Yfirgangur Freyr Frostason skrifar 31. ágúst 2018 07:00 Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldistöðva, Kristján Davíðsson, vandaði Pálma Gunnarssyni, tónlistarmanni og baráttumanni fyrir náttúruvernd, ekki kveðjurnar í grein hér í blaðinu á dögunum. Er Kristján við sama heygarðshorn og ýmsir aðrir sjókvíaeldismenn sem virðast standa í þeirri trú að yfirgangur sé leiðin til þess að þröngva þessum iðnaði upp á þjóðina með tilheyrandi vá fyrir umhverfi og lífríki Íslands. Athyglisvert er að bera saman þessa harkalegu framgöngu við sjónarmið framkvæmdastjóra skoska laxeldisfyrirtækisins Grieg Seafood Shetland, sem rætt er við í fréttaskýringu í fagfjölmiðlinum Intrafish um fjölmörg vandamál sem tengjast fiskeldi í opnum sjókvíum. Ólíkt íslenskum kollegum sínum hefur Grant Cumming, framkvæmdastjóri skoska fyrirtækisins, miklar áhyggjur af því sem gerist þegar eldislax sleppur úr kvíum. „Þegar flótti á sér stað eru megináhyggjuefnin þau að eldisfiskur blandist villtum stofnum og breyti þannig staðbundinni erfðagerð þeirra,“ segir Cumming og bendir á að nánast ómögulegt sé að útiloka að fiskur sleppi. Hér láta sjókvíaeldismenn hins vegar eins og þetta sé ekkert sem þurfi að hafa áhyggjur af. Í fréttaskýringu Intrafish er bent á að mögulega borga dýrar fyrirbyggjandi aðgerðir sig ekki fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin þegar þau fá sitt tjón bætt af tryggingafélögum. Full ástæða er fyrir þessum hugleiðingum því ekkert lát er á stórslysum í sjókvíaeldi hvort sem það er við Noreg, Skotland, Chile eða Ísland. Fyrirtækin fá sitt tjón bætt, en skaðinn er skeður fyrir umhverfið og lífríkið. Við hjá IWF höfum bent á að Norðmenn stefna að því að ganga svo frá eldisstöðvum sínum að úrgangur verður hreinsaður, engin laxalús verði í kvíunum og enginn fiskur sleppi. Þessum markmiðum verður náð mishratt en eigi síðar en fyrir 2030 samkvæmt vegvísi samtaka norskra iðnfyrirtækja. Norðmenn eru þarna að koma skikki á sinn laxeldisiðnað í kjölfar mikilla búsifja fyrir náttúru landsins. Auðvitað á Ísland að hefja uppbyggingu í eldi með þessum skilyrðum fremur en að fara í aðgerðir þegar skaðinn er skeður eins og er tilfellið í Noregi.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson svarar grein Pálma Gunnarssonar. 19. júlí 2018 18:56 Svo má ker fylla að út af flói Það er til að æra óstöðugan að elta ólar við allar rangfærslur illra upplýstra veiðileyfasala og "meðreiðarsveina þeirra sem gaufa á hliðarlínunni“ í umræðunni um laxeldi. 27. júlí 2018 12:00 „Það fylgir þessu birta og gleði...“ Þessa setningu fékk Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, að láni á dögunum frá fiskmatskonu á Djúpavogi. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldistöðva, Kristján Davíðsson, vandaði Pálma Gunnarssyni, tónlistarmanni og baráttumanni fyrir náttúruvernd, ekki kveðjurnar í grein hér í blaðinu á dögunum. Er Kristján við sama heygarðshorn og ýmsir aðrir sjókvíaeldismenn sem virðast standa í þeirri trú að yfirgangur sé leiðin til þess að þröngva þessum iðnaði upp á þjóðina með tilheyrandi vá fyrir umhverfi og lífríki Íslands. Athyglisvert er að bera saman þessa harkalegu framgöngu við sjónarmið framkvæmdastjóra skoska laxeldisfyrirtækisins Grieg Seafood Shetland, sem rætt er við í fréttaskýringu í fagfjölmiðlinum Intrafish um fjölmörg vandamál sem tengjast fiskeldi í opnum sjókvíum. Ólíkt íslenskum kollegum sínum hefur Grant Cumming, framkvæmdastjóri skoska fyrirtækisins, miklar áhyggjur af því sem gerist þegar eldislax sleppur úr kvíum. „Þegar flótti á sér stað eru megináhyggjuefnin þau að eldisfiskur blandist villtum stofnum og breyti þannig staðbundinni erfðagerð þeirra,“ segir Cumming og bendir á að nánast ómögulegt sé að útiloka að fiskur sleppi. Hér láta sjókvíaeldismenn hins vegar eins og þetta sé ekkert sem þurfi að hafa áhyggjur af. Í fréttaskýringu Intrafish er bent á að mögulega borga dýrar fyrirbyggjandi aðgerðir sig ekki fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin þegar þau fá sitt tjón bætt af tryggingafélögum. Full ástæða er fyrir þessum hugleiðingum því ekkert lát er á stórslysum í sjókvíaeldi hvort sem það er við Noreg, Skotland, Chile eða Ísland. Fyrirtækin fá sitt tjón bætt, en skaðinn er skeður fyrir umhverfið og lífríkið. Við hjá IWF höfum bent á að Norðmenn stefna að því að ganga svo frá eldisstöðvum sínum að úrgangur verður hreinsaður, engin laxalús verði í kvíunum og enginn fiskur sleppi. Þessum markmiðum verður náð mishratt en eigi síðar en fyrir 2030 samkvæmt vegvísi samtaka norskra iðnfyrirtækja. Norðmenn eru þarna að koma skikki á sinn laxeldisiðnað í kjölfar mikilla búsifja fyrir náttúru landsins. Auðvitað á Ísland að hefja uppbyggingu í eldi með þessum skilyrðum fremur en að fara í aðgerðir þegar skaðinn er skeður eins og er tilfellið í Noregi.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund
Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson svarar grein Pálma Gunnarssonar. 19. júlí 2018 18:56
Svo má ker fylla að út af flói Það er til að æra óstöðugan að elta ólar við allar rangfærslur illra upplýstra veiðileyfasala og "meðreiðarsveina þeirra sem gaufa á hliðarlínunni“ í umræðunni um laxeldi. 27. júlí 2018 12:00
„Það fylgir þessu birta og gleði...“ Þessa setningu fékk Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, að láni á dögunum frá fiskmatskonu á Djúpavogi. 19. júlí 2018 07:00
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun