Gæslan neitar að sýna spilin í þyrlumáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. ágúst 2018 08:00 Airbus Super Puma 225 þyrla eins og þær sem Landhelgisgæslan samdi um leigu á fyrir sléttum þremur mánuðum. Landhelgisgæslan veitir hvorki aðgang að gögnum um meintar fullyrðingar Airbus um þyrlu slys í Suður-Kóreu né að skjölum sem sýna að stofnuninni sé enn heimilt að bakka út úr samningi frá í maí um leigu á þyrlum frá Noregi. „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga samanber 9. gr. laganna,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, varðandi upplýsingar frá Airbus. Svarið barst eftir fjögurra vikna bið. Eftir að Fréttablaðið sagði frá því að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu 17. júlí síðastliðinn kvaðst Landhelgisgæslan hafa upplýsingar um það frá Airbus að slysið hefði atvikast með öðrum hætti en þekkt, mannskæð slys með Super Puma þyrlum í Noregi og Skotlandi. Þær þyrlur voru með sams konar gírkassa og herþyrlan í Suður-Kóreu. Í öllum þremur tilvikunum losnuð spaðarnir ofan af þyrlunum.Sjá einnig: Þáðu tilboð aldarinnarÁsgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Slíkar Super Puma þyrlur hefur Landhelgisgæslan samið um að leigja frá Noregi í stað tveggja Super Puma þyrla af eldri gerð. Airbus hefur sagst hafa tryggt öryggi þyrlanna en rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagðist í skýrslu, sem gefin var út 4. júlí síðastliðinn, telja að endurhanna þyrfti gírkassa vélanna. Í kjölfarið á því kvaðst Landhelgisgæslan ætla að skoða málið og sagði stofnunina enn hafa möguleika á því að draga sig út úr þyrluskiptasamningi við leigusala sinn í Noregi frá í lok maí. Fréttablaðið spurði Landhelgisgæsluna hversu langan tíma hún hefði til að draga sig út úr samningnum frá í maí og hvort hægt væri að fá afrit gagna sem sýna það. „Samkomulagið var gert með fyrirvörum og í því er ekki kveðið á um tiltekna dagsetningu þar sem endanleg niðurstaða verður að liggja fyrir,“ segir í svari frá Ásgeiri upplýsingafulltrúa sem lætur hins vegar hjá líða að framvísa gögnum um þetta atriði. Fréttablaðið spurði leigusalann, Knut Axel Ugland Holding AS (KAUH), hvort hann legði sama skilning í stöðuna. Øyvind Ødegård, yfirmaður hjá KAUH, segir að spurningum verði ekki svarað. „Það er regla hjá fyrirtækinu að svara aldrei spurningum frá þriðja aðila þar sem við teljum slíkar upplýsingar vera trúnaðarmál milli Knut Axel Ugland Holding AS og viðskiptavina okkar,“ segir Ødegård.Bæði Landhelgisgæslan og KAUH voru spurð hvort breytingar væru hafnar á þyrlunum sem væntanlegar eru til landsins til að mæta þörfum Gæslunnar. „Engar breytingar hafa verið gerðar á vélunum í Noregi,“ segir í svari frá Gæslunni. Engin svör bárust frá KAUH um breytingarnar á þyrlunum frekar en við þeirri spurningu hvort fyrirtækið hefði þegar ráðstafað þyrlunum sem það á hér í önnur verkefni. „Landhelgisgæslan er með leigusamning fyrir TF-SYN og TF-GNA sem er í fullu gildi. Þeim hefur ekki verið ráðstafað í önnur verkefni,“ svarar upplýsingafulltrúi Gæslunnar hins vegar. Fréttablaðið óskaði á mánudag eftir nánari skýringum á svörum Landhelgisgæslunnar, meðal annars um það til hvaða rannsóknar stofnunin er að vísa, hvort unnið sé að breytingum á þyrlunum annars staðar en í Noregi og á hvorum málslið 9. greinar upplýsingalaganna áðurnefnd synjun á afhendingu gagna frá Airbus byggir. Ekkert svar hefur borist Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Landhelgisgæslan veitir hvorki aðgang að gögnum um meintar fullyrðingar Airbus um þyrlu slys í Suður-Kóreu né að skjölum sem sýna að stofnuninni sé enn heimilt að bakka út úr samningi frá í maí um leigu á þyrlum frá Noregi. „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga samanber 9. gr. laganna,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, varðandi upplýsingar frá Airbus. Svarið barst eftir fjögurra vikna bið. Eftir að Fréttablaðið sagði frá því að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu 17. júlí síðastliðinn kvaðst Landhelgisgæslan hafa upplýsingar um það frá Airbus að slysið hefði atvikast með öðrum hætti en þekkt, mannskæð slys með Super Puma þyrlum í Noregi og Skotlandi. Þær þyrlur voru með sams konar gírkassa og herþyrlan í Suður-Kóreu. Í öllum þremur tilvikunum losnuð spaðarnir ofan af þyrlunum.Sjá einnig: Þáðu tilboð aldarinnarÁsgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Slíkar Super Puma þyrlur hefur Landhelgisgæslan samið um að leigja frá Noregi í stað tveggja Super Puma þyrla af eldri gerð. Airbus hefur sagst hafa tryggt öryggi þyrlanna en rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagðist í skýrslu, sem gefin var út 4. júlí síðastliðinn, telja að endurhanna þyrfti gírkassa vélanna. Í kjölfarið á því kvaðst Landhelgisgæslan ætla að skoða málið og sagði stofnunina enn hafa möguleika á því að draga sig út úr þyrluskiptasamningi við leigusala sinn í Noregi frá í lok maí. Fréttablaðið spurði Landhelgisgæsluna hversu langan tíma hún hefði til að draga sig út úr samningnum frá í maí og hvort hægt væri að fá afrit gagna sem sýna það. „Samkomulagið var gert með fyrirvörum og í því er ekki kveðið á um tiltekna dagsetningu þar sem endanleg niðurstaða verður að liggja fyrir,“ segir í svari frá Ásgeiri upplýsingafulltrúa sem lætur hins vegar hjá líða að framvísa gögnum um þetta atriði. Fréttablaðið spurði leigusalann, Knut Axel Ugland Holding AS (KAUH), hvort hann legði sama skilning í stöðuna. Øyvind Ødegård, yfirmaður hjá KAUH, segir að spurningum verði ekki svarað. „Það er regla hjá fyrirtækinu að svara aldrei spurningum frá þriðja aðila þar sem við teljum slíkar upplýsingar vera trúnaðarmál milli Knut Axel Ugland Holding AS og viðskiptavina okkar,“ segir Ødegård.Bæði Landhelgisgæslan og KAUH voru spurð hvort breytingar væru hafnar á þyrlunum sem væntanlegar eru til landsins til að mæta þörfum Gæslunnar. „Engar breytingar hafa verið gerðar á vélunum í Noregi,“ segir í svari frá Gæslunni. Engin svör bárust frá KAUH um breytingarnar á þyrlunum frekar en við þeirri spurningu hvort fyrirtækið hefði þegar ráðstafað þyrlunum sem það á hér í önnur verkefni. „Landhelgisgæslan er með leigusamning fyrir TF-SYN og TF-GNA sem er í fullu gildi. Þeim hefur ekki verið ráðstafað í önnur verkefni,“ svarar upplýsingafulltrúi Gæslunnar hins vegar. Fréttablaðið óskaði á mánudag eftir nánari skýringum á svörum Landhelgisgæslunnar, meðal annars um það til hvaða rannsóknar stofnunin er að vísa, hvort unnið sé að breytingum á þyrlunum annars staðar en í Noregi og á hvorum málslið 9. greinar upplýsingalaganna áðurnefnd synjun á afhendingu gagna frá Airbus byggir. Ekkert svar hefur borist
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira