Coca-Cola kaupir Costa Coffee Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 08:38 Alison Brittain, forstjóri Whitbread, telur að salan muni ýta undir enn frekari vöxt Costa Coffee. Whitbread Gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur samþykkt að kaupa kaffihúsakeðjuna Costa Coffee út úr móðurfyrirtæki þess, Whitbread. Talið er að kaupverðið nemi alls um 3,9 milljörðum punda, rúmlega 540 milljörðum króna. Whitbread hafði rekið Costa Coffee samhliða hótelkeðjunni Premier inn. Fjárfestar höfðu lengi sett spurningarmerki við það að hafa svo ólíkan rekstur undir einu þaki. Þeir hafa þó ákveðið að halda tryggð við Whitbread, enda hefur það vaxið hratt frá því að það keypti Costa Coffee fyrir aðeins 19 milljónir punda árið 1995.Sjá einnig: Costa áformar að opna á Íslandi Um miðjan tíunda áratuginn rak Costa Coffee 39 útibú á Bretlandseyjum. Nú eru þau rúmlega 2400, auk þess sem Costa Coffee rekur 1400 kaffihús í 31 öðru landi. Ætla má að útibúum fyrirtækisins muni fjölga á næstunni, en eins og Markaðurinn greindi frá á dögunum áformar Costa Coffee að opna á Íslandi. Fyrirtækið leitar að húsnæði í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir. Stjórnendur Whitbread höfðu upphaflega í hyggju að kljúfa rekstur Costa frá samstæðunni (spin-off) og skrá á hlutabréfamarkað eftir að aðgerðarfjárfestar þrýstu á um það. Þeir töldu hins vegar að hrein sala yrði arðbærari og ákváðu því að ganga til samninga við Coca-Cola Hlutabréfaverð í Whitbread hækkaði um 17 prósent í morgun eftir að tilkynnt var um viðskiptin. Tengdar fréttir Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur samþykkt að kaupa kaffihúsakeðjuna Costa Coffee út úr móðurfyrirtæki þess, Whitbread. Talið er að kaupverðið nemi alls um 3,9 milljörðum punda, rúmlega 540 milljörðum króna. Whitbread hafði rekið Costa Coffee samhliða hótelkeðjunni Premier inn. Fjárfestar höfðu lengi sett spurningarmerki við það að hafa svo ólíkan rekstur undir einu þaki. Þeir hafa þó ákveðið að halda tryggð við Whitbread, enda hefur það vaxið hratt frá því að það keypti Costa Coffee fyrir aðeins 19 milljónir punda árið 1995.Sjá einnig: Costa áformar að opna á Íslandi Um miðjan tíunda áratuginn rak Costa Coffee 39 útibú á Bretlandseyjum. Nú eru þau rúmlega 2400, auk þess sem Costa Coffee rekur 1400 kaffihús í 31 öðru landi. Ætla má að útibúum fyrirtækisins muni fjölga á næstunni, en eins og Markaðurinn greindi frá á dögunum áformar Costa Coffee að opna á Íslandi. Fyrirtækið leitar að húsnæði í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir. Stjórnendur Whitbread höfðu upphaflega í hyggju að kljúfa rekstur Costa frá samstæðunni (spin-off) og skrá á hlutabréfamarkað eftir að aðgerðarfjárfestar þrýstu á um það. Þeir töldu hins vegar að hrein sala yrði arðbærari og ákváðu því að ganga til samninga við Coca-Cola Hlutabréfaverð í Whitbread hækkaði um 17 prósent í morgun eftir að tilkynnt var um viðskiptin.
Tengdar fréttir Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00