Langþreytt á skólasetningum í miðri viku enda foreldrar löngu búnir með fríið sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2018 12:20 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir telur eðlilegra að skólahald hefjist á mánudegi og skólasetning sé að morgni dags, klukkan átta. Vísir/Valli Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. Lausleg athugun blaðamanns leiddi í ljós að grunnskólarnir í höfuðborginni, Kópavogi og Akureyri eru settir um miðja næstu viku. Misjafnt er eftir aldri klukkan hvað að deginum skólasetningin fer fram en hún varir yfirleitt í um klukkustund. „Því til viðbótar er dagurinn sem skólasetning er slitinn algjörlega í sundur. Foreldrar eru löngu búnir (með) öll frí fyrir árið vegna vetrarfría, starfsdaga og sumarfría og búin að laumast óendanlega oft úr vinnunni til að keyra börnin í allt sumar á milli námskeiða,“ segir Þorbjörg Helga. „Að auki eru sjálf börnin komin með algjört ógeð á misgóðum og misdýrum sumarnámskeiðum - ef á annað borð foreldrar hafa haft efni á að senda þau.“Nemendurnir ekki kúnnar Þorbjörg spyr hvort ekki væri hægt að hefja skólastarf á mánudegi svo þetta komi ekki í hnakkann á foreldrum aftur og aftur. „Og svo ég slái nú ykkur alveg út dauðrotuð, gætum við beðið um skólasetningu kl. 08 með börnum svo foreldrar komist í heilan vinnudag?“ Töluverð umræða hefur skapast um málið á Facebook-vegg Þorbjargar og taka flestir undir með henni. Hulda María Magnúsdóttir, grunnskólakennari í Foldaskóla, bendir þó á tvennt sem hún geri athugasemd við. Annars vegar að skóli sé menntastofnun, ekki þjónustustofnun. Því eigi ekki að tala um þjónustu og notendur. Hins vegar séu nemendur hennar, og foreldrar þeirra, ekki kúnnar. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á Reykjavíkurborg, Akureyri og Kópavog varðandi ástæður þess að skólahald hefjist í miðri viku. Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. Lausleg athugun blaðamanns leiddi í ljós að grunnskólarnir í höfuðborginni, Kópavogi og Akureyri eru settir um miðja næstu viku. Misjafnt er eftir aldri klukkan hvað að deginum skólasetningin fer fram en hún varir yfirleitt í um klukkustund. „Því til viðbótar er dagurinn sem skólasetning er slitinn algjörlega í sundur. Foreldrar eru löngu búnir (með) öll frí fyrir árið vegna vetrarfría, starfsdaga og sumarfría og búin að laumast óendanlega oft úr vinnunni til að keyra börnin í allt sumar á milli námskeiða,“ segir Þorbjörg Helga. „Að auki eru sjálf börnin komin með algjört ógeð á misgóðum og misdýrum sumarnámskeiðum - ef á annað borð foreldrar hafa haft efni á að senda þau.“Nemendurnir ekki kúnnar Þorbjörg spyr hvort ekki væri hægt að hefja skólastarf á mánudegi svo þetta komi ekki í hnakkann á foreldrum aftur og aftur. „Og svo ég slái nú ykkur alveg út dauðrotuð, gætum við beðið um skólasetningu kl. 08 með börnum svo foreldrar komist í heilan vinnudag?“ Töluverð umræða hefur skapast um málið á Facebook-vegg Þorbjargar og taka flestir undir með henni. Hulda María Magnúsdóttir, grunnskólakennari í Foldaskóla, bendir þó á tvennt sem hún geri athugasemd við. Annars vegar að skóli sé menntastofnun, ekki þjónustustofnun. Því eigi ekki að tala um þjónustu og notendur. Hins vegar séu nemendur hennar, og foreldrar þeirra, ekki kúnnar. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á Reykjavíkurborg, Akureyri og Kópavog varðandi ástæður þess að skólahald hefjist í miðri viku.
Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira