Mál Mirjam kalli á breytt verklag Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Mirjam Foekje van Twuijver hefur verið í rafrænu eftirliti í þrjá mánuði en óttast nú að þurfa að fara aftur í fangelsi. Fréttablaðið/Þórsteinn „Við erum í þessum töluðu orðum að klára kæruna til ráðuneytisins, þar sem við erum að óska eftir betri niðurstöðu í hennar málum,“ segir Sveinn Guðmundsson lögmaður sem tók við máli Mirjam Van Twuijver sem boðuð var til afplánunar í fangelsi að nýju eftir að hafa unnið mál sitt gegn Útlendingastofnun eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í mánuðinum. Sveinn segir ýmsa galla vera á meðferð máls hennar hjá stjórnvöldum og nefnir meðal annars upplýsingaskyldu stjórnvalda. „Það hefði náttúrulega átt að koma fram í bréfi Útlendingastofnunar hver áhrif þess gætu orðið fyrir hana ef ákvörðun um brottvísun yrði afturkölluð. Það hefði þurft að gæta að þessari upplýsingaskyldu gagnvart henni sem er mjög íþyngjandi fyrir hana núna þegar á að fara að snúa þessu við,“ segir Sveinn og bætir við: „Þeir vita af þessu í dag hjá Útlendingastofnun og munu breyta þessu verklagi.“ Sjálf hefur Mirjam greint frá því að öll bréf sem henni berast frá íslenskum stjórnvöldum séu einungis á íslensku en hvorki á móðurmáli hennar né öðru tungumáli sem hún skilur. Boðun Mirjam í fangelsi hefur verið frestað til 7. september. Sveinn segist ekki geta svarað því hvort niðurstaða verði komin í málið fyrir þann tíma eða hvort Mirjam verði gert að mæta í afplánun áður en mál hennar hefur verið leitt til lykta. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Við erum í þessum töluðu orðum að klára kæruna til ráðuneytisins, þar sem við erum að óska eftir betri niðurstöðu í hennar málum,“ segir Sveinn Guðmundsson lögmaður sem tók við máli Mirjam Van Twuijver sem boðuð var til afplánunar í fangelsi að nýju eftir að hafa unnið mál sitt gegn Útlendingastofnun eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í mánuðinum. Sveinn segir ýmsa galla vera á meðferð máls hennar hjá stjórnvöldum og nefnir meðal annars upplýsingaskyldu stjórnvalda. „Það hefði náttúrulega átt að koma fram í bréfi Útlendingastofnunar hver áhrif þess gætu orðið fyrir hana ef ákvörðun um brottvísun yrði afturkölluð. Það hefði þurft að gæta að þessari upplýsingaskyldu gagnvart henni sem er mjög íþyngjandi fyrir hana núna þegar á að fara að snúa þessu við,“ segir Sveinn og bætir við: „Þeir vita af þessu í dag hjá Útlendingastofnun og munu breyta þessu verklagi.“ Sjálf hefur Mirjam greint frá því að öll bréf sem henni berast frá íslenskum stjórnvöldum séu einungis á íslensku en hvorki á móðurmáli hennar né öðru tungumáli sem hún skilur. Boðun Mirjam í fangelsi hefur verið frestað til 7. september. Sveinn segist ekki geta svarað því hvort niðurstaða verði komin í málið fyrir þann tíma eða hvort Mirjam verði gert að mæta í afplánun áður en mál hennar hefur verið leitt til lykta.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira