Gæslan neitar að sýna spilin í þyrlumáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. ágúst 2018 08:00 Airbus Super Puma 225 þyrla eins og þær sem Landhelgisgæslan samdi um leigu á fyrir sléttum þremur mánuðum. Landhelgisgæslan veitir hvorki aðgang að gögnum um meintar fullyrðingar Airbus um þyrlu slys í Suður-Kóreu né að skjölum sem sýna að stofnuninni sé enn heimilt að bakka út úr samningi frá í maí um leigu á þyrlum frá Noregi. „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga samanber 9. gr. laganna,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, varðandi upplýsingar frá Airbus. Svarið barst eftir fjögurra vikna bið. Eftir að Fréttablaðið sagði frá því að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu 17. júlí síðastliðinn kvaðst Landhelgisgæslan hafa upplýsingar um það frá Airbus að slysið hefði atvikast með öðrum hætti en þekkt, mannskæð slys með Super Puma þyrlum í Noregi og Skotlandi. Þær þyrlur voru með sams konar gírkassa og herþyrlan í Suður-Kóreu. Í öllum þremur tilvikunum losnuð spaðarnir ofan af þyrlunum.Sjá einnig: Þáðu tilboð aldarinnarÁsgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Slíkar Super Puma þyrlur hefur Landhelgisgæslan samið um að leigja frá Noregi í stað tveggja Super Puma þyrla af eldri gerð. Airbus hefur sagst hafa tryggt öryggi þyrlanna en rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagðist í skýrslu, sem gefin var út 4. júlí síðastliðinn, telja að endurhanna þyrfti gírkassa vélanna. Í kjölfarið á því kvaðst Landhelgisgæslan ætla að skoða málið og sagði stofnunina enn hafa möguleika á því að draga sig út úr þyrluskiptasamningi við leigusala sinn í Noregi frá í lok maí. Fréttablaðið spurði Landhelgisgæsluna hversu langan tíma hún hefði til að draga sig út úr samningnum frá í maí og hvort hægt væri að fá afrit gagna sem sýna það. „Samkomulagið var gert með fyrirvörum og í því er ekki kveðið á um tiltekna dagsetningu þar sem endanleg niðurstaða verður að liggja fyrir,“ segir í svari frá Ásgeiri upplýsingafulltrúa sem lætur hins vegar hjá líða að framvísa gögnum um þetta atriði. Fréttablaðið spurði leigusalann, Knut Axel Ugland Holding AS (KAUH), hvort hann legði sama skilning í stöðuna. Øyvind Ødegård, yfirmaður hjá KAUH, segir að spurningum verði ekki svarað. „Það er regla hjá fyrirtækinu að svara aldrei spurningum frá þriðja aðila þar sem við teljum slíkar upplýsingar vera trúnaðarmál milli Knut Axel Ugland Holding AS og viðskiptavina okkar,“ segir Ødegård.Bæði Landhelgisgæslan og KAUH voru spurð hvort breytingar væru hafnar á þyrlunum sem væntanlegar eru til landsins til að mæta þörfum Gæslunnar. „Engar breytingar hafa verið gerðar á vélunum í Noregi,“ segir í svari frá Gæslunni. Engin svör bárust frá KAUH um breytingarnar á þyrlunum frekar en við þeirri spurningu hvort fyrirtækið hefði þegar ráðstafað þyrlunum sem það á hér í önnur verkefni. „Landhelgisgæslan er með leigusamning fyrir TF-SYN og TF-GNA sem er í fullu gildi. Þeim hefur ekki verið ráðstafað í önnur verkefni,“ svarar upplýsingafulltrúi Gæslunnar hins vegar. Fréttablaðið óskaði á mánudag eftir nánari skýringum á svörum Landhelgisgæslunnar, meðal annars um það til hvaða rannsóknar stofnunin er að vísa, hvort unnið sé að breytingum á þyrlunum annars staðar en í Noregi og á hvorum málslið 9. greinar upplýsingalaganna áðurnefnd synjun á afhendingu