Fólk hugi að skiptingu lífeyrisréttinda Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. ágúst 2018 05:15 Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, hvetur fólk til að kanna hvort skipting lífeyrisréttinda henti því. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hjónum og sambúðarfólki er heimilt að semja um skiptingu lífeyrisréttinda. Sé mikill tekjumunur er þannig hægt að jafna lífeyrisréttindi. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða hvetur fólk til að huga að þessu. Leiðin henti þó ekki öllum. „Við hjónin höfðum talað lengi um að gera samning um að lífeyrisréttindum okkar verði skipt til helminga en létum nú loksins verða af því,“ segir Hólmar Svansson. Hólmar segist hafa orðið meðvitaður um þennan möguleika eftir að frænka hans missti eiginmann sinn óvænt. Hann hafði haft töluvert hærri tekjur og þar með safnað meiri lífeyrisréttindum. Þar sem þau höfðu gert samning um skiptingu lífeyrisréttinda hélt frænka hans helmingi af sameiginlegum réttindum þeirra. Hólmar greindi nýlega frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég var hissa á hversu mikla athygli þetta vakti. Það voru margir sem höfðu samband við mig til að segja sína sögu og að þeir hefðu viljað vita af þessum möguleika.“ Ganga þarf frá samkomulagi um skiptingu lífeyrisréttinda fyrir 65 ára aldur og skila þarf inn heilsufarsvottorði sem sýnir fram á að sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífslíkum. „Læknarnir sem ég fór til voru ekki með þetta á hreinu, þannig að þetta er greinilega ekki mjög algengt. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði verslunarmanna voru í árslok 232 samningar um skiptingu lífeyrisréttinda í gildi. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóði eru slíkir samningar sagðir óalgengir. Að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, hafa samtökin reynt að vekja athygli á þessu. „Þetta hentar hins vegar alls ekki öllum og þess vegna er mikilvægt að fá ráðgjöf. Það er því ekki hægt að mæla með þessu yfir línuna.“ Þórey bendir á að hjá eldri lífeyrissjóðum, sem séu hlutfallssjóðir, sé réttur til makalífeyris almennt mjög sterkur. Í þeim tilfellum sé ekki mælt með samningi um skiptingu réttinda. „Þetta er ekki hugsað sem eitthvert skilnaðarúrræði eins og margir halda. Þarna er um að ræða möguleika fyrir hjón og sambúðarfólk til að jafna stöðu sína þegar kemur að lífeyrisréttindum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Hjónum og sambúðarfólki er heimilt að semja um skiptingu lífeyrisréttinda. Sé mikill tekjumunur er þannig hægt að jafna lífeyrisréttindi. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða hvetur fólk til að huga að þessu. Leiðin henti þó ekki öllum. „Við hjónin höfðum talað lengi um að gera samning um að lífeyrisréttindum okkar verði skipt til helminga en létum nú loksins verða af því,“ segir Hólmar Svansson. Hólmar segist hafa orðið meðvitaður um þennan möguleika eftir að frænka hans missti eiginmann sinn óvænt. Hann hafði haft töluvert hærri tekjur og þar með safnað meiri lífeyrisréttindum. Þar sem þau höfðu gert samning um skiptingu lífeyrisréttinda hélt frænka hans helmingi af sameiginlegum réttindum þeirra. Hólmar greindi nýlega frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég var hissa á hversu mikla athygli þetta vakti. Það voru margir sem höfðu samband við mig til að segja sína sögu og að þeir hefðu viljað vita af þessum möguleika.“ Ganga þarf frá samkomulagi um skiptingu lífeyrisréttinda fyrir 65 ára aldur og skila þarf inn heilsufarsvottorði sem sýnir fram á að sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífslíkum. „Læknarnir sem ég fór til voru ekki með þetta á hreinu, þannig að þetta er greinilega ekki mjög algengt. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði verslunarmanna voru í árslok 232 samningar um skiptingu lífeyrisréttinda í gildi. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóði eru slíkir samningar sagðir óalgengir. Að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, hafa samtökin reynt að vekja athygli á þessu. „Þetta hentar hins vegar alls ekki öllum og þess vegna er mikilvægt að fá ráðgjöf. Það er því ekki hægt að mæla með þessu yfir línuna.“ Þórey bendir á að hjá eldri lífeyrissjóðum, sem séu hlutfallssjóðir, sé réttur til makalífeyris almennt mjög sterkur. Í þeim tilfellum sé ekki mælt með samningi um skiptingu réttinda. „Þetta er ekki hugsað sem eitthvert skilnaðarúrræði eins og margir halda. Þarna er um að ræða möguleika fyrir hjón og sambúðarfólk til að jafna stöðu sína þegar kemur að lífeyrisréttindum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira