Könnun sýnir stuðning við aðra Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 10:52 Brexit-umræðunni er hvergi nærri lokið. Vísir/Getty Um helmingur svarenda í skoðanakönnun sem birt var á Bretlandi í dag segir að breskir kjósendur ættu að fá lokaorðið um hvort þeir vilja ganga úr Evrópusambandinu ef samningar nást ekki á samskiptin eftir Brexit. People's Vote, samtök sem krefjast annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, létu gera könnunina. Samkvæmt henni vilja 45% Breta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu óháð því hvernig viðræður bresku ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins fara en 34% er því mótfallin. Þegar spurt var um hver ætti að taka ákvörðun um útgöngu úr sambandinu ef engir samningar nást sögðust 50% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjórðungur vildi að þingmenn tækju ákvörðunina, að því er segir í frétt Reuters af könnuninni. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Breta og ESB um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna sem á að taka gildi á næsta ári. Ástæðan er ekki síst sundrung innan Íhaldsflokks Theresu May forsætisráðherra. Sumir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að yfirgefa ESB án þess að nokkuð samkomulag liggi fyrir. Svarendur í könnun People's Vote voru beðnir um að taka afstöðu til þriggja kosta: að vera áfram í ESB, ganga úr ESB án samnings eða ganga úr ESB á grundvelli tillögu May forsætisráðherra um takmarkaða aðild að innri markaði sambandsins. Af þeim kostum vildu flestir vera áfram i sambandinu, alls 40%. Rúmur fjórðungur vildi yfirgefa það án samnings og ellefu prósent vildu yfirgefa það á forsendum May. Brexit Tengdar fréttir Bretar andsnúnir áformum May Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. 23. júlí 2018 06:00 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Um helmingur svarenda í skoðanakönnun sem birt var á Bretlandi í dag segir að breskir kjósendur ættu að fá lokaorðið um hvort þeir vilja ganga úr Evrópusambandinu ef samningar nást ekki á samskiptin eftir Brexit. People's Vote, samtök sem krefjast annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, létu gera könnunina. Samkvæmt henni vilja 45% Breta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu óháð því hvernig viðræður bresku ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins fara en 34% er því mótfallin. Þegar spurt var um hver ætti að taka ákvörðun um útgöngu úr sambandinu ef engir samningar nást sögðust 50% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjórðungur vildi að þingmenn tækju ákvörðunina, að því er segir í frétt Reuters af könnuninni. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Breta og ESB um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna sem á að taka gildi á næsta ári. Ástæðan er ekki síst sundrung innan Íhaldsflokks Theresu May forsætisráðherra. Sumir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að yfirgefa ESB án þess að nokkuð samkomulag liggi fyrir. Svarendur í könnun People's Vote voru beðnir um að taka afstöðu til þriggja kosta: að vera áfram í ESB, ganga úr ESB án samnings eða ganga úr ESB á grundvelli tillögu May forsætisráðherra um takmarkaða aðild að innri markaði sambandsins. Af þeim kostum vildu flestir vera áfram i sambandinu, alls 40%. Rúmur fjórðungur vildi yfirgefa það án samnings og ellefu prósent vildu yfirgefa það á forsendum May.
Brexit Tengdar fréttir Bretar andsnúnir áformum May Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. 23. júlí 2018 06:00 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Bretar andsnúnir áformum May Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. 23. júlí 2018 06:00
Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06
Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40