gagna frá Airbus byggir. Ekkert svar hefur borist Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Landhelgisgæslan veitir hvorki aðgang að gögnum um meintar fullyrðingar Airbus um þyrlu slys í Suður-Kóreu né að skjölum sem sýna að stofnuninni sé enn heimilt að bakka út úr samningi frá í maí um leigu á þyrlum frá Noregi. „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga samanber 9. gr. laganna,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, varðandi upplýsingar frá Airbus. Svarið barst eftir fjögurra vikna bið. Eftir að Fréttablaðið sagði frá því að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu 17. júlí síðastliðinn kvaðst Landhelgisgæslan hafa upplýsingar um það frá Airbus að slysið hefði atvikast með öðrum hætti en þekkt, mannskæð slys með Super Puma þyrlum í Noregi og Skotlandi. Þær þyrlur voru með sams konar gírkassa og herþyrlan í Suður-Kóreu. Í öllum þremur tilvikunum losnuð spaðarnir ofan af þyrlunum.Sjá einnig: Þáðu tilboð aldarinnarÁsgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Slíkar Super Puma þyrlur hefur Landhelgisgæslan samið um að leigja frá Noregi í stað tveggja Super Puma þyrla af eldri gerð. Airbus hefur sagst hafa tryggt öryggi þyrlanna en rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagðist í skýrslu, sem gefin var út 4. júlí síðastliðinn, telja að endurhanna þyrfti gírkassa vélanna. Í kjölfarið á því kvaðst Landhelgisgæslan ætla að skoða málið og sagði stofnunina enn hafa möguleika á því að draga sig út úr þyrluskiptasamningi við leigusala sinn í Noregi frá í lok maí. Fréttablaðið spurði Landhelgisgæsluna hversu langan tíma hún hefði til að draga sig út úr samningnum frá í maí og hvort hægt væri að fá afrit gagna sem sýna það. „Samkomulagið var gert með fyrirvörum og í því er ekki kveðið á um tiltekna dagsetningu þar sem endanleg niðurstaða verður að liggja fyrir,“ segir í svari frá Ásgeiri upplýsingafulltrúa sem lætur hins vegar hjá líða að framvísa gögnum um þetta atriði. Fréttablaðið spurði leigusalann, Knut Axel Ugland Holding AS (KAUH), hvort hann legði sama skilning í stöðuna. Øyvind Ødegård, yfirmaður hjá KAUH, segir að spurningum verði ekki svarað. „Það er regla hjá fyrirtækinu að svara aldrei spurningum frá þriðja aðila þar sem við teljum slíkar upplýsingar vera trúnaðarmál milli Knut Axel Ugland Holding AS og viðskiptavina okkar,“ segir Ødegård.Bæði Landhelgisgæslan og KAUH voru spurð hvort breytingar væru hafnar á þyrlunum sem væntanlegar eru til landsins til að mæta þörfum Gæslunnar. „Engar breytingar hafa verið gerðar á vélunum í Noregi,“ segir í svari frá Gæslunni. Engin svör bárust frá KAUH um breytingarnar á þyrlunum frekar en við þeirri spurningu hvort fyrirtækið hefði þegar ráðstafað þyrlunum sem það á hér í önnur verkefni. „Landhelgisgæslan er með leigusamning fyrir TF-SYN og TF-GNA sem er í fullu gildi. Þeim hefur ekki verið ráðstafað í önnur verkefni,“ svarar upplýsingafulltrúi Gæslunnar hins vegar. Fréttablaðið óskaði á mánudag eftir nánari skýringum á svörum Landhelgisgæslunnar, meðal annars um það til hvaða rannsóknar stofnunin er að vísa, hvort unnið sé að breytingum á þyrlunum annars staðar en í Noregi og á hvorum málslið 9. greinar upplýsingalaganna áðurnefnd synjun á afhendingu gagna frá Airbus byggir. Ekkert svar hefur borist
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira