Jafnréttisstofa og íþróttafélögin Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Íþróttakonur segja frá áreitni, mismunun og nauðgunum og krefjast breytinga“ var yfirskrift fréttar sem birtist í íslenskum fjölmiðli snemma árs. Þetta var því miður ekki eina fréttin af þessum toga sem skall á landsmönnum í kjölfar #metoo byltingarinnar. Fjöldi íþróttakvenna steig fram og vitnaði um óþolandi aðstæður og ástand og kröfðust þess að konur og stúlkur gætu stundað íþróttir í öruggu umhverfi. Jafnréttisáætlanir gegna mikilvægu hlutverki í markvissu jafnréttisstarfi. Samkvæmt jafnréttislögum eru íþróttafélög ekki skyldug til að setja sér jafnréttisáætlanir en hafa hins vegar þær skyldur að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að iðkendur og starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni í tengslum við starfsemi félaganna. Þau félög sem kosið hafa að taka þátt í gæðaverkefni ÍSÍ og gerast fyrirmyndarfélög hafa þær skyldur að gera mat á starfsemi sinni m.t.t. jafnréttis og setja sér jafnréttisáætlun. Í kjölfar þeirra frásagna íþróttakvenna sem vitnað er til hér að framan ákvað Jafnréttisstofa því að kalla eftir jafnréttisáætlunum frá fyrirmyndarfélögum til þess að fá yfirsýn yfir stöðuna og geta leiðbeint um úrbætur ef á þyrfti að halda. Í kjölfarið hófst síðan samstarf ÍSÍ og Jafnréttisstofu um hvernig mætti sem best styðja íþróttafélög í að bæta jafnrétti kynjanna í sínum störfum. Það er sérstakt fagnaðarefni að í nýkynntum tillögum starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi skuli áherslan vera á öryggi iðkenda og annarra þátttakenda. Þá ber einnig að fagna því að horft sé til þess að aukið jafnrétti geti haft jákvæð áhrif á íþróttastarf og dregið úr áreitni og ofbeldishegðun. Íþróttir og íþróttafélög eru mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. Þess vegna skiptir miklu máli að við séum öll með leikreglurnar á hreinu þegar kemur að fjölbreytileika, jafnrétti og virðingu.Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Íþróttakonur segja frá áreitni, mismunun og nauðgunum og krefjast breytinga“ var yfirskrift fréttar sem birtist í íslenskum fjölmiðli snemma árs. Þetta var því miður ekki eina fréttin af þessum toga sem skall á landsmönnum í kjölfar #metoo byltingarinnar. Fjöldi íþróttakvenna steig fram og vitnaði um óþolandi aðstæður og ástand og kröfðust þess að konur og stúlkur gætu stundað íþróttir í öruggu umhverfi. Jafnréttisáætlanir gegna mikilvægu hlutverki í markvissu jafnréttisstarfi. Samkvæmt jafnréttislögum eru íþróttafélög ekki skyldug til að setja sér jafnréttisáætlanir en hafa hins vegar þær skyldur að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að iðkendur og starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni í tengslum við starfsemi félaganna. Þau félög sem kosið hafa að taka þátt í gæðaverkefni ÍSÍ og gerast fyrirmyndarfélög hafa þær skyldur að gera mat á starfsemi sinni m.t.t. jafnréttis og setja sér jafnréttisáætlun. Í kjölfar þeirra frásagna íþróttakvenna sem vitnað er til hér að framan ákvað Jafnréttisstofa því að kalla eftir jafnréttisáætlunum frá fyrirmyndarfélögum til þess að fá yfirsýn yfir stöðuna og geta leiðbeint um úrbætur ef á þyrfti að halda. Í kjölfarið hófst síðan samstarf ÍSÍ og Jafnréttisstofu um hvernig mætti sem best styðja íþróttafélög í að bæta jafnrétti kynjanna í sínum störfum. Það er sérstakt fagnaðarefni að í nýkynntum tillögum starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi skuli áherslan vera á öryggi iðkenda og annarra þátttakenda. Þá ber einnig að fagna því að horft sé til þess að aukið jafnrétti geti haft jákvæð áhrif á íþróttastarf og dregið úr áreitni og ofbeldishegðun. Íþróttir og íþróttafélög eru mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. Þess vegna skiptir miklu máli að við séum öll með leikreglurnar á hreinu þegar kemur að fjölbreytileika, jafnrétti og virðingu.Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun