New Music For Strings kemur til Reykjavíkur Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. ágúst 2018 06:45 Júlía Mogensen er meðal skipuleggjenda New Music For Strings. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er þriðja árið sem þessi hátíð er haldin en hún kemur nú í fyrsta skipti til Íslands,“ segir Júlía Mogensen sellóleikari um tónlistarhátíðina New Music For Strings sem fram fer í Reykjavík í vikunni. Hátíðin hefur áður verið haldin í New York og Árósum. Júlía kemur að skipulagningu hátíðarinnar hérlendis ásamt Þórunni Völu Valdimarsdóttur söngkonu, Gróu Margréti Valdimarsdóttur fiðluleikara og David Cutright tónskáldi sem er einn af listrænum stjórnendum hátíðarinnar. „Þarna er verið að tengja saman Bandaríkin og Norðurlönd. Hátíðin var í Árósum í síðustu viku en nú koma listamennirnir til Íslands.“ Á hátíðinni verða flutt verk fyrir ýmsar gerðir strengjahljóðfæra en einnig koma fram klarínettleikari og söngkonur.Pulitzer-verðlaunahafinn Du Yun, verður með vinnustofu í tengslum við hátíðina.Meðal þeirra sem taka þátt eru Du Yun, sem er Pulitzer-verðlaunahafi í tónlist, en hún verður með vinnustofu í samvinnu við Pál Ragnar Pálsson. Þá mun Eugene Drucker, sem er einn af meðlimum hins þekkta Emerson kvartetts, koma fram. „Ég held að þetta sá svolítið einstök hátíð á sínu sviði, alla vega hvað varðar samstarf tónskálda og strengjaleikara, en mörg þeirra eru jafnt flytjendur og tónskáld. Í því samhengi verður virkilega gaman og áhugavert að kanna þessi, oft óskilgreindu mörk sköpunar og túlkunar í nýrri músík, í raunverulegu samtali,“ segir Júlía. Hún segir sum þessara verka sem flutt verða teygja sig inn fyrir aðrar listgreinar þannig að úr verði öðruvísi upplifun en fólk ætti að venjast innan hins hefðbundna klassíska ramma. Auk þrennra tónleika verða haldnir fyrirlestrar í Listaháskólanum og vinnustofur þar sem meðal annars mastersnemar í tónsmíðum og flytjendur munu vinna saman. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er þriðja árið sem þessi hátíð er haldin en hún kemur nú í fyrsta skipti til Íslands,“ segir Júlía Mogensen sellóleikari um tónlistarhátíðina New Music For Strings sem fram fer í Reykjavík í vikunni. Hátíðin hefur áður verið haldin í New York og Árósum. Júlía kemur að skipulagningu hátíðarinnar hérlendis ásamt Þórunni Völu Valdimarsdóttur söngkonu, Gróu Margréti Valdimarsdóttur fiðluleikara og David Cutright tónskáldi sem er einn af listrænum stjórnendum hátíðarinnar. „Þarna er verið að tengja saman Bandaríkin og Norðurlönd. Hátíðin var í Árósum í síðustu viku en nú koma listamennirnir til Íslands.“ Á hátíðinni verða flutt verk fyrir ýmsar gerðir strengjahljóðfæra en einnig koma fram klarínettleikari og söngkonur.Pulitzer-verðlaunahafinn Du Yun, verður með vinnustofu í tengslum við hátíðina.Meðal þeirra sem taka þátt eru Du Yun, sem er Pulitzer-verðlaunahafi í tónlist, en hún verður með vinnustofu í samvinnu við Pál Ragnar Pálsson. Þá mun Eugene Drucker, sem er einn af meðlimum hins þekkta Emerson kvartetts, koma fram. „Ég held að þetta sá svolítið einstök hátíð á sínu sviði, alla vega hvað varðar samstarf tónskálda og strengjaleikara, en mörg þeirra eru jafnt flytjendur og tónskáld. Í því samhengi verður virkilega gaman og áhugavert að kanna þessi, oft óskilgreindu mörk sköpunar og túlkunar í nýrri músík, í raunverulegu samtali,“ segir Júlía. Hún segir sum þessara verka sem flutt verða teygja sig inn fyrir aðrar listgreinar þannig að úr verði öðruvísi upplifun en fólk ætti að venjast innan hins hefðbundna klassíska ramma. Auk þrennra tónleika verða haldnir fyrirlestrar í Listaháskólanum og vinnustofur þar sem meðal annars mastersnemar í tónsmíðum og flytjendur munu vinna saman.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira