Justin Rose leiðir fyrir lokadaginn BMW mótinu Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 9. september 2018 09:30 Justin Rose er á toppnum fyrir lokahringinn Vísir/Getty Englendingurinn Justin Rose leiðir BMW meistaramótið í golfi en mótið er það þriðja af fjórum í FedEx úrslitakeppninni sem er hluti af PGA mótaröðinni. Rose hefur eins höggs forystu á þá Rory McIlroy og Xander Schauffele. Rose hefur verið að spila ljómandi fínt og stöðugt golf allt mótið. Hann lék á sex höggum undir pari í gær og er samtals á 17 höggum undir pari. McIlroy byrjaði mótið af miklum krafti og var á átta höggum undir pari á fyrsta hring en á öðrum hring hægðist töluvert á honum. Hann náði sér aftur á strik í gær og lék á sjö höggum undir pari og er samtals á 16 höggum undir pari. Englendingurinn Tommy Fleetwood hefur hins vegar verið að leika besta golfið síðustu daga. Hann byrjaði ekkert alltof vel, lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari, en síðustu tvo hringi og hefur hann leikið á átta höggum undir pari og er því samtals á 15 höggum undir pari. Tiger Woods er ásamt fleirum í 11. sæti á 12 höggum undir pari en hann lék á fjórum höggum undir pari. Líkt og áður segir, er þetta þriðja mótið af fjórum í FedEx úrslitakeppninni. Þrjátíu efstu kylfingarnir á þessu móti fá þátttökurétt á síðasta mótinu, því er um mikið að keppa fyrir lokahringinn. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose leiðir BMW meistaramótið í golfi en mótið er það þriðja af fjórum í FedEx úrslitakeppninni sem er hluti af PGA mótaröðinni. Rose hefur eins höggs forystu á þá Rory McIlroy og Xander Schauffele. Rose hefur verið að spila ljómandi fínt og stöðugt golf allt mótið. Hann lék á sex höggum undir pari í gær og er samtals á 17 höggum undir pari. McIlroy byrjaði mótið af miklum krafti og var á átta höggum undir pari á fyrsta hring en á öðrum hring hægðist töluvert á honum. Hann náði sér aftur á strik í gær og lék á sjö höggum undir pari og er samtals á 16 höggum undir pari. Englendingurinn Tommy Fleetwood hefur hins vegar verið að leika besta golfið síðustu daga. Hann byrjaði ekkert alltof vel, lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari, en síðustu tvo hringi og hefur hann leikið á átta höggum undir pari og er því samtals á 15 höggum undir pari. Tiger Woods er ásamt fleirum í 11. sæti á 12 höggum undir pari en hann lék á fjórum höggum undir pari. Líkt og áður segir, er þetta þriðja mótið af fjórum í FedEx úrslitakeppninni. Þrjátíu efstu kylfingarnir á þessu móti fá þátttökurétt á síðasta mótinu, því er um mikið að keppa fyrir lokahringinn.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira