Upphitun fyrir stórleikinn í kvöld: „Það stærsta sem gerist á Íslandi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Það er stórleikur í Pepsi-deild karla í kvöld er Stjarnan og Valur mætast í toppslag. Valur er með 38 stig á toppnum en Stjarnan er sæti neðar með 35 stig. „Það er alltaf gaman að taka þátt í svona stórleikjum. Þetta er úrslitaleikur fyrir okkur. Við megum ekki missa Val sex stigum fram úr okkur því þá eru þeir búnir að vinna þessa deild,” sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „Þeir sem þekkja okkar leikstíl þá fórum við „all in" á okkar heimavelli. Það þýðir ekkert að hræðast eða forðast neitt. Við höldum okkar og notum okkar styrkleika og vinnum í kringum það.” Valsmenn eru á toppnum og eru með pálmann í höndunum. Aðstoðarþjálfarinn Sigurbjörn Hreiðarsson hefur verið áður í svona stöðu. „Ég spilaði svona leik árið 2007. Það var næst síðasti leikurinn í Krikanum. Það voru fimm þúsund manns og geggjuð stemning,” sagði Sigurbjörn. „Það er eitt stig á milli liðanna. Þetta er eini leikurinn annað kvöld og knattspyrnuáhugamenn hljóta að mæta. Vonandi eru Stjörnumenn búnir að vippa upp pallettunum og troðfylla svæðið,” en við hverju er að búast? „Þetta eru tvö frábær lið með ólíka leikstíla en frábærir leikmenn í hverri stöðu og á bekknum. Staffið og allt,” sagði Sigurbjörn og glotti en að endingu sagði hann: „Þetta verður ekki skemmtilegra. Þetta er það stærsta sem gerist á Íslandi.” Leikur Stjörnunnar og Vals hefst klukkan 19.15 en upphitun Stöðvar 2 Sport úr Garðabæ hefst klukkan 18.45. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Það er stórleikur í Pepsi-deild karla í kvöld er Stjarnan og Valur mætast í toppslag. Valur er með 38 stig á toppnum en Stjarnan er sæti neðar með 35 stig. „Það er alltaf gaman að taka þátt í svona stórleikjum. Þetta er úrslitaleikur fyrir okkur. Við megum ekki missa Val sex stigum fram úr okkur því þá eru þeir búnir að vinna þessa deild,” sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „Þeir sem þekkja okkar leikstíl þá fórum við „all in" á okkar heimavelli. Það þýðir ekkert að hræðast eða forðast neitt. Við höldum okkar og notum okkar styrkleika og vinnum í kringum það.” Valsmenn eru á toppnum og eru með pálmann í höndunum. Aðstoðarþjálfarinn Sigurbjörn Hreiðarsson hefur verið áður í svona stöðu. „Ég spilaði svona leik árið 2007. Það var næst síðasti leikurinn í Krikanum. Það voru fimm þúsund manns og geggjuð stemning,” sagði Sigurbjörn. „Það er eitt stig á milli liðanna. Þetta er eini leikurinn annað kvöld og knattspyrnuáhugamenn hljóta að mæta. Vonandi eru Stjörnumenn búnir að vippa upp pallettunum og troðfylla svæðið,” en við hverju er að búast? „Þetta eru tvö frábær lið með ólíka leikstíla en frábærir leikmenn í hverri stöðu og á bekknum. Staffið og allt,” sagði Sigurbjörn og glotti en að endingu sagði hann: „Þetta verður ekki skemmtilegra. Þetta er það stærsta sem gerist á Íslandi.” Leikur Stjörnunnar og Vals hefst klukkan 19.15 en upphitun Stöðvar 2 Sport úr Garðabæ hefst klukkan 18.45.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira