Ekkert nýmæli að kelfdar langreyðarkýr séu drepnar Sveinn Arnarsson skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Hér liggur fóstrið á skurðarfletinum við hlið móður sinnar. Myndin var tekin síðdegis í gær. Hard to Port Sjávarútvegur Algengt er að langreyðarkýr sem skotnar eru hér við land á sumrin séu kelfdar og eigi nokkra mánuði eftir af meðgöngu. Dýraverndarsamband Íslands telur óeðlilegt að þessi háttur sé hafður á við hvalveiðar. Langreyðurin sem skorin var í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði í gær var kelfd. Það sýna myndir sem náðust af verkun kýrinnar. Þrjá menn þurfti til að draga fóstrið af hvalskurðarfletinum.Gísli Víkingsson.Gísli Arnór Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir það algengt að kelfdar kýr séu skotnar af hvalveiðiskipum. „Það er nokkurs konar regla að langreyðarkýr eigi afkvæmi annað hvert ár. Kálfarnir eru að koma í heiminn um áramótin og kýrin er svo að venja kálfinn af spena um mitt árið,“ segir Gísli. „Það er bannað að skjóta kýr með kálf á spena hér við land og því nokkuð algengt að þær kýr sem eru orðnar kynþroska séu með fóstri.“ Veiði á langreyði hófst í júní og má veiða um 160 dýr. Bannað er að veiða kálfa sem og kýr með kálf á spena samkvæmt reglugerð. Dýraverndarsambandið leggst gegn veiðunum og hefur sagt þær óforsvaranlegar.Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsamband Íslands.„Það getur ekki verið eðlilegt að skjóta þungaðar kýr, það yrði til að mynda ekki leyft á hreindýraveiðum,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, sem hefur ályktað harðlega gegn þessum veiðum. „Fyrir það fyrsta eru hvalveiðar, eins og þær eru stundaðar hér á landi, ekki verjandi í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja skjóta aflífun dýranna. Bendi ég á tregðu ráðherra til að birta skýrslu um lengd dauðastríðs hvala. Það er alvarlegt að það fáist ekki birt. Hér er um að ræða spendýr með heitt blóð og sýnt hefur verið að dýrin búi yfir greind og skyni eins og önnur spendýr. Það er ekki hægt að réttlæta þessar veiðar.“ Skýrslan sem Hallgerður vitnar til var gerð af norskum sérfræðingi um borð í hvalveiðiskipum Hvals hf. árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, sagði að niðurstöðum þeirrar rannsóknar yrði haldið leyndum. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, á þingi árið 2014. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Sjávarútvegur Algengt er að langreyðarkýr sem skotnar eru hér við land á sumrin séu kelfdar og eigi nokkra mánuði eftir af meðgöngu. Dýraverndarsamband Íslands telur óeðlilegt að þessi háttur sé hafður á við hvalveiðar. Langreyðurin sem skorin var í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði í gær var kelfd. Það sýna myndir sem náðust af verkun kýrinnar. Þrjá menn þurfti til að draga fóstrið af hvalskurðarfletinum.Gísli Víkingsson.Gísli Arnór Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir það algengt að kelfdar kýr séu skotnar af hvalveiðiskipum. „Það er nokkurs konar regla að langreyðarkýr eigi afkvæmi annað hvert ár. Kálfarnir eru að koma í heiminn um áramótin og kýrin er svo að venja kálfinn af spena um mitt árið,“ segir Gísli. „Það er bannað að skjóta kýr með kálf á spena hér við land og því nokkuð algengt að þær kýr sem eru orðnar kynþroska séu með fóstri.“ Veiði á langreyði hófst í júní og má veiða um 160 dýr. Bannað er að veiða kálfa sem og kýr með kálf á spena samkvæmt reglugerð. Dýraverndarsambandið leggst gegn veiðunum og hefur sagt þær óforsvaranlegar.Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsamband Íslands.„Það getur ekki verið eðlilegt að skjóta þungaðar kýr, það yrði til að mynda ekki leyft á hreindýraveiðum,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, sem hefur ályktað harðlega gegn þessum veiðum. „Fyrir það fyrsta eru hvalveiðar, eins og þær eru stundaðar hér á landi, ekki verjandi í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja skjóta aflífun dýranna. Bendi ég á tregðu ráðherra til að birta skýrslu um lengd dauðastríðs hvala. Það er alvarlegt að það fáist ekki birt. Hér er um að ræða spendýr með heitt blóð og sýnt hefur verið að dýrin búi yfir greind og skyni eins og önnur spendýr. Það er ekki hægt að réttlæta þessar veiðar.“ Skýrslan sem Hallgerður vitnar til var gerð af norskum sérfræðingi um borð í hvalveiðiskipum Hvals hf. árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, sagði að niðurstöðum þeirrar rannsóknar yrði haldið leyndum. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, á þingi árið 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50