Vísindaskortur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. ágúst 2018 05:45 Vísindin eru meira en samansafn þekkingar; þau eru ákveðinn hugsunarháttur. Þau eru tól sem við notum til að spyrja alheiminn gagnrýnna spurninga, fullmeðvituð um skeikulleika mannskepnunnar. Ef við fáum ekki tækifæri til að spyrja slíkra spurninga, til að mæta þeim sem segjast hafa sannleikann á reiðum höndum full efasemda, og til að vera efins í garð þeirra sem fara með valdið, þá erum við berskjölduð fyrir áhrifum næsta pólitíska eða trúarlega svikahrapps sem við mætum.“ Þessi örfáu orð voru með því síðasta sem stjarnfræðingurinn og vísindamiðlarinn Carl Sagan sagði á opinberum vettvangi. Stuttu seinna var Sagan allur, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það sem hann vísaði í með orðum sínum var mikilvægi almenns raunvísindalæsis í lýðræðissamfélagi og hversu hættulegt það er þegar samfélag, sem byggir framfarir sínar og velsæld á vísindum og tækni, fjarlægist þessar grunnstoðir svo að aðeins örfáir hafa skilning á þeim. Það er viss kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að á tímum meiriháttar framfara í vísindum, sem umbreytt hafa lífi okkar á stuttum tíma, höfum við á sama tíma sífellt minni skilning á þeim vísindum sem búa að baki framförunum. PISA-kannanir undanfarin ár varpa ljósi á þetta. Þær gefa til kynna að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað verulega síðasta áratug. Það sama má segja um stærðfræðikunnáttu. Í Fréttablaðinu í dag er að finna stutta en þó mikilvæga frétt þar sem greint er frá áhyggjum líffræðikennara af hnignandi raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum. Kennararnir segja styttingu náms hafa bitnað á raunvísindunum, einmitt á þeim tíma þegar þörfin fyrir öflugt vísindalæsi er mest; á tímum loftslagsbreytinga og aukinnar kröfu um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Dæmi eru um að einstaklingar hafi lokið stúdentsprófi án þess að taka svo mikið sem einn áfanga í raungreinum. Það má vafalaust margt betur gera í raungreinakennslu. Hún á að snúast um meira en utanbókarlærdóm, lotukerfið, algebru og frumulíffæri. Börn hafa náttúrulega tilhneigingu til að vilja skilja heiminn, það að okkur hafi mistekist að virkja þennan áhuga er á ábyrgð foreldra, kennara, stjórnmálamanna, samfélagsins alls. Afleiðingarnar af þessu eru ekki aðeins að æ færri gera vísindin að ævistarfi sínu, heldur einnig þær að við förum á mis við mikilvægt tækifæri til að kynnast okkur sjálfum. Bæði hvað varðar það hver við erum sem lífverur, hvaðan við komum og hvert við stefnum, og hvað felst í því að vera manneskja. Vísindalegur hugsunarháttur krefst gagnrýnnar hugsunar, elju og áhuga. En umfram allt þarfnast vísindin samstarfs. Án samstarfs, þar sem einstaklingurinn verður að reiða sig á heildina, eru vísindin innantómt áhugamál. Þetta samstarf er lykillinn að velgengni mannskepnunnar, á öllum sviðum, og það er forsenda þess að við getum byggt betra samfélag. Okkur ber að virkja áhuga ungmenna á vísindunum. Það mun á endanum örva samfélag okkar enn frekar og hjálpa okkur að vera enn betur í stakk búin til að mæta krefjandi áskorunum í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Vísindi Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindin eru meira en samansafn þekkingar; þau eru ákveðinn hugsunarháttur. Þau eru tól sem við notum til að spyrja alheiminn gagnrýnna spurninga, fullmeðvituð um skeikulleika mannskepnunnar. Ef við fáum ekki tækifæri til að spyrja slíkra spurninga, til að mæta þeim sem segjast hafa sannleikann á reiðum höndum full efasemda, og til að vera efins í garð þeirra sem fara með valdið, þá erum við berskjölduð fyrir áhrifum næsta pólitíska eða trúarlega svikahrapps sem við mætum.“ Þessi örfáu orð voru með því síðasta sem stjarnfræðingurinn og vísindamiðlarinn Carl Sagan sagði á opinberum vettvangi. Stuttu seinna var Sagan allur, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það sem hann vísaði í með orðum sínum var mikilvægi almenns raunvísindalæsis í lýðræðissamfélagi og hversu hættulegt það er þegar samfélag, sem byggir framfarir sínar og velsæld á vísindum og tækni, fjarlægist þessar grunnstoðir svo að aðeins örfáir hafa skilning á þeim. Það er viss kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að á tímum meiriháttar framfara í vísindum, sem umbreytt hafa lífi okkar á stuttum tíma, höfum við á sama tíma sífellt minni skilning á þeim vísindum sem búa að baki framförunum. PISA-kannanir undanfarin ár varpa ljósi á þetta. Þær gefa til kynna að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað verulega síðasta áratug. Það sama má segja um stærðfræðikunnáttu. Í Fréttablaðinu í dag er að finna stutta en þó mikilvæga frétt þar sem greint er frá áhyggjum líffræðikennara af hnignandi raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum. Kennararnir segja styttingu náms hafa bitnað á raunvísindunum, einmitt á þeim tíma þegar þörfin fyrir öflugt vísindalæsi er mest; á tímum loftslagsbreytinga og aukinnar kröfu um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Dæmi eru um að einstaklingar hafi lokið stúdentsprófi án þess að taka svo mikið sem einn áfanga í raungreinum. Það má vafalaust margt betur gera í raungreinakennslu. Hún á að snúast um meira en utanbókarlærdóm, lotukerfið, algebru og frumulíffæri. Börn hafa náttúrulega tilhneigingu til að vilja skilja heiminn, það að okkur hafi mistekist að virkja þennan áhuga er á ábyrgð foreldra, kennara, stjórnmálamanna, samfélagsins alls. Afleiðingarnar af þessu eru ekki aðeins að æ færri gera vísindin að ævistarfi sínu, heldur einnig þær að við förum á mis við mikilvægt tækifæri til að kynnast okkur sjálfum. Bæði hvað varðar það hver við erum sem lífverur, hvaðan við komum og hvert við stefnum, og hvað felst í því að vera manneskja. Vísindalegur hugsunarháttur krefst gagnrýnnar hugsunar, elju og áhuga. En umfram allt þarfnast vísindin samstarfs. Án samstarfs, þar sem einstaklingurinn verður að reiða sig á heildina, eru vísindin innantómt áhugamál. Þetta samstarf er lykillinn að velgengni mannskepnunnar, á öllum sviðum, og það er forsenda þess að við getum byggt betra samfélag. Okkur ber að virkja áhuga ungmenna á vísindunum. Það mun á endanum örva samfélag okkar enn frekar og hjálpa okkur að vera enn betur í stakk búin til að mæta krefjandi áskorunum í framtíðinni.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun