Djakarta sekkur í hafið á methraða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Flóð eru tíð í Djakarta og verða enn tíðari í framtíðinni. Vísir/Getty Djakarta, höfuðborg Indónesíu, sekkur svo hratt að stórir hlutar borgarinnar gætu verið á kafi árið 2050. Norðurhluti borgarinnar hefur sokkið um 2,5 metra á síðustu tíu árum og þótt aðrir borgarhlutar sökkvi hægar sökkva þeir þó. Ítarlega var fjallað um hættuna sem steðjar að þessari tíu milljóna manna borg á BBC í gær. Breski miðillinn ræddi við ýmsa íbúa borgarinnar. Einn þeirra, Fortuna Sophia, sagði til að mynda frá því að þótt ekki hafi flætt inn í hús hennar mynduðust sprungur í veggjunum í gríð og erg vegna þess að landið sekkur. Borgin liggur að sjó, er byggð á mýri og heilar þrettán ár renna í gegnum hana. Því eru flóð afar tíð og hefur tíðnin aukist eftir því sem borgin sekkur. Hækkandi sjávarborð, ein afleiðinga loftslagsbreytinga, útskýrir þó vandann aðeins að hluta. Samkvæmt BBC er stór sökudólgur sá að íbúar Djakarta dæla upp grunnvatni undan borginni í gríð og erg. Yfirvöld geta ekki svalað nema fjörutíu prósentum af vatnsþörf borgarbúa. Því er hverjum sem er heimilt að dæla upp grunnvatni, fái viðkomandi leyfi til þess. Borgarbúar hafa stokkið á tækifærið og dælt upp gríðarlegu magni. En stærsta vandamálið er ef til vill fólgið í því að stór hluti borgarinnar dælir upp grunnvatni án leyfis. Og þegar grunnvatninu er dælt upp lækkar landið fyrir ofan. Borgaryfirvöld reisa nú múr við strönd Djakartaflóa og á strandlengjum sautján manngerðra eyja til að reyna að koma í veg fyrir að borgin sökkvi í hafið. Áætlað er að verkefnið komi til með að kosta meira en fjórar billjónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira
Djakarta, höfuðborg Indónesíu, sekkur svo hratt að stórir hlutar borgarinnar gætu verið á kafi árið 2050. Norðurhluti borgarinnar hefur sokkið um 2,5 metra á síðustu tíu árum og þótt aðrir borgarhlutar sökkvi hægar sökkva þeir þó. Ítarlega var fjallað um hættuna sem steðjar að þessari tíu milljóna manna borg á BBC í gær. Breski miðillinn ræddi við ýmsa íbúa borgarinnar. Einn þeirra, Fortuna Sophia, sagði til að mynda frá því að þótt ekki hafi flætt inn í hús hennar mynduðust sprungur í veggjunum í gríð og erg vegna þess að landið sekkur. Borgin liggur að sjó, er byggð á mýri og heilar þrettán ár renna í gegnum hana. Því eru flóð afar tíð og hefur tíðnin aukist eftir því sem borgin sekkur. Hækkandi sjávarborð, ein afleiðinga loftslagsbreytinga, útskýrir þó vandann aðeins að hluta. Samkvæmt BBC er stór sökudólgur sá að íbúar Djakarta dæla upp grunnvatni undan borginni í gríð og erg. Yfirvöld geta ekki svalað nema fjörutíu prósentum af vatnsþörf borgarbúa. Því er hverjum sem er heimilt að dæla upp grunnvatni, fái viðkomandi leyfi til þess. Borgarbúar hafa stokkið á tækifærið og dælt upp gríðarlegu magni. En stærsta vandamálið er ef til vill fólgið í því að stór hluti borgarinnar dælir upp grunnvatni án leyfis. Og þegar grunnvatninu er dælt upp lækkar landið fyrir ofan. Borgaryfirvöld reisa nú múr við strönd Djakartaflóa og á strandlengjum sautján manngerðra eyja til að reyna að koma í veg fyrir að borgin sökkvi í hafið. Áætlað er að verkefnið komi til með að kosta meira en fjórar billjónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira