Rúmlega 155 milljónir króna söfnuðust í styrki til ýmissa góðgerðarfélaga og málefna í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór síðastliðinn laugardag. Er um töluverða aukningu að ræða frá síðasta ári þegar 118 milljónir söfnuðust.
Alls voru þátttakendur í maraþoninu um fjórtán þúsund talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka sem er helsti styrktaraðili hlaupsins. Fjármunirnir sem söfnuðust munu renna óskiptir til 180 góðgerðarfélaga.
