Leikmennirnir sem kom til greina hjá körlunum eru þeir Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah og Luka Modric.
Cristiano Ronaldo og Luka Modric unnu Meistaradeildina með Real Madrid en Mohamed Salah átti magnað fyrsta tímabil með Liverpool-liðinu.
Luka Modric fylgdi eftir Meistaradeildarsigrinum með því að hjálpa króatíska landsliðinu að komast alla leið í úrslitaleikinn á HM í Rússlandi.
#UEFAawards shortlist is here!
Men's Player of the Year @lukamodric10@Cristiano@MoSalah
Who will win in Monaco on August 30? https://t.co/DeivvW4dOqpic.twitter.com/YhcjsePZSc
— UEFA (@UEFA) August 20, 2018
Liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttir hjá Wolfsburg keppir um titilinn í kvennaflokki við tvær úr franska liðinu Lyon sem vann Meistaradeildarina eftir sigur á Wolfsburg í úrslitaleiknum.
Hin danska Pernille Harder er þar tilnefnd ásamt hinni norsku Ada S Hegerberg og hinni frönsku Amandine Henry.
#UEFAawards
Women's Player of the Year @PernilleMHarder@AdaStolsmo@amandinehenry6
The winner will be announced in Monaco on August 30 https://t.co/DeivvW4dOqpic.twitter.com/gS9IWSg554
— UEFA (@UEFA) August 20, 2018