Sneri við blaðinu með líkamsstöðu sem eykur hormón sjálfstraustsins Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2018 14:30 Bergþór Pálsson er alltaf skemmtilegur karakter. Bergþór Pálsson er nýorðinn sextugur og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. Hann sló rækilega í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað í vor og fuku kílóinn af honum í ferlinu. Bergþór myndaði sterkt danssamband við Hönnu Rún Bazev Óladóttir og var það kveikjan af því að breyta um lífstíl. Vala Matt ræddi við Bergþór í Íslandi í dag í gærkvöldi en hann notaði jákvæða sjálfræði sem hann segir hafa skipt sköpum. „Mig hefur kannski langað að gera eitthvað, byrja af eldmóði og svo lekur það frá mér,“ segir Bergþór sem gaf á dögunum út myndband á YouTube þar sem hann fer yfir það hvað virkaði fyrir sig. „Í sumar hef ég nýtt mér aðferðir sem ég lærði á námskeiði í sumar og þær snúast um það að plata hugann með líkamshreyfingum. Að láta hann líða eins og þegar okkur líður best, eins og þegar við erum að þakka fyrir eitthvað, eins og þegar við erum stolt af einhverju eins og þegar við t.d. vinnum landsleik eða eitthvað þannig.“ Hann segir að það felist í sigurlíkamsstöðu sem hann sýndi í þættinum í gær en Bergþór kallar stöðuna sigurstaða. „Það hefur verið sannað í Harvard að í þessari líkamsstöðu þá eykst testósterón í blóðinu sem er hormón sjálfstraustsins. Þegar maður er fullur af sjálfstrausti, fullur af gleði og þakkar fyrir lífið og er stoltur af einhverju, þá líður manni vel. Maður platar þá hugann að fara líða nákvæmlega eins og á þessum augnablikum.“ Bergþór segist hafa grennst mikið í þáttunum Allir geta dansað. „Þá fór ýmislegt að verða pokalegt og ég ákvað að fylla upp í þessa poka, í stað þess að borða upp í þá. Ég ætla ekkert að verða neitt vöðvafjall, langar bara að líða vel.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Bergþór Pálsson. Dans Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Bergþór Pálsson er nýorðinn sextugur og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. Hann sló rækilega í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað í vor og fuku kílóinn af honum í ferlinu. Bergþór myndaði sterkt danssamband við Hönnu Rún Bazev Óladóttir og var það kveikjan af því að breyta um lífstíl. Vala Matt ræddi við Bergþór í Íslandi í dag í gærkvöldi en hann notaði jákvæða sjálfræði sem hann segir hafa skipt sköpum. „Mig hefur kannski langað að gera eitthvað, byrja af eldmóði og svo lekur það frá mér,“ segir Bergþór sem gaf á dögunum út myndband á YouTube þar sem hann fer yfir það hvað virkaði fyrir sig. „Í sumar hef ég nýtt mér aðferðir sem ég lærði á námskeiði í sumar og þær snúast um það að plata hugann með líkamshreyfingum. Að láta hann líða eins og þegar okkur líður best, eins og þegar við erum að þakka fyrir eitthvað, eins og þegar við erum stolt af einhverju eins og þegar við t.d. vinnum landsleik eða eitthvað þannig.“ Hann segir að það felist í sigurlíkamsstöðu sem hann sýndi í þættinum í gær en Bergþór kallar stöðuna sigurstaða. „Það hefur verið sannað í Harvard að í þessari líkamsstöðu þá eykst testósterón í blóðinu sem er hormón sjálfstraustsins. Þegar maður er fullur af sjálfstrausti, fullur af gleði og þakkar fyrir lífið og er stoltur af einhverju, þá líður manni vel. Maður platar þá hugann að fara líða nákvæmlega eins og á þessum augnablikum.“ Bergþór segist hafa grennst mikið í þáttunum Allir geta dansað. „Þá fór ýmislegt að verða pokalegt og ég ákvað að fylla upp í þessa poka, í stað þess að borða upp í þá. Ég ætla ekkert að verða neitt vöðvafjall, langar bara að líða vel.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Bergþór Pálsson.
Dans Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira