Hundruð milljóna í veikindakostnað skólastarfsfólks Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 19:39 Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins vakti athygli á þessu á fundi borgarráðs þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins gagnrýnir hækkun á leiguverði félagsbústaða og lélegan aðbúnað láglaunafólks borgarinnar. Það var rætt á fundi þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Rekstur A hluta borgarinnar er jákvæður um tæplega fjóra milljarða og segir borgarstjóri í tilkynningu að verið sé að sækja fram í borginni en einnig skila sterkri rekstrarniðurstöðu. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins segir að einmitt í ljósi þessa skilji hún ekki tillögu um að hækka leiguverð enn frekar hjá Félagsbústöðum. Leiguverðið hafi nú þegar hækkað um fimm prósent og lagt sé til tvö prósent í viðbót. „Þetta eru mjög viðkvæmir hópar. Þetta eru einstaklingar á örorku, lífeyrisþegar, fátækt fólk, einstæðir foreldrar. Fólk sem getur ekki mætt auka fjárútlátum. Þótt þetta séu nokkrir þúsund kallar þá er það gríðarlega mikill peningur fyrir fátækt fólk,“ segir Sanna magdalena. Hún segir einnig sláandi að sjá 357 milljón króna útgjöld vegna langtímaveikinda starfsfólks í grunnskólum, leikskólum og á frístundaheimilum, og það aðeins á sex mánaða tímabili. „Þó það standi ekki hverjar ástæðurnar séu þá er líklegt að þetta sé vegna álags sem fólk er að mæta. Það eru lág laun mikið álag, mannekla.“ Sanna segir að hækka þurfi launin og hlúa betur að fólki. „Náttúrulega stytting vinnuvikunnar, það er gríðarlega mikilvægt, og þetta er jafnvel ekki eina starfið sem fólk er í, mætir í aðra vinnu eftir fullan vinnudag þannig að þetta tengist líka húsnæðismarkaðnum og sérstaklega ef öll launin fara í leigu þannig að þetta er samspil margra þátt.“ Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira
Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins vakti athygli á þessu á fundi borgarráðs þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins gagnrýnir hækkun á leiguverði félagsbústaða og lélegan aðbúnað láglaunafólks borgarinnar. Það var rætt á fundi þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Rekstur A hluta borgarinnar er jákvæður um tæplega fjóra milljarða og segir borgarstjóri í tilkynningu að verið sé að sækja fram í borginni en einnig skila sterkri rekstrarniðurstöðu. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins segir að einmitt í ljósi þessa skilji hún ekki tillögu um að hækka leiguverð enn frekar hjá Félagsbústöðum. Leiguverðið hafi nú þegar hækkað um fimm prósent og lagt sé til tvö prósent í viðbót. „Þetta eru mjög viðkvæmir hópar. Þetta eru einstaklingar á örorku, lífeyrisþegar, fátækt fólk, einstæðir foreldrar. Fólk sem getur ekki mætt auka fjárútlátum. Þótt þetta séu nokkrir þúsund kallar þá er það gríðarlega mikill peningur fyrir fátækt fólk,“ segir Sanna magdalena. Hún segir einnig sláandi að sjá 357 milljón króna útgjöld vegna langtímaveikinda starfsfólks í grunnskólum, leikskólum og á frístundaheimilum, og það aðeins á sex mánaða tímabili. „Þó það standi ekki hverjar ástæðurnar séu þá er líklegt að þetta sé vegna álags sem fólk er að mæta. Það eru lág laun mikið álag, mannekla.“ Sanna segir að hækka þurfi launin og hlúa betur að fólki. „Náttúrulega stytting vinnuvikunnar, það er gríðarlega mikilvægt, og þetta er jafnvel ekki eina starfið sem fólk er í, mætir í aðra vinnu eftir fullan vinnudag þannig að þetta tengist líka húsnæðismarkaðnum og sérstaklega ef öll launin fara í leigu þannig að þetta er samspil margra þátt.“
Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira