Fallegur fótbolti FH skilar ekki mörgum stigum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. ágúst 2018 14:00 Ólafur Kristjánsson lætur liðið sitt spila góðan bolta en það hefur ekki skilað mörgum stigum í sumar. vísir/bára FH, sem nánast hefur drottnað yfir efstu deild karla í fótbolta undanfarin fimmtán ár, hefur verið í basli í sumar eftir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum og þjálfaraskipti. Ólafur Kristjánsson tók við síðasta haust eftir tíu ára valdasetu Heimis Guðjónssonar en liðið er í fimmta sæti með 24 stig, ellefu stigum frá toppnum og þremur stigum frá Evrópusæti þegar að fimm umferðir eru eftir. Ólafur viðurkenndi í Pepsi-mörkunum að verkefnið með FH væri stærra en að hann gerði sér grein fyrir og berst hann nú með kjafti og klóm fyrir því að komast í Evrópu. FH hefur verið í Evrópukeppni árlega frá því 2003.Mest með boltann FH er í basli með varnarleikinn en liðið er búið að fá á sig 25 mörk í 17 leikjum, þar af tólf mörk úr föstum leikatriðum. Á sama tíma er liðið „aðeins“ búið að skora 25 mörk sem er sex færri mörkum en topplið Vals er búið að skora. Það vantar samt ekkert upp á það að FH reyni að spila góðan fótbolta og Instat-tölfræðin sem heldur utan um Pepsi-deildina sannar það. Þar toppar FH nánast alla lista yfir sendingar en það gengur ekki alveg nógu vel að skora. FH er mest allra liða með boltann í deildinni en það er með boltann að meðaltali í 31 mínútu og 24 sekúndur í leik og er með 57 prósent „possession“. Næsta lið er Valur með 55 prósent en það heldur boltanum í 30 mínútur og 21 sekúndu að meðaltali í leik. Þetta eru einu liðin sem eru með boltann innan sinna raða í rúman hálftíma í hverjum leik. FH gefur flestar sendingarnar í deildinni en liðið klárar 449 slíkar af 551 að meðaltali í leik eða 81 prósent allra sendinga sinna. Valur og Breiðablik klára einnig 81 prósent sendinga sinna í hverjum leik en eru með færri heppnaðar og færri tilraunir.instatBoltinn á grasinu Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar reyna einnig hvað helst að halda boltanum á grasinu. Meðallengd sendinga FH í hverjum leik eru 18,6 metrar en það er eina liðið sem er undir 20 að meðaltali. Fylkir toppar þann lista með 22,4 metra. FH-ingar gefa einnig langfæstar langar sendingar. Þeir reyna 34 slíkar að meðaltali í leik og klára 20 og eru eina liðið undir fjörutíu tilraunum. Fylkir og ÍBV reynir yfir 50 langar sendingar í leik. FH-liðið færir boltann einnig hraðast á milli manna. Það gefur 14,2 sendingar að meðaltali í hverri sendingalotu en Valsmenn koma þar rétt á eftir með 14,1. Þá hafa FH-ingar bæði reynt flestar (18) og klárað flestar (9) lykilsendingar í deildinni. Þegar kemur svo að því að koma boltanum í netið er aðeins rifið í handbremsuna hjá FH-ingum sem hitta markið 5,4 sinnum að meðaltali í leik í 14,1 skoti. FH skapar sér næstflest færi eða sjö talsins í hverjum leik en nýtir aðeins 1,4 af þeim sem gerir nýtingu upp á 19 prósent. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
FH, sem nánast hefur drottnað yfir efstu deild karla í fótbolta undanfarin fimmtán ár, hefur verið í basli í sumar eftir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum og þjálfaraskipti. Ólafur Kristjánsson tók við síðasta haust eftir tíu ára valdasetu Heimis Guðjónssonar en liðið er í fimmta sæti með 24 stig, ellefu stigum frá toppnum og þremur stigum frá Evrópusæti þegar að fimm umferðir eru eftir. Ólafur viðurkenndi í Pepsi-mörkunum að verkefnið með FH væri stærra en að hann gerði sér grein fyrir og berst hann nú með kjafti og klóm fyrir því að komast í Evrópu. FH hefur verið í Evrópukeppni árlega frá því 2003.Mest með boltann FH er í basli með varnarleikinn en liðið er búið að fá á sig 25 mörk í 17 leikjum, þar af tólf mörk úr föstum leikatriðum. Á sama tíma er liðið „aðeins“ búið að skora 25 mörk sem er sex færri mörkum en topplið Vals er búið að skora. Það vantar samt ekkert upp á það að FH reyni að spila góðan fótbolta og Instat-tölfræðin sem heldur utan um Pepsi-deildina sannar það. Þar toppar FH nánast alla lista yfir sendingar en það gengur ekki alveg nógu vel að skora. FH er mest allra liða með boltann í deildinni en það er með boltann að meðaltali í 31 mínútu og 24 sekúndur í leik og er með 57 prósent „possession“. Næsta lið er Valur með 55 prósent en það heldur boltanum í 30 mínútur og 21 sekúndu að meðaltali í leik. Þetta eru einu liðin sem eru með boltann innan sinna raða í rúman hálftíma í hverjum leik. FH gefur flestar sendingarnar í deildinni en liðið klárar 449 slíkar af 551 að meðaltali í leik eða 81 prósent allra sendinga sinna. Valur og Breiðablik klára einnig 81 prósent sendinga sinna í hverjum leik en eru með færri heppnaðar og færri tilraunir.instatBoltinn á grasinu Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar reyna einnig hvað helst að halda boltanum á grasinu. Meðallengd sendinga FH í hverjum leik eru 18,6 metrar en það er eina liðið sem er undir 20 að meðaltali. Fylkir toppar þann lista með 22,4 metra. FH-ingar gefa einnig langfæstar langar sendingar. Þeir reyna 34 slíkar að meðaltali í leik og klára 20 og eru eina liðið undir fjörutíu tilraunum. Fylkir og ÍBV reynir yfir 50 langar sendingar í leik. FH-liðið færir boltann einnig hraðast á milli manna. Það gefur 14,2 sendingar að meðaltali í hverri sendingalotu en Valsmenn koma þar rétt á eftir með 14,1. Þá hafa FH-ingar bæði reynt flestar (18) og klárað flestar (9) lykilsendingar í deildinni. Þegar kemur svo að því að koma boltanum í netið er aðeins rifið í handbremsuna hjá FH-ingum sem hitta markið 5,4 sinnum að meðaltali í leik í 14,1 skoti. FH skapar sér næstflest færi eða sjö talsins í hverjum leik en nýtir aðeins 1,4 af þeim sem gerir nýtingu upp á 19 prósent.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00