Stýrivextir Argentínu hækkaðir í 60 prósent Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 23:17 Það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu. Vísir/AP Seðlabanki Argentínu hafa hækkað stýrivexti þar í landi upp í 60 prósent og er ríkið með hæstu stýrivexti í heiminum eftir fimmtán prósentustiga hækkun. Markmið hækkunarinnar er að byggja upp traust á efnahagi Argentínu og tryggja gjaldmiðil landsins í sessi. Argentínski pesóinn lækkaði í virði um rúm tíu prósent í dag, þrátt fyrir aðgerðir seðlabankans og er það mesta lækkun gjaldmiðilsins frá 2015. Verðbólga í Argentínu er 30 prósent og það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu.Ríkisstjórn Argentínu hefur sömuleiðis leitað eftir hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og beðið um að 50 milljarða dala láni til ríkisins verði flýtt. Vonast var til að það myndi bæta ástandið. Argentína er hins vegar verulega skuldsett og skuldar mikið í dölum. Dalurinn hefur verið að styrkjast að undanförnu og er því erfiðara fyrir ríkið að greiða af skuldum sínum. Lánbeiðnin virðist þó ekki hafa hjálpað. Þess í stað hafa áhyggjur af því að Argentína geti ekki greitt skuldir sínar aukist meðal fjárfesta. Fjárfestar telja nú, samkvæmt miðlum ytra, að ríkisskuldabréf Argentínu séu í öðru sæti yfir verstu ríkisskuldabréfin til að fjárfesta í á heimsvísu. Argentína Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Seðlabanki Argentínu hafa hækkað stýrivexti þar í landi upp í 60 prósent og er ríkið með hæstu stýrivexti í heiminum eftir fimmtán prósentustiga hækkun. Markmið hækkunarinnar er að byggja upp traust á efnahagi Argentínu og tryggja gjaldmiðil landsins í sessi. Argentínski pesóinn lækkaði í virði um rúm tíu prósent í dag, þrátt fyrir aðgerðir seðlabankans og er það mesta lækkun gjaldmiðilsins frá 2015. Verðbólga í Argentínu er 30 prósent og það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu.Ríkisstjórn Argentínu hefur sömuleiðis leitað eftir hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og beðið um að 50 milljarða dala láni til ríkisins verði flýtt. Vonast var til að það myndi bæta ástandið. Argentína er hins vegar verulega skuldsett og skuldar mikið í dölum. Dalurinn hefur verið að styrkjast að undanförnu og er því erfiðara fyrir ríkið að greiða af skuldum sínum. Lánbeiðnin virðist þó ekki hafa hjálpað. Þess í stað hafa áhyggjur af því að Argentína geti ekki greitt skuldir sínar aukist meðal fjárfesta. Fjárfestar telja nú, samkvæmt miðlum ytra, að ríkisskuldabréf Argentínu séu í öðru sæti yfir verstu ríkisskuldabréfin til að fjárfesta í á heimsvísu.
Argentína Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira