Sveiflukenndur lokahringur hjá Ólafíu í Kanada Ísak Jasonarson skrifar 26. ágúst 2018 19:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á CP Women's Open mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Hún endaði því mótið á einu höggi yfir pari í heildina og í 64. sæti. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig á lokahringnum og lék sínar fyrri níu holur á tveimur höggum yfir pari eftir skrautlega byrjun þar sem hún fékk tvo skolla, einn tvöfaldan skolla og tvo fugla. Á seinni níu bætti Ólafía svo við sig tveimur skollum og þremur fuglum og kláraði hringinn á einu höggi yfir pari. Ólafía lék með Tiffany Chan og Cristie Kerr í dag en sú síðarnefnda er tvöfaldur risameistari og einn sigursælasti kylfingur mótaraðarinnar undanfarin ár. Kerr lék lokahringinn á 4 höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 64. sæti en örfáir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Árangur hennar hefur lítil áhrif á stöðu hennar á stigalistanum því hún mun fara niður um eitt sæti á listanum þegar hann verður uppfærður eftir mótið. Ólafía situr því í 138. sæti á stigalistanum en 100 efstu halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni í árslok.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á CP Women's Open mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Hún endaði því mótið á einu höggi yfir pari í heildina og í 64. sæti. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig á lokahringnum og lék sínar fyrri níu holur á tveimur höggum yfir pari eftir skrautlega byrjun þar sem hún fékk tvo skolla, einn tvöfaldan skolla og tvo fugla. Á seinni níu bætti Ólafía svo við sig tveimur skollum og þremur fuglum og kláraði hringinn á einu höggi yfir pari. Ólafía lék með Tiffany Chan og Cristie Kerr í dag en sú síðarnefnda er tvöfaldur risameistari og einn sigursælasti kylfingur mótaraðarinnar undanfarin ár. Kerr lék lokahringinn á 4 höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 64. sæti en örfáir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Árangur hennar hefur lítil áhrif á stöðu hennar á stigalistanum því hún mun fara niður um eitt sæti á listanum þegar hann verður uppfærður eftir mótið. Ólafía situr því í 138. sæti á stigalistanum en 100 efstu halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni í árslok.
Golf Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Fleiri fréttir Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Sjá meira