HÍ býður almenningi að sitja námskeið í þjóðhagfræði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2018 14:38 Háskóli Íslands. Fréttablaðið/GVA Hagfræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða áhugasömum að að sækja sér að kostnaðarlausu háskólafyrirlestra í þjóðhagfræði handa byrjendum nú í haust. Fyrirlesari námskeiðsins er Þorvaldur Gylfason prófessor og heldur hann fyrirlestra tvisvar í viku, á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 11:40 til 13:10 í stofu 102 á Háskólatorgi. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 28. ágúst næstkomandi klukkan 11:40. Námskeiðinu lýkur 21. nóvember og aðstoðarkennari er Oddgeir Á. Ottesen hagfræðingur. Í tilkynningu frá hagfræðideild Háskóla Íslands segir að Þjóðhagfræði I sé inngangsnámskeið sem krefjist ekki sérstaks undirbúnings umfram almenna þjálfun til stúdentsprófs eða samsvarandi. Til að áhugasamir gestir geti nýtt sér kennsluna sem best verður upplýsingavefur námskeiðsins hafður opinn og aðgengilegur öllum. Þar verður hægt að nálgast námslýsingu, glærur og annað efni tengt fyrirlestrunum. Vefslóðin verður kynnt í upphafi námskeiðsins. Þá segir einnig að markmið námskeiðsins sé að miðla innsýn í þjóðhagfræði, helstu kenningar hennar og hugtök, og veita yfirsýn yfir helstu viðfangsefni þjóðhagfræðinga og ýmis lögmál efnahagslífsins. Rækt sé lögð jöfnum höndum við fræðilegt inntak og hagnýtt gildi námsefnisins og tengsl þess við ýmis efnahagsmál sem eru ofarlega á baugi á Íslandi og úti í heimi. Skóla - og menntamál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Hagfræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða áhugasömum að að sækja sér að kostnaðarlausu háskólafyrirlestra í þjóðhagfræði handa byrjendum nú í haust. Fyrirlesari námskeiðsins er Þorvaldur Gylfason prófessor og heldur hann fyrirlestra tvisvar í viku, á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 11:40 til 13:10 í stofu 102 á Háskólatorgi. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 28. ágúst næstkomandi klukkan 11:40. Námskeiðinu lýkur 21. nóvember og aðstoðarkennari er Oddgeir Á. Ottesen hagfræðingur. Í tilkynningu frá hagfræðideild Háskóla Íslands segir að Þjóðhagfræði I sé inngangsnámskeið sem krefjist ekki sérstaks undirbúnings umfram almenna þjálfun til stúdentsprófs eða samsvarandi. Til að áhugasamir gestir geti nýtt sér kennsluna sem best verður upplýsingavefur námskeiðsins hafður opinn og aðgengilegur öllum. Þar verður hægt að nálgast námslýsingu, glærur og annað efni tengt fyrirlestrunum. Vefslóðin verður kynnt í upphafi námskeiðsins. Þá segir einnig að markmið námskeiðsins sé að miðla innsýn í þjóðhagfræði, helstu kenningar hennar og hugtök, og veita yfirsýn yfir helstu viðfangsefni þjóðhagfræðinga og ýmis lögmál efnahagslífsins. Rækt sé lögð jöfnum höndum við fræðilegt inntak og hagnýtt gildi námsefnisins og tengsl þess við ýmis efnahagsmál sem eru ofarlega á baugi á Íslandi og úti í heimi.
Skóla - og menntamál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira