Þung skref að stíga til hliðar Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. ágúst 2018 21:36 Sú ákvörðun að loka söluskrifstofum Icelandair og breyta leiðakerfinu í upphafi árs reyndust afdrifaríkar en félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í gærkvöldi og forstjórinn ákvað að axla ábyrgð og stíga til hliðar eftir að hafa stýrt félaginu í rúman áratug. Hann segir það hafa verið þung skref. Tilkynning um uppsögn Björgólfs Jóhannssonar forstjóra Icelandair í gærkvöldi var nokkuð óvænt ofan á afkomuviðvörun félagsins. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins samþykkti að leiða félagið á meðan stjórn þess finnur nýjar forstjóra. Afkomutilkynning Icelandair Group og ákvörðun Björgólfs að stíga til hliðar hafði töluverð áhrif á gengi hlutabréfa félagsins í dag.Við lokun markaða var ljóst að bréf félagsins hefðu fallið um rúm 17% í 474 milljóna króna veltu.Vísir/stöð 2Við opnun markaða í dag var gengi hlutabréfa félagsins um 6,6 á hlut og fór hæst í 7,7 á hlut. Við lokun markaða var ljóst að bréf félagsins hefðu fallið um rúm 17% í 474 milljóna króna veltu. Stjórnarformaður Icelandair Group segir að við því hafi verið að búast í kjölfar gærdagsins og sagði hann markaðinn vera lesa í stöðu félagsins. Hann segir að þær breytingar sem gerðar voru á leiðakerfi félagsins í janúar og sú ákvörðun á loka öllum söluskrifstofum í fyrra hafi reynst afdrifaríkar. „Í raun og veru er verið að tala um tvenns konar hluti, það er annars vegar breyting sem var gerð á öllu sölu-og markaðskerfinu síðastliðið sumar. Þær breytingar voru með þeim hætti að við lokum öllum söluskrifstofum og eftirfylgni og annað var ekki með þeim hætti sem hefði þurft að vera þannig að þetta gengi upp og hins vegar var þetta breytingin sem við gerum á leiðakerfinu og það er í rauninni það sama sem kemur upp þar að menn sáu ekki alveg í gegnum áhrifin af þessu öllu saman og afleiðingarnar erum við að horfast í augu við núna,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group.Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, segir að þær breytingar sem gerðar voru á leiðakerfi félagsins í janúar og sú ákvörðun að loka öllum söluskrifstofum í fyrra hafi reynst afdrifaríkar.Vísir/stöð 2Eins og staðan er núna er verið að kynna fyrir þeim nýtt leiðakerfi fyrir 2019. „Við vonum svo sannarlega að það verði með þeim hætti að okkur líði vel með það og trúum því að það verði til þess að laga þann þáttinn, það er að segja sem snýr að leiðakerfinu,“ segir Úlfar. Fráfarandi forstjóri segist vera axla ábyrgð á mistökum sem voru gerðar á hans vakt og að ákvörðun hans hafi ekki verið undan þrýstingi frá stjórn. „Maður verður alltaf að vera sáttur við sjálfan sig í lífinu, það er allt of stutt til þess að vera það ekki. Ég er bara þannig gerður og alinn upp að ég vil axla ábyrgð ef ég hef gert einhver slík mistök,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Icelandair. Leiðakerfi félagsins er til endurskoðunar og líkur að því að einhverjar breytingar verði gerðar á næsta ári með það að markmiði að styrkja stöðu félagsins á nýVerður áfangastöðum fækkað?„Það liggur engin ákvörðun fyrir um það. Allavega var ekki búið að taka þá ákvörðun þegar ég hljóp út í þetta viðtal,“ sagði Úlfar. Úlfar segir eigið fé félagsins er meira en fimmtíu milljarða og að staða félagsins sé góð til þess að takast á við áföll sem þessi. „Við trúum því að við munum sjá viðsnúning strax í byrjun næsta árs.“ Mikil umræða hefur verið um stöðu íslensku flugfélaganna síðustu vikur en fráfarandi forstjóri segir pláss vera fyrir þau bæði á Íslandi sé rétt haldið á spilum en að skekkja hafi verið í umfjöllum fjölmiðla um félögin tvö.Fráfarandi formaður Icelandair hefur trú á félaginu til langs tíma litið.Vísir/stöð 2„Mér finnst nú reyndar að í fréttaflutningi að það hafi verið spyrt saman tvö félög. Horfandi á fjárhagsstöðuna sem að núna hefur verið birt frá WOW air. Fjárhagsstaða Icelandair er allt önnur og mikið sterkari. Það gengur hins vegar ekki til lengdar að vera í tap rekstri. Félögin þurfa að bregðast við því og eru að því.Ætti að sameina Icelandair og WOW air?„Góð spurning, auðvitað er ákveðið „overlap“ á milli félaganna og gæti verið sjálfsagt áhugaverður hlutur. Ég sé það ekki að það yrði endilega hollt fyrir félögin en tíminn leiðir það bara í ljós en þú ættir nú kannski að spurja einhverja sem eru með skrifstofu í Borgartúninu að þessu,“ segir Björgólfur. „Ég hef nú alltaf litið á kaup hlutabréfa sem langtímafjárfestingu og það er þannig sem ég tek þessa ákvörðun, ég hef trú á félaginu til lengri tíma litið. Ég horfi ekki á einhverjar skammtímasveiflur. Við getum alltaf reiknað með því að það komi uppsveiflur og niðursveiflur í flugrekstri. Félögin þurfa að vera undirbúin til að takast undir það. Icelandair er eitt af þeim félögum sem er undirbúið í það og hefur verið að gera þær breytingar sem þarf til að rétta þessa hluti af í sölumálum. Ég ætla að eiga þessi bréf áfram og hef fulla trú á því að á einhverjum tímapunkti sé ég bara í góðri stöðu með það,“ segir Björgólfur um kaup á hlutabréfum í Icelandair. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Stjórnarformaður Icelandair Group segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem dunið hafa yfir að undanförnu. 28. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Sú ákvörðun að loka söluskrifstofum Icelandair og breyta leiðakerfinu í upphafi árs reyndust afdrifaríkar en félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í gærkvöldi og forstjórinn ákvað að axla ábyrgð og stíga til hliðar eftir að hafa stýrt félaginu í rúman áratug. Hann segir það hafa verið þung skref. Tilkynning um uppsögn Björgólfs Jóhannssonar forstjóra Icelandair í gærkvöldi var nokkuð óvænt ofan á afkomuviðvörun félagsins. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins samþykkti að leiða félagið á meðan stjórn þess finnur nýjar forstjóra. Afkomutilkynning Icelandair Group og ákvörðun Björgólfs að stíga til hliðar hafði töluverð áhrif á gengi hlutabréfa félagsins í dag.Við lokun markaða var ljóst að bréf félagsins hefðu fallið um rúm 17% í 474 milljóna króna veltu.Vísir/stöð 2Við opnun markaða í dag var gengi hlutabréfa félagsins um 6,6 á hlut og fór hæst í 7,7 á hlut. Við lokun markaða var ljóst að bréf félagsins hefðu fallið um rúm 17% í 474 milljóna króna veltu. Stjórnarformaður Icelandair Group segir að við því hafi verið að búast í kjölfar gærdagsins og sagði hann markaðinn vera lesa í stöðu félagsins. Hann segir að þær breytingar sem gerðar voru á leiðakerfi félagsins í janúar og sú ákvörðun á loka öllum söluskrifstofum í fyrra hafi reynst afdrifaríkar. „Í raun og veru er verið að tala um tvenns konar hluti, það er annars vegar breyting sem var gerð á öllu sölu-og markaðskerfinu síðastliðið sumar. Þær breytingar voru með þeim hætti að við lokum öllum söluskrifstofum og eftirfylgni og annað var ekki með þeim hætti sem hefði þurft að vera þannig að þetta gengi upp og hins vegar var þetta breytingin sem við gerum á leiðakerfinu og það er í rauninni það sama sem kemur upp þar að menn sáu ekki alveg í gegnum áhrifin af þessu öllu saman og afleiðingarnar erum við að horfast í augu við núna,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group.Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, segir að þær breytingar sem gerðar voru á leiðakerfi félagsins í janúar og sú ákvörðun að loka öllum söluskrifstofum í fyrra hafi reynst afdrifaríkar.Vísir/stöð 2Eins og staðan er núna er verið að kynna fyrir þeim nýtt leiðakerfi fyrir 2019. „Við vonum svo sannarlega að það verði með þeim hætti að okkur líði vel með það og trúum því að það verði til þess að laga þann þáttinn, það er að segja sem snýr að leiðakerfinu,“ segir Úlfar. Fráfarandi forstjóri segist vera axla ábyrgð á mistökum sem voru gerðar á hans vakt og að ákvörðun hans hafi ekki verið undan þrýstingi frá stjórn. „Maður verður alltaf að vera sáttur við sjálfan sig í lífinu, það er allt of stutt til þess að vera það ekki. Ég er bara þannig gerður og alinn upp að ég vil axla ábyrgð ef ég hef gert einhver slík mistök,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Icelandair. Leiðakerfi félagsins er til endurskoðunar og líkur að því að einhverjar breytingar verði gerðar á næsta ári með það að markmiði að styrkja stöðu félagsins á nýVerður áfangastöðum fækkað?„Það liggur engin ákvörðun fyrir um það. Allavega var ekki búið að taka þá ákvörðun þegar ég hljóp út í þetta viðtal,“ sagði Úlfar. Úlfar segir eigið fé félagsins er meira en fimmtíu milljarða og að staða félagsins sé góð til þess að takast á við áföll sem þessi. „Við trúum því að við munum sjá viðsnúning strax í byrjun næsta árs.“ Mikil umræða hefur verið um stöðu íslensku flugfélaganna síðustu vikur en fráfarandi forstjóri segir pláss vera fyrir þau bæði á Íslandi sé rétt haldið á spilum en að skekkja hafi verið í umfjöllum fjölmiðla um félögin tvö.Fráfarandi formaður Icelandair hefur trú á félaginu til langs tíma litið.Vísir/stöð 2„Mér finnst nú reyndar að í fréttaflutningi að það hafi verið spyrt saman tvö félög. Horfandi á fjárhagsstöðuna sem að núna hefur verið birt frá WOW air. Fjárhagsstaða Icelandair er allt önnur og mikið sterkari. Það gengur hins vegar ekki til lengdar að vera í tap rekstri. Félögin þurfa að bregðast við því og eru að því.Ætti að sameina Icelandair og WOW air?„Góð spurning, auðvitað er ákveðið „overlap“ á milli félaganna og gæti verið sjálfsagt áhugaverður hlutur. Ég sé það ekki að það yrði endilega hollt fyrir félögin en tíminn leiðir það bara í ljós en þú ættir nú kannski að spurja einhverja sem eru með skrifstofu í Borgartúninu að þessu,“ segir Björgólfur. „Ég hef nú alltaf litið á kaup hlutabréfa sem langtímafjárfestingu og það er þannig sem ég tek þessa ákvörðun, ég hef trú á félaginu til lengri tíma litið. Ég horfi ekki á einhverjar skammtímasveiflur. Við getum alltaf reiknað með því að það komi uppsveiflur og niðursveiflur í flugrekstri. Félögin þurfa að vera undirbúin til að takast undir það. Icelandair er eitt af þeim félögum sem er undirbúið í það og hefur verið að gera þær breytingar sem þarf til að rétta þessa hluti af í sölumálum. Ég ætla að eiga þessi bréf áfram og hef fulla trú á því að á einhverjum tímapunkti sé ég bara í góðri stöðu með það,“ segir Björgólfur um kaup á hlutabréfum í Icelandair.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Stjórnarformaður Icelandair Group segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem dunið hafa yfir að undanförnu. 28. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06
Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54
Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Stjórnarformaður Icelandair Group segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem dunið hafa yfir að undanförnu. 28. ágúst 2018 12:00