Cristiano Ronaldo mætir á Old Trafford með Juve: Svona eru riðlarnir í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 17:15 Cristiano Ronaldo spilar á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty Juventus og Manchester United lentu saman í riðli í Meistaradeildinni en dregið var í Mónakó í dag. Liverpool lenti í riðli með Paris Saint-Germain og Manchester City var mun heppnara með riðil en Tottenham. Hörður Björgvin Magnússon, eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni í ár, er á leiðinni á Santiago Bernebau þar sem CSKA Moskva mun spila við Real Madrid. Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus og mætir því á sinn gamal heimavöll á Old Trafford. Hin liðin í riðli með Juventus og Manchester United eru spænska liðið Valencia og svissneska liðið Young Boys. Liverpool hefði getað verið mun óheppnara með riðil en mætir franska stórliðinu Paris Saint-Germain, ítalska liðinu Napoli og svo Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Englandsmeistarar Manchester City eru í þægilegum riðli með Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, franska liðinu Lyon og 1899 Hoffenheim frá Þýskalandi. Tottenham er í mun erfiðari riðli með stórliði Barcelona, hollenska liðinu PSV Eindhoven og Internazionale frá Ítalíu. Meistarar Real Madrid eru með ítalska liðinu Roma og Herði Björgvin Magnússyni og félögum í CSKA Moskva. Fjórða liðið er síðan Viktoria Plzen frá Tékklandi.Hér fyrir neðan má sjá riðlana í Meistaradeildinni 2018-19:A-riðill Atlético Madrid Borussia Dortmund Monakó Club BruggeB-riðill Barcelona Tottenham Hotspur PSV Eindhoven InternazionaleC-riðill Paris Saint-Germain Napoli Liverpool Crvena Zvezda BelgradD-riðill Lokomotiv Moskva Porto Schalke 04 GalatasarayE-riðill Bayern München Benfica Ajax AEK AþenaF-riðill Manchester City Shakhtar Donetsk Lyon 1899 HoffenheimG-riðill Real Madrid Roma CSKA Moskva Viktoria PlzenH-riðill Juventus Manchester United Valencia Young BoysDrátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna og textalýsingu blaðamanns frá drættinum.
Juventus og Manchester United lentu saman í riðli í Meistaradeildinni en dregið var í Mónakó í dag. Liverpool lenti í riðli með Paris Saint-Germain og Manchester City var mun heppnara með riðil en Tottenham. Hörður Björgvin Magnússon, eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni í ár, er á leiðinni á Santiago Bernebau þar sem CSKA Moskva mun spila við Real Madrid. Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus og mætir því á sinn gamal heimavöll á Old Trafford. Hin liðin í riðli með Juventus og Manchester United eru spænska liðið Valencia og svissneska liðið Young Boys. Liverpool hefði getað verið mun óheppnara með riðil en mætir franska stórliðinu Paris Saint-Germain, ítalska liðinu Napoli og svo Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Englandsmeistarar Manchester City eru í þægilegum riðli með Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, franska liðinu Lyon og 1899 Hoffenheim frá Þýskalandi. Tottenham er í mun erfiðari riðli með stórliði Barcelona, hollenska liðinu PSV Eindhoven og Internazionale frá Ítalíu. Meistarar Real Madrid eru með ítalska liðinu Roma og Herði Björgvin Magnússyni og félögum í CSKA Moskva. Fjórða liðið er síðan Viktoria Plzen frá Tékklandi.Hér fyrir neðan má sjá riðlana í Meistaradeildinni 2018-19:A-riðill Atlético Madrid Borussia Dortmund Monakó Club BruggeB-riðill Barcelona Tottenham Hotspur PSV Eindhoven InternazionaleC-riðill Paris Saint-Germain Napoli Liverpool Crvena Zvezda BelgradD-riðill Lokomotiv Moskva Porto Schalke 04 GalatasarayE-riðill Bayern München Benfica Ajax AEK AþenaF-riðill Manchester City Shakhtar Donetsk Lyon 1899 HoffenheimG-riðill Real Madrid Roma CSKA Moskva Viktoria PlzenH-riðill Juventus Manchester United Valencia Young BoysDrátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna og textalýsingu blaðamanns frá drættinum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Sjá meira