Fyrsta milljón dollara ávísun Tigers í meira en fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 12:00 Tiger Woods hafði ástæðu til að brosa í gær. Vísir/Getty Tiger Woods hoppar upp í 26. sæti á heimslistanum eftir árangur sinn á PGA-meistaramótinu í gær þar sem hann varð í öðru sæti. Gríðarlegur áhugi var á PGA-risamótinu í gær enda var Tiger Woods í baráttunni um sigurinn. Mikill fjöldi fylgdi honum hvert fótspor á vellinum og rosalega margir voru að skrifa um Tiger á samfélagsmiðlum á meðan lokahringnum stóð.Tiger Woods didn't win the #PGAChamp on Sunday, but it sure sounded like he did. Either way, he showed flashes of his former self over frenzied final round: https://t.co/80d7O1y5w8pic.twitter.com/20SR5V9WnQ — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Það er óhætt að segja að það fylgi því dálítið önnur stemmning þegar Tiger er með í baráttunni. Gríðarleg fagnaðrlæti voru þannig á vellinum eftir hvort gott högg. Þessi „Happy Gilmore“ stemmning er kannski það sem koma skal á næstunni. Flestir eru nefnilega sammála um það að Tiger Woods sé kominn aftur og það er mikið gleðiefni fyrir golfheiminn. Það var sérstaklega gaman að sjá hann fagna sínum bestu höggum þar sem leikgleðin skein úr augunum á honum.Tiger wins $1,188,000 for 2nd place PGA Championship finish, his first $1M on-course check in more than four years. — Darren Rovell (@darrenrovell) August 12, 2018 Tiger var tveimur höggum frá því að vinna sitt fimmtánda risamót á ferlinum en hefur sjaldan verið jafnánægður með annað sætið og einmitt núna. Annað sætið skilar honum upp í 26. sæti á heimslistanum. Tiger byrjaði árið í sæti 656 á heimslistanum og hefur því hækkað sig um 630 sæti á árinu sem er risastökk.Tiger starts the year at No. 656 in the world. Now up to No. 26 — Doug Ferguson (@dougferguson405) August 12, 2018 Tiger fékk 1.188.000 dollara í verðlaunafé eða tæpar 130 milljónir íslenska króna. Þetta er fyrsta milljón dollara ávísun Tigers í meira en fjögur ár. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hoppar upp í 26. sæti á heimslistanum eftir árangur sinn á PGA-meistaramótinu í gær þar sem hann varð í öðru sæti. Gríðarlegur áhugi var á PGA-risamótinu í gær enda var Tiger Woods í baráttunni um sigurinn. Mikill fjöldi fylgdi honum hvert fótspor á vellinum og rosalega margir voru að skrifa um Tiger á samfélagsmiðlum á meðan lokahringnum stóð.Tiger Woods didn't win the #PGAChamp on Sunday, but it sure sounded like he did. Either way, he showed flashes of his former self over frenzied final round: https://t.co/80d7O1y5w8pic.twitter.com/20SR5V9WnQ — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Það er óhætt að segja að það fylgi því dálítið önnur stemmning þegar Tiger er með í baráttunni. Gríðarleg fagnaðrlæti voru þannig á vellinum eftir hvort gott högg. Þessi „Happy Gilmore“ stemmning er kannski það sem koma skal á næstunni. Flestir eru nefnilega sammála um það að Tiger Woods sé kominn aftur og það er mikið gleðiefni fyrir golfheiminn. Það var sérstaklega gaman að sjá hann fagna sínum bestu höggum þar sem leikgleðin skein úr augunum á honum.Tiger wins $1,188,000 for 2nd place PGA Championship finish, his first $1M on-course check in more than four years. — Darren Rovell (@darrenrovell) August 12, 2018 Tiger var tveimur höggum frá því að vinna sitt fimmtánda risamót á ferlinum en hefur sjaldan verið jafnánægður með annað sætið og einmitt núna. Annað sætið skilar honum upp í 26. sæti á heimslistanum. Tiger byrjaði árið í sæti 656 á heimslistanum og hefur því hækkað sig um 630 sæti á árinu sem er risastökk.Tiger starts the year at No. 656 in the world. Now up to No. 26 — Doug Ferguson (@dougferguson405) August 12, 2018 Tiger fékk 1.188.000 dollara í verðlaunafé eða tæpar 130 milljónir íslenska króna. Þetta er fyrsta milljón dollara ávísun Tigers í meira en fjögur ár.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira