Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2018 19:30 Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi reynst forsetanum erfiður en Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur, hans játaði á sig brot sem bendla forsetann við alvarleg lögbrot. Skömmu áður hafði Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump, verið sakfelldur í aðskildu máli.Sjá einnig: Stutt þungra högga á milliViðurkenndi Cohen meðal annars að hafa greitt tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, til að þagga niður í þeim vegna frásagna þeirra um meint kynferðislegt samband þeirra við Trump. Cohen sagðist hafa gert það að skipan Trump og með hans vitneskju.„Að Cohen hafi framið þessi brot að beiðni eða fyrir tilstuðlan forsetans, það er auðvitað mjög alvarlegt,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Fréttablaðið/Anton BrinkRepúblikanir ekki sýnt vilja til að hlusta á dómsvaldið Að mati Silju er líklegt að játningar Cohen og sakfelling Manafort muni efla Demókrata í andstöðu sinni gegn forsetanum en á meðan Repúblikanar styðji Trump muni málið þó ekki hafa mikil áhrif á hann. „Í eðlilegu stjórnmálaástandi væri þetta auðvitað mjög afgerandi og hlyti að koma af stað miklum viðbrögðum. Í Bandaríkjunum í dag hafa Repúblikanar ekki sýnt vilja til þess að hlusta á dómsvaldið og taka af skarið þegar svona upplýsingar koma fram,“ segir Silja BáraFram undan eru þingkosningar í Bandaríkjunum í haust þar sem líklegt er að Demókratar nái meirihluta í neðri deild þingsins en ólíklegt er að meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni falli. Takist Demókrötum hins vegar að ná meirihluta í báðum deildum gæti staða Trump versnað til muna.„Ef Demókratar ná bæði fulltrúa- og öldungadeildinni eru þeir komnir í þá stöðu að geta ekki bara ákært heldur ráðið því hvernig skipað er í nefndina sem metur ákæruna, þá sem fer með eiginlegt dómsvald í máli ef að það verður ákært fyrir embættisbrot. Það bíður upp á allt aðra útkomu en eins og staðan er núna,“ segir Silja Bára.Trump hefur verið tiltölulega hljóðlátur í dag en hann tók sér þó tíma til þess að segja fylgjendum hans á Twitter að hann gæti ekki mælt með lögfræðiþjónustu Michael Cohen. Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi reynst forsetanum erfiður en Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur, hans játaði á sig brot sem bendla forsetann við alvarleg lögbrot. Skömmu áður hafði Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump, verið sakfelldur í aðskildu máli.Sjá einnig: Stutt þungra högga á milliViðurkenndi Cohen meðal annars að hafa greitt tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, til að þagga niður í þeim vegna frásagna þeirra um meint kynferðislegt samband þeirra við Trump. Cohen sagðist hafa gert það að skipan Trump og með hans vitneskju.„Að Cohen hafi framið þessi brot að beiðni eða fyrir tilstuðlan forsetans, það er auðvitað mjög alvarlegt,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Fréttablaðið/Anton BrinkRepúblikanir ekki sýnt vilja til að hlusta á dómsvaldið Að mati Silju er líklegt að játningar Cohen og sakfelling Manafort muni efla Demókrata í andstöðu sinni gegn forsetanum en á meðan Repúblikanar styðji Trump muni málið þó ekki hafa mikil áhrif á hann. „Í eðlilegu stjórnmálaástandi væri þetta auðvitað mjög afgerandi og hlyti að koma af stað miklum viðbrögðum. Í Bandaríkjunum í dag hafa Repúblikanar ekki sýnt vilja til þess að hlusta á dómsvaldið og taka af skarið þegar svona upplýsingar koma fram,“ segir Silja BáraFram undan eru þingkosningar í Bandaríkjunum í haust þar sem líklegt er að Demókratar nái meirihluta í neðri deild þingsins en ólíklegt er að meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni falli. Takist Demókrötum hins vegar að ná meirihluta í báðum deildum gæti staða Trump versnað til muna.„Ef Demókratar ná bæði fulltrúa- og öldungadeildinni eru þeir komnir í þá stöðu að geta ekki bara ákært heldur ráðið því hvernig skipað er í nefndina sem metur ákæruna, þá sem fer með eiginlegt dómsvald í máli ef að það verður ákært fyrir embættisbrot. Það bíður upp á allt aðra útkomu en eins og staðan er núna,“ segir Silja Bára.Trump hefur verið tiltölulega hljóðlátur í dag en hann tók sér þó tíma til þess að segja fylgjendum hans á Twitter að hann gæti ekki mælt með lögfræðiþjónustu Michael Cohen.
Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01