Horfnar minningar Arnar Sveinn Geirsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Minning er eitthvað sem maður man úr fortíð. Minningar af ástvinum eru því mörgum, ef ekki öllum, mjög mikilvægar þegar þeir falla frá af því að þær gera okkur kleift og leyfa okkur að muna. Muna góða og slæma tíma, falleg augnablik, hlátur og grátur, svipbrigði og jafnvel lykt. En hvað ef minningarnar virðast vera horfnar? Ég varð talsvert hræddur þegar ég var spurður að því hvaða minningar ég ætti af mömmu. Hvernig ég hugsaði um mömmu. Hræðslan kom af því að þegar ég fór að hugsa út í það reyndist mér það mjög erfitt. Erfitt á þann hátt að ég mundi hreinlega mjög lítið. Minningarnar voru fáar. Hugsanirnar hlutlausar. Hvers konar sonur er ég, að muna ekki eftir eigin móður? Hvers konar sonur er ég, að geta ekki rifjað upp alls konar minningar um mömmu? Elskaði ég hana ekki nóg? Sakna ég hennar ekkert? Er ég búinn að gleyma henni? Allar þessar spurningar spruttu upp og talsvert fleiri til. Því fleiri sem spurningarnar urðu, því meiri sem sjálfsgagnrýnin varð, því skýrara varð þetta fyrir mér. Í mínum augum var ég hræðilegur sonur sem hélt ekki uppi minningu mömmu. Hélt ekki uppi heiðri hennar. Ég skammaði sjálfan mig fyrir það að hugsa ekki nóg til hennar. Ég fékk samviskubit yfir því að ég færi ekki að gráta alltaf þegar ég talaði um hana. Yfir því að ég saknaði hennar ekki öllum stundum. Yfir því að ég væri ekki nógu duglegur að hugsa um hana. Á sama tíma var ég að berjast við að vera jákvæður og glaður öllum stundum. Dæmið gekk ekki upp. Ég sá því ekki neitt annað í stöðunni en að hætta að sakna. Hætta að gráta. Hætta að hugsa. Þannig væri lang best að tækla þetta til þess að geta verið jákvæður og glaður og hamingjusamur. Og það gerði ég. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Minning mín af mömmu í dag er að mestu leyti byggð á því sem ég hef heyrt um hana, frekar en það sem ég man sjálfur. Í fyrsta lagi var ég 11 ára þegar hún dó. Í öðru lagi ákvað ég að hugsa sem minnst um hana í örvæntingu minni til þess að líða betur í 15 ár. Þegar ég segi að ég hafi ákveðið að hugsa sem minnst um hana var það frekar að ég ætlaði að hugsa sem minnst um missinn. Ég ætlaði að hugsa sem minnst um söknuðinn. Með því bældi ég á sama tíma niður allt sem hétu minningar, hvort sem það voru góðar eða slæmar minningar. Ég fór ekki í kirkju nema algjörlega tilneyddur, þoldi ekki spítala og forðaðist þá, fór ekki í kirkjugarðinn, þóttist ekki muna eftir dánardegi mömmu og svona gæti ég haldið áfram. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Þar til að ég var búinn að gleyma. Gleyma því hver dánardagurinn í raun og veru var. Gleyma því hvernig hún leit út. Orðinn hræddari við tilhugsunina að fara í kirkju, á spítala eða í kirkjugarðinn heldur en raunverulegu ástæðuna sem lá þar að baki. Búinn að gleyma því af hverju ég varð hræddur til að byrja með. Hver á minning mín af mömmu að vera? Á hún að vera á einhvern ákveðinn hátt? Á ég að hugsa um hana daglega? Á ég að sakna hennar öllum stundum? Á ég að gráta í hvert skipti sem ég tala um hana? Ég var búinn að gleyma því að það að minnast mömmu, hugsa um mömmu og sakna mömmu var ekki ástæða þess að mér leið illa. Mér leið illa af því að ég ákvað að hleypa bara gleði og jákvæðni að. Sem breyttist í falska jákvæðni og gleði. Sem breyttist í falska hamingju. Mér leið illa af því að ég leyfði mér ekki að finna til. Mér leið illa af því að ég var ekki tilbúinn að taka á móti lífinu og öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Samviskubitið átti engan rétt á sér. Minning mín af mömmu á að vera nákvæmlega eins og hún er. Hún á ekki að vera á neinn ákveðinn hátt. Minningin á bara að vera. Ég hugsa um hana þegar hún kemur til mín. Ég sakna hennar þegar söknuðurinn kviknar. Ég græt ef ég vil gráta. Ég gef henni rými til þess að fylgja mér. Ég leyfi henni og minningunum um hana að fylgja mér. Ég á að vera óhræddur við að sakna, hlæja, gráta og hugsa um hana. Hægt og rólega fer ég að muna. Hægt og rólega fer ég að muna. Muna hversu mikið hún gaf mér og hversu mikið ég gaf henni. Muna hvað hún skildi mikið eftir. Muna hvað ég elskaði hana og að ég mun alltaf elska hana. Muna að ég sakna hennar alveg ofboðslega. Muna að söknuðurinn mun aldrei fara. Muna að ég er svo langt í frá búinn að gleyma henni. Þar til ég man. Man að ég man hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Minning er eitthvað sem maður man úr fortíð. Minningar af ástvinum eru því mörgum, ef ekki öllum, mjög mikilvægar þegar þeir falla frá af því að þær gera okkur kleift og leyfa okkur að muna. Muna góða og slæma tíma, falleg augnablik, hlátur og grátur, svipbrigði og jafnvel lykt. En hvað ef minningarnar virðast vera horfnar? Ég varð talsvert hræddur þegar ég var spurður að því hvaða minningar ég ætti af mömmu. Hvernig ég hugsaði um mömmu. Hræðslan kom af því að þegar ég fór að hugsa út í það reyndist mér það mjög erfitt. Erfitt á þann hátt að ég mundi hreinlega mjög lítið. Minningarnar voru fáar. Hugsanirnar hlutlausar. Hvers konar sonur er ég, að muna ekki eftir eigin móður? Hvers konar sonur er ég, að geta ekki rifjað upp alls konar minningar um mömmu? Elskaði ég hana ekki nóg? Sakna ég hennar ekkert? Er ég búinn að gleyma henni? Allar þessar spurningar spruttu upp og talsvert fleiri til. Því fleiri sem spurningarnar urðu, því meiri sem sjálfsgagnrýnin varð, því skýrara varð þetta fyrir mér. Í mínum augum var ég hræðilegur sonur sem hélt ekki uppi minningu mömmu. Hélt ekki uppi heiðri hennar. Ég skammaði sjálfan mig fyrir það að hugsa ekki nóg til hennar. Ég fékk samviskubit yfir því að ég færi ekki að gráta alltaf þegar ég talaði um hana. Yfir því að ég saknaði hennar ekki öllum stundum. Yfir því að ég væri ekki nógu duglegur að hugsa um hana. Á sama tíma var ég að berjast við að vera jákvæður og glaður öllum stundum. Dæmið gekk ekki upp. Ég sá því ekki neitt annað í stöðunni en að hætta að sakna. Hætta að gráta. Hætta að hugsa. Þannig væri lang best að tækla þetta til þess að geta verið jákvæður og glaður og hamingjusamur. Og það gerði ég. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Minning mín af mömmu í dag er að mestu leyti byggð á því sem ég hef heyrt um hana, frekar en það sem ég man sjálfur. Í fyrsta lagi var ég 11 ára þegar hún dó. Í öðru lagi ákvað ég að hugsa sem minnst um hana í örvæntingu minni til þess að líða betur í 15 ár. Þegar ég segi að ég hafi ákveðið að hugsa sem minnst um hana var það frekar að ég ætlaði að hugsa sem minnst um missinn. Ég ætlaði að hugsa sem minnst um söknuðinn. Með því bældi ég á sama tíma niður allt sem hétu minningar, hvort sem það voru góðar eða slæmar minningar. Ég fór ekki í kirkju nema algjörlega tilneyddur, þoldi ekki spítala og forðaðist þá, fór ekki í kirkjugarðinn, þóttist ekki muna eftir dánardegi mömmu og svona gæti ég haldið áfram. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Þar til að ég var búinn að gleyma. Gleyma því hver dánardagurinn í raun og veru var. Gleyma því hvernig hún leit út. Orðinn hræddari við tilhugsunina að fara í kirkju, á spítala eða í kirkjugarðinn heldur en raunverulegu ástæðuna sem lá þar að baki. Búinn að gleyma því af hverju ég varð hræddur til að byrja með. Hver á minning mín af mömmu að vera? Á hún að vera á einhvern ákveðinn hátt? Á ég að hugsa um hana daglega? Á ég að sakna hennar öllum stundum? Á ég að gráta í hvert skipti sem ég tala um hana? Ég var búinn að gleyma því að það að minnast mömmu, hugsa um mömmu og sakna mömmu var ekki ástæða þess að mér leið illa. Mér leið illa af því að ég ákvað að hleypa bara gleði og jákvæðni að. Sem breyttist í falska jákvæðni og gleði. Sem breyttist í falska hamingju. Mér leið illa af því að ég leyfði mér ekki að finna til. Mér leið illa af því að ég var ekki tilbúinn að taka á móti lífinu og öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Samviskubitið átti engan rétt á sér. Minning mín af mömmu á að vera nákvæmlega eins og hún er. Hún á ekki að vera á neinn ákveðinn hátt. Minningin á bara að vera. Ég hugsa um hana þegar hún kemur til mín. Ég sakna hennar þegar söknuðurinn kviknar. Ég græt ef ég vil gráta. Ég gef henni rými til þess að fylgja mér. Ég leyfi henni og minningunum um hana að fylgja mér. Ég á að vera óhræddur við að sakna, hlæja, gráta og hugsa um hana. Hægt og rólega fer ég að muna. Hægt og rólega fer ég að muna. Muna hversu mikið hún gaf mér og hversu mikið ég gaf henni. Muna hvað hún skildi mikið eftir. Muna hvað ég elskaði hana og að ég mun alltaf elska hana. Muna að ég sakna hennar alveg ofboðslega. Muna að söknuðurinn mun aldrei fara. Muna að ég er svo langt í frá búinn að gleyma henni. Þar til ég man. Man að ég man hana.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun