Segja þrjú lið betri en Real Madrid í Meistaradeildinni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 14:30 Leikmenn Real Madrid fagna Meistaradeildartitlinum. Vísir/Getty Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og fjórum sinnum á síðustu fimm árum en er ekki sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í vetur samkvæmt úttekt Telegraph. Dregið verið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag og hefst drátturinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Margir bíða spenntir eftir því í hvernig riðli ensku liðin lenda en hver er erfiðast mótherjinn? The Daily Telegraph raðaði liðunum 32, sem komust í riðlakeppnina í ár, eftir styrkleika og á þeim lista eru þrjú lið ofar en margfaldir meistarar Real Madrid. Barcelona er sigurstranglegasta liðið og lið Juventus og Manchester City eru einnig talin vera sigurstranglegri en lið Real Madrid. Hjá Juventus er einmitt Cristiano Ronaldo, leikmaðurinn sem hefur öðrum fremur verið maðurinn á bak við fjóra Meistaradeildartitla Real Madrid á síðustu fimm árum. Nú er Cristiano Ronaldo kominn til Juventus og það skilar ítalska liðinu upp í annað sætið á þessum lista. Manchester City er efst enskra liða í 3. sætinu, tveimur sætum á undan Liverpool, sex sætum á undan nágrönnum sínum í Manchester United og sjö sætum á undan Tottenham. Það má finna rökstuðning á bak við sæti hvers liðs með því að smella hér. Hér fyrir neðan má sjá röðina hjá Telegraph.Bestu lið Meistaradeildarinnar 2018-19: 1. Barcelona (1. flokkur) 2. Juventus (1. flokkur)3. Manchester City (1. flokkur) 4. Real Madrid (1. flokkur)5. Liverpool (3. flokkur) 6. Paris Saint-Germain (1. flokkur) 7. Atlético Madrid (1. flokkur) 8. Bayern München (1. flokkur)9. Manchester United (2. flokkur)10.Tottenham Hotspur (2. flokkur) 11. Napoli (2. flokkur) 12. Internazionale (4. flokkur) 13. Roma (2. flokkur) 14. Mónakó (3. flokkur) 15. Valencia (3. flokkur) 16. Schalke 04 (3. flokkur) 17. Borussia Dortmund (2. flokkur) 18. Porto (2. flokkur) 19. Lyon (3. flokkur) 20. Benfica (2. flokkur) 21. 1899 Hoffenheim (4. flokkur) 22. Shakhtar Donetsk (2. flokkur) 23. Galatasaray (4. flokkur) 24. Ajax (3. flokkur) 25. PSV Eindhoven (3. flokkur) 26. Club Brugge (4. flokkur) 27. CSKA Moskva (3. flokkur) 28. Viktoria Plzen (4. flokkur) 29. Rauða stjarnan í Belgrad (4. flokkur) 30. Lokomotiv Moskva (1. flokkur) 31. AEK Aþena (4. flokkur) 32. Young Boys (4. flokkur) Samkvæmt þessum lista The Daily Telegraph væru erfiðustu mögulegu riðlar ensku liðanna annars svona: Man. City: Napoli, Mónakó, Hoffenheim Man. United, Tottenham og Liverpool: Barcelona, Mónakó, Inter Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Sjá meira
Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og fjórum sinnum á síðustu fimm árum en er ekki sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í vetur samkvæmt úttekt Telegraph. Dregið verið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag og hefst drátturinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Margir bíða spenntir eftir því í hvernig riðli ensku liðin lenda en hver er erfiðast mótherjinn? The Daily Telegraph raðaði liðunum 32, sem komust í riðlakeppnina í ár, eftir styrkleika og á þeim lista eru þrjú lið ofar en margfaldir meistarar Real Madrid. Barcelona er sigurstranglegasta liðið og lið Juventus og Manchester City eru einnig talin vera sigurstranglegri en lið Real Madrid. Hjá Juventus er einmitt Cristiano Ronaldo, leikmaðurinn sem hefur öðrum fremur verið maðurinn á bak við fjóra Meistaradeildartitla Real Madrid á síðustu fimm árum. Nú er Cristiano Ronaldo kominn til Juventus og það skilar ítalska liðinu upp í annað sætið á þessum lista. Manchester City er efst enskra liða í 3. sætinu, tveimur sætum á undan Liverpool, sex sætum á undan nágrönnum sínum í Manchester United og sjö sætum á undan Tottenham. Það má finna rökstuðning á bak við sæti hvers liðs með því að smella hér. Hér fyrir neðan má sjá röðina hjá Telegraph.Bestu lið Meistaradeildarinnar 2018-19: 1. Barcelona (1. flokkur) 2. Juventus (1. flokkur)3. Manchester City (1. flokkur) 4. Real Madrid (1. flokkur)5. Liverpool (3. flokkur) 6. Paris Saint-Germain (1. flokkur) 7. Atlético Madrid (1. flokkur) 8. Bayern München (1. flokkur)9. Manchester United (2. flokkur)10.Tottenham Hotspur (2. flokkur) 11. Napoli (2. flokkur) 12. Internazionale (4. flokkur) 13. Roma (2. flokkur) 14. Mónakó (3. flokkur) 15. Valencia (3. flokkur) 16. Schalke 04 (3. flokkur) 17. Borussia Dortmund (2. flokkur) 18. Porto (2. flokkur) 19. Lyon (3. flokkur) 20. Benfica (2. flokkur) 21. 1899 Hoffenheim (4. flokkur) 22. Shakhtar Donetsk (2. flokkur) 23. Galatasaray (4. flokkur) 24. Ajax (3. flokkur) 25. PSV Eindhoven (3. flokkur) 26. Club Brugge (4. flokkur) 27. CSKA Moskva (3. flokkur) 28. Viktoria Plzen (4. flokkur) 29. Rauða stjarnan í Belgrad (4. flokkur) 30. Lokomotiv Moskva (1. flokkur) 31. AEK Aþena (4. flokkur) 32. Young Boys (4. flokkur) Samkvæmt þessum lista The Daily Telegraph væru erfiðustu mögulegu riðlar ensku liðanna annars svona: Man. City: Napoli, Mónakó, Hoffenheim Man. United, Tottenham og Liverpool: Barcelona, Mónakó, Inter
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Sjá meira