Volkswagen sakað um að skemma uppskeru með haglfallbyssum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2018 20:29 Bændurnir eru handvissir um að rekja megi skort á rigningu til notkunar á byssunum. Vísir/Getty Bændur í nágrenni við verksmiðju þýska bílaframleiðandans í Pueblo í Mexíkó hafa sakað forsvarsmenn verksmiðjunnar um að skemma uppskeru þeirra í viðleitni bílaframleiðandans til að koma í veg fyrir að hagl myndist. Haglið getur skemmt þá bíla sem bíða eftir að verða sendir í burtu eftir framleiðslu en eru þeir geymdir utan dyra við verksmiðjuna. Til þess að koma í veg fyrir að haglið myndist notast bílaframleiðandinn við svokallaðar „haglfallbyssur,“ byssur sem skjóta hljóðmerkjum í loftið. Hljóðið er sagt leysa upp haglið og á því að koma því í veg fyrir að það falli á bílana með tilheyrandi skemmdum. Vilja bændurnir í nágreni verksmiðjunnar meina að notkun á haglfallbyssum hafi orðið til þess að ekki hafi rignt í dágóðan tíma, sem hafi skemmt uppskeru þeirra.Í frétt CNN segir að Volkswagen hafi fallist á að minnka notkun á fallbyssunum í viðleitni til þess að ergja ekki bændurna en þýski bílaframleiðandinn telur þó að ekkert bendi til þess að samasemmerki sé á milli lítils regnfalls og notkunar á byssunum. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bændur í nágrenni við verksmiðju þýska bílaframleiðandans í Pueblo í Mexíkó hafa sakað forsvarsmenn verksmiðjunnar um að skemma uppskeru þeirra í viðleitni bílaframleiðandans til að koma í veg fyrir að hagl myndist. Haglið getur skemmt þá bíla sem bíða eftir að verða sendir í burtu eftir framleiðslu en eru þeir geymdir utan dyra við verksmiðjuna. Til þess að koma í veg fyrir að haglið myndist notast bílaframleiðandinn við svokallaðar „haglfallbyssur,“ byssur sem skjóta hljóðmerkjum í loftið. Hljóðið er sagt leysa upp haglið og á því að koma því í veg fyrir að það falli á bílana með tilheyrandi skemmdum. Vilja bændurnir í nágreni verksmiðjunnar meina að notkun á haglfallbyssum hafi orðið til þess að ekki hafi rignt í dágóðan tíma, sem hafi skemmt uppskeru þeirra.Í frétt CNN segir að Volkswagen hafi fallist á að minnka notkun á fallbyssunum í viðleitni til þess að ergja ekki bændurna en þýski bílaframleiðandinn telur þó að ekkert bendi til þess að samasemmerki sé á milli lítils regnfalls og notkunar á byssunum.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira