Fornleifadagur í Arnarfirði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:30 Hér er Margrét Hrönn nýbúin að grafa upp stóran og heillegan meitil sem fannst í skálanum. Mynd/Björk Magnúsdóttir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur er í matartíma og meira að segja að lesa nýútkomin blöð þegar hún er tekin tali vestur í Arnarfirði. „Við fáum okkur snarl í hádeginu en eldum á kvöldin,“ segir hún glaðlega og á þar við hópinn sem vinnur að uppgreftri á víkingaskála að Auðkúlu. Margrét og hennar lið ætla að taka á móti gestum og gangandi í dag, laugardag, og segja frá rannsóknum sínum þar vestra. Dagskráin hefst klukkan 14 með stuttum fyrirlestri í kapellunni á Hrafnseyri. Eftir það verður leiðsögn um rannsóknarsvæðið á Hrafnseyri og sagt frá því sem þar hefur fundist, sem er meðal annars lítill skáli sem grafinn var upp á árunum 1977 og ’78. Hann er kenndur við konu að nafni Grélöð. Síðan verður haldið að Auðkúlu, sem er í um kílómetra fjarlægð. Þar gefst tækifæri til að skoða leifar 23 metra langs landnámsskála frá 9. eða 10. öld sem nú er unnið að rannsóknum á. Spurð hvort eitthvað fémætt hafi fundist í grunninum, svarar Margrét: „Við erum búin að finna silfurhring, rosalega fallegan, alveg heilan með hnút, svo höfum við fundið tvo snældusnúða, níu perlur, exi, tvo hnífa og stóran meitil. Líka silfurberg, sem eru siglingarsteinar og margt fleira. Við höfum verið að grafa upp öskuhauginn í sumar og beinin þar gefa vísbendingar um að mataræði fólks hafi verið fjölbreytt.“ Skyldi hafa verið vitað um þessar fornu mannvistarleifar lengi? „Í neðanmálsgrein í jarðabókinni frá 1710 er getið um að gjall og sindur sjáist á yfirborði á svæði í Arnarfirði sem kallist Partur og höfundur veltir fyrir sér hvort þar hafi menn búið til forna. Svo er það bara bóndinn, Hreinn Þórðarson á Kúlu, sem fór að spá í þetta fyrir fáum árum. Hann sá móta fyrir einhverju og hafði samband við Guðnýju Zoëga, fornleifafræðing í Skagafirði, og hún mældi svæðið upp. Hún er vinkona mín.“ Margrét kveðst hafa verið að vinna á Hrafnseyri á þeim tíma og ákveðið að gera könnunarskurði. „Ég er búin að vita af skálanum síðan 2013. Sótti svo um styrk til að skoða svæðið nánar. Fyrst rannsökuðum við járnvinnslusvæði sem er hér skammt frá. Þar voru fjórir ofnar sem við grófum upp og kolagrafir. Við erum líka búin að rannsaka lítið bænhús en eigum eftir fjós og smiðju. Það verður líklega gert næsta sumar.“ Margrét er Hvergerðingur og býr í Ölfusi en kveðst hafa unnið á vegum Náttúrustofu Vestfjarða frá 2009, oft fyrir vestan en líka víðar á landinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur er í matartíma og meira að segja að lesa nýútkomin blöð þegar hún er tekin tali vestur í Arnarfirði. „Við fáum okkur snarl í hádeginu en eldum á kvöldin,“ segir hún glaðlega og á þar við hópinn sem vinnur að uppgreftri á víkingaskála að Auðkúlu. Margrét og hennar lið ætla að taka á móti gestum og gangandi í dag, laugardag, og segja frá rannsóknum sínum þar vestra. Dagskráin hefst klukkan 14 með stuttum fyrirlestri í kapellunni á Hrafnseyri. Eftir það verður leiðsögn um rannsóknarsvæðið á Hrafnseyri og sagt frá því sem þar hefur fundist, sem er meðal annars lítill skáli sem grafinn var upp á árunum 1977 og ’78. Hann er kenndur við konu að nafni Grélöð. Síðan verður haldið að Auðkúlu, sem er í um kílómetra fjarlægð. Þar gefst tækifæri til að skoða leifar 23 metra langs landnámsskála frá 9. eða 10. öld sem nú er unnið að rannsóknum á. Spurð hvort eitthvað fémætt hafi fundist í grunninum, svarar Margrét: „Við erum búin að finna silfurhring, rosalega fallegan, alveg heilan með hnút, svo höfum við fundið tvo snældusnúða, níu perlur, exi, tvo hnífa og stóran meitil. Líka silfurberg, sem eru siglingarsteinar og margt fleira. Við höfum verið að grafa upp öskuhauginn í sumar og beinin þar gefa vísbendingar um að mataræði fólks hafi verið fjölbreytt.“ Skyldi hafa verið vitað um þessar fornu mannvistarleifar lengi? „Í neðanmálsgrein í jarðabókinni frá 1710 er getið um að gjall og sindur sjáist á yfirborði á svæði í Arnarfirði sem kallist Partur og höfundur veltir fyrir sér hvort þar hafi menn búið til forna. Svo er það bara bóndinn, Hreinn Þórðarson á Kúlu, sem fór að spá í þetta fyrir fáum árum. Hann sá móta fyrir einhverju og hafði samband við Guðnýju Zoëga, fornleifafræðing í Skagafirði, og hún mældi svæðið upp. Hún er vinkona mín.“ Margrét kveðst hafa verið að vinna á Hrafnseyri á þeim tíma og ákveðið að gera könnunarskurði. „Ég er búin að vita af skálanum síðan 2013. Sótti svo um styrk til að skoða svæðið nánar. Fyrst rannsökuðum við járnvinnslusvæði sem er hér skammt frá. Þar voru fjórir ofnar sem við grófum upp og kolagrafir. Við erum líka búin að rannsaka lítið bænhús en eigum eftir fjós og smiðju. Það verður líklega gert næsta sumar.“ Margrét er Hvergerðingur og býr í Ölfusi en kveðst hafa unnið á vegum Náttúrustofu Vestfjarða frá 2009, oft fyrir vestan en líka víðar á landinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira