Jóhann Berg Guðmundsson og Hjörtur Hermannsson eru úr leik í Evrópudeildinni en Matthías Vilhjálmsson og félagar eru komnir í riðlakeppnina.
Matthías Vilhjálmsson var ekki í leikmannahópi Rosenborgar sem vann 2-0 sigur á KF Shkendija í síðari leiknum og samanlagt 5-1.
Burnley er úr leik eftir 1-1 jafntefli við Olympiacos á heimavelli og samanlagt 4-2 en Jóhann Berg er að glíma við meiðsli sem halda honum frá landsleikjunum í byrjun næsta mánaðar.
Hjörtur Hermannsson sat allan tímann á bekknum er Bröndby tapaði 4-2 síðari leiknum geng Genk, samanlagt 9-4 í tveimur afar fjörugum knattspyrnuleikjum.
Það verður því Rosenborg sem verður í hattinum á morgun er dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en Íslendingaliðin, Qarabag og Malmö verða einnig í hattinum.
