.“ Það vantaði marga leikmenn í lið Íslands í dag. Aron Einar, Jóhann Berg, Alfreð og Emil voru allir frá í dag vegna meiðsla og þá hefur Hörður Björgvin verið tæpur að undanförnu. Þeir voru í byrjunarliði Íslands á HM í sumar og segir Gylfi að íslenska liðið megi ekki við slíkum skakkaföllum. „Það vantaði hálft byrjunarliðið. Við verðum bara að horfast í augu við það að við megum ekkert við því að það vanti 5-6 leikmenn sem byrja. En þrátt fyrir það var frammistaðan mjög léleg, mjög dauf. Lítið að gerast fram á við. Við spiluðum boltanum mjög illa, héldum honum illa. Kannski bara óþarfa mistök á bolta. Svo auðvitað varnarleikurinn hjá öllu liðinu mjög slappur.“
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira