Langþreytt á skólasetningum í miðri viku enda foreldrar löngu búnir með fríið sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2018 12:20 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir telur eðlilegra að skólahald hefjist á mánudegi og skólasetning sé að morgni dags, klukkan átta. Vísir/Valli Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. Lausleg athugun blaðamanns leiddi í ljós að grunnskólarnir í höfuðborginni, Kópavogi og Akureyri eru settir um miðja næstu viku. Misjafnt er eftir aldri klukkan hvað að deginum skólasetningin fer fram en hún varir yfirleitt í um klukkustund. „Því til viðbótar er dagurinn sem skólasetning er slitinn algjörlega í sundur. Foreldrar eru löngu búnir (með) öll frí fyrir árið vegna vetrarfría, starfsdaga og sumarfría og búin að laumast óendanlega oft úr vinnunni til að keyra börnin í allt sumar á milli námskeiða,“ segir Þorbjörg Helga. „Að auki eru sjálf börnin komin með algjört ógeð á misgóðum og misdýrum sumarnámskeiðum - ef á annað borð foreldrar hafa haft efni á að senda þau.“Nemendurnir ekki kúnnar Þorbjörg spyr hvort ekki væri hægt að hefja skólastarf á mánudegi svo þetta komi ekki í hnakkann á foreldrum aftur og aftur. „Og svo ég slái nú ykkur alveg út dauðrotuð, gætum við beðið um skólasetningu kl. 08 með börnum svo foreldrar komist í heilan vinnudag?“ Töluverð umræða hefur skapast um málið á Facebook-vegg Þorbjargar og taka flestir undir með henni. Hulda María Magnúsdóttir, grunnskólakennari í Foldaskóla, bendir þó á tvennt sem hún geri athugasemd við. Annars vegar að skóli sé menntastofnun, ekki þjónustustofnun. Því eigi ekki að tala um þjónustu og notendur. Hins vegar séu nemendur hennar, og foreldrar þeirra, ekki kúnnar. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á Reykjavíkurborg, Akureyri og Kópavog varðandi ástæður þess að skólahald hefjist í miðri viku. Skóla - og menntamál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. Lausleg athugun blaðamanns leiddi í ljós að grunnskólarnir í höfuðborginni, Kópavogi og Akureyri eru settir um miðja næstu viku. Misjafnt er eftir aldri klukkan hvað að deginum skólasetningin fer fram en hún varir yfirleitt í um klukkustund. „Því til viðbótar er dagurinn sem skólasetning er slitinn algjörlega í sundur. Foreldrar eru löngu búnir (með) öll frí fyrir árið vegna vetrarfría, starfsdaga og sumarfría og búin að laumast óendanlega oft úr vinnunni til að keyra börnin í allt sumar á milli námskeiða,“ segir Þorbjörg Helga. „Að auki eru sjálf börnin komin með algjört ógeð á misgóðum og misdýrum sumarnámskeiðum - ef á annað borð foreldrar hafa haft efni á að senda þau.“Nemendurnir ekki kúnnar Þorbjörg spyr hvort ekki væri hægt að hefja skólastarf á mánudegi svo þetta komi ekki í hnakkann á foreldrum aftur og aftur. „Og svo ég slái nú ykkur alveg út dauðrotuð, gætum við beðið um skólasetningu kl. 08 með börnum svo foreldrar komist í heilan vinnudag?“ Töluverð umræða hefur skapast um málið á Facebook-vegg Þorbjargar og taka flestir undir með henni. Hulda María Magnúsdóttir, grunnskólakennari í Foldaskóla, bendir þó á tvennt sem hún geri athugasemd við. Annars vegar að skóli sé menntastofnun, ekki þjónustustofnun. Því eigi ekki að tala um þjónustu og notendur. Hins vegar séu nemendur hennar, og foreldrar þeirra, ekki kúnnar. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á Reykjavíkurborg, Akureyri og Kópavog varðandi ástæður þess að skólahald hefjist í miðri viku.
Skóla - og menntamál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